Melkorka - 01.06.1957, Page 11

Melkorka - 01.06.1957, Page 11
komið fyrir úti á stórum svölum. Þarna sett- ust þrjátíu manns til borðs, þar á meðal þrír hljóðfæraleikarar. Áður en við settumst að borðinu hafði það verið blaðið köldurn réttum, svo sem flatbrauðinu góða, smjöri, eggjum, styrju- brognum, hunangi, geitarosti, þat að auki voru rnargar tegundir af liráu grænmeti, ávaxtadrykkir og vín. Er við höfðum snætt góða stund, tók ég eftir því að reykjarilm lagði inn á svalirnar og er mér varð litið út af svölunum sá ég hvar tveir menn lágu á hnjánum á jörðinni og steiktu kjöt, sem hafði verið sneitt í smá sneiðar og dregið upp á teina. En teinarnir lágu ofan á rist og var glóð undir. En nú fór húsbóndinn að halda ræðu og ég varð kurt- eisinnar vegna að slíta mig frá þessari skemmtilegu sjón. Nú var líka kominn inn heitur réttur, bakaðir og fylltir tómatar og piparbelgir. f sama mund hófst hljóðfærasláttur og fólk- ið fór að dansa. Armenar eru mjög söng- og danselsk þjóð, enda eiga þeir afburða dans- ava og fræg tónskáld, eins og Aram Katsja- turian sem mörgum íslendingum er kunn- Ur af tónverkum sínum. Ekki komumst við hjá því að taka þátt í dansinum, þótt við harðneituðum í fyrstu, þar eð við kunnum ekki dansana. Við kom- umst þó furðu fljótt á lagið með að dansa þá, enda voru þeir auðlærðir, nokkur ein- föld spor og hreyfingar á höndum með út- 'étta handleggi. Allt í einu kom stúlka upp á svalirnar utan úr garðinum og hélt á kjötteinum í háðum liöndum hlaðna heitum kjötsneið- l'm, veifaði þeim yfir fiöfði sér og söng og dansaði en hljóðfæraleikararnir spiluðu 'jörugt næstum æðisgengið danslag. I’egar stúlkan var lrætt að dansa tóku húsbænd- Urnir teinana úr höndum hennar, létu kjöt- tð á diska gestanna, og notuðu hið þunna °g mjúka flatbrauð til þess að ýta kjötinu uiður af teinunum. Þetta kjöt var sérstak- fega ljúffengt svo við sáum nú eftir hve Melkorka Götubrunnur i Erevan. — A myndinni eru, talið frá vinstri: Yalgerður Guðmundsdóttir kennari, Guðrún Guðjónsdóttir, Arnhciður Sigurðardótlir stud. mag. og Steinunn Bjarinan. við höfðum borðað vel af undan gengnum réttum. Borðhaldinu lauk með þrem ábætisrétt- um, hrísgrjónabúðing, rjómaís, og síðast komu vínber og tvær tegundir af melónum. Alltaf var dansað á milli þess sem réttirnir voru snæddir og einnig lialdnar ræður og lesin ljóð. Flestir sem tóku til máls þarna létu í ljósi óskir um að friður héldist í heim- inum og vinsamleg samskipti milli þjóð- anna. Þegar staðið var upp frá borðum var konr- ið kvöld, svo við urðum að kveðja þetta elskulega fólk. Það fylgdi okkur dansandi út á götu, og þarna fyrir aftan bílinn vorum 43

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.