Melkorka - 01.06.1957, Side 13

Melkorka - 01.06.1957, Side 13
U R EINU I ANNAÐ Eftir Drifu ViÖar Logið í páskaegg l’áskaegg eru afsprengi nútímans. Við sjáum það bezt :i málsháttunum sem settir eru inn í þau til andlegrar Uppbyggingar, eins konar páskaguðspjalli til að fara eft- u um páskana. Ég geymi nokkra málshætti úr páska- eggjum mér til leiðbeiningar. I’egar ég les þá yfir finnst mér ýmist sem þeir hafi ekki getað lifað á vörum þjóð- arinnar með þessu sniði, en ef þeir bera málsháttar- keim eru þeir brenglaðir. Til dæmis er göinlum hús- gang: „Oft njóta hjú góðra gesta“ breytt ofboð lítið og hafður: „Oft njóta vond hjú góðra gcsta". Læt ég les andamun eftir að sjá hvort muni upprunalegra. Einn málshátturinn sem ég hef með höndum beint úr páskaeggi er svona: „l’ar sem kærleikurinn hefur fastar rætur lætur guð rósina spretta." Annar: „Að geta koniið á réttum tíma er gott. Að gcta farið á réttum tíma er betra." Það væri miklu skemmtilegra að seilast lil frænda °kkar, Færeyinga, sem eiga sér svo sérkennilega máls- hætti: „Eingin kennir mein i annans bein“. „Sjaldan verður forvitin fegin". Svo er enn einn: „Eingin sting- ur so annans barn í barm at ekki föturnir hanga út". Ekki get ég stillt mig um að tilfæra enn einn: „Gott cr um heilan fingur að binda". Líka mætti notast við gamhi málshætti, en ef það þyk- *r of fornt eru til ágætir nútíma málshættir, lil dæmis þeir sem kenndir eru Sigurði Jónassyni (birt án leyfis höfundar og eins og þeir eru lil mín komnir): „Þegar hörnin fæðast detta bækurnar á gólfið". Ellegar einn sem oft á við: „Sjaldan skúrar gift kona gólf í einum rykk“. „Þar sem er laglcg vinnukona liggur hús undir skemmdum". Brátt verða orðatiltæki cins og „Einu sinni verður allt fyrst" og „Víða slettir flórkýrin halanum" jafn tor- skilin og góðan daginn og aðrar úreltar málvenjur sem ekki er þörf fyrir og hverfa. í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar á Staðastað et'u hundruð ágætra málshátta en þar cru líka hundruð málshátta sem óþarft ætti að vcra að kalla málshætti, ýmist þýddir cða smíðaðir beiut í safnið eins og máls- hættir nútímans eflaust eru. Oft dettur mér í hug sag- an um „elsku vinina" þegar ég les einhvern sérlcga óhnyttinn „málshátt" úr páskaeggi. Þcir hittust eftir langan aðskilnað og var þá annar þeirra kominn í sæmileg föt svo að hinn rak í rogastans og spurði hvort hann væri farinn að vinna. „Ég vinn á Grand Hótel," svaraði sá fíni. „Til livers geta þeir notað þig þar?“ spurði hinn. „Sjáðu til, ég hræki inn í gamlar ostruskeljar." Yngsta kynslóðin elst upp við merglausar og rang- snúnar málvenjur, en það er óþarft af því að hinar eru til. Að þykja gaman í skólanum Sumarið er bráðum komið. (Búast má við vorinu þegar þetta er skráð). Allt er í undirbúningi, börn sem búa í bæ farin að þrá sveitina og eru þcgar orðin þreytt á innisetum og lærdómi, unglingarnir í þann veg að fara i upplestrarfrí og láta múra sig inni allt vorið við lestur skólabóka. Eg veit um ungt fólk sem þykir vorið leiðinlegasti tími ársins. Sumir sitja og lesa um lóuna á bók og hafa ekki hugmynd unt að hún sé þegar farin að syngja. Sumir eru að lesa um blómin sem koma fyrst á vorin en þeir liafa aldrei litið þatt auguin vegna skólalærdómsins. Síðan gleymist allt sem lesið cr af bók. En þeir sem lesa á bók náttúrunnar gleynta aldrei hvernig er umhorfs þegar tekur að spretta. Það hefur kennari sagt frá telpu sem fluttist úr sveit til Reykjavíkur. Henni fannst svo gantan í skólanum að hún hlakkaði til hverrar kennslustundar. Þessi telpa hafði verið í skóla tvo mánuði á ári hverju í sveitinni, en hún stóð fyllilega á sporði jafnöldrum sínum í bæn- um af því að hún hafði ekki verið slæfð með oflangri skólaveru. Eftir nokkurn brum var hún flutt upp í hærri hekk og síðan enn hærri, þar til hún var kornin langt á tindan jafnöldrum sínunt. Hún var enn vakandi og nænt og fannst allt skemmtilegt. En börntim sem byrja 6 ára gömul og eru allt vorið og niikinn hluta haustsins í skóla fer svo, að þatt fara mcð ólund í skól- ann dag hvern, læra lítið heinta nerna tilneydd og geta varla fylgzt með, rniðar lítið, itlakka bara til frídag- anna. Það er haft eftir Englendingum að hetra sé að hafa börn í skólunum en á götunni. Enda sétt börnin í út- löndum kvalin í skóla allan ársins hring nema nokkrar vikttr á sumrin. Það er ég viss um að hverjum Islend- ing hryllti við því að láta börn og unglinga vera svo lengi í skóla. Það eru til vökulög á togurum og lög um 8 stunda vinnudag, en það eru engin lög sem ná til þcss að leysa börnin úr skólaprísundinni. MELK.ORKA 45

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.