Melkorka - 01.06.1957, Qupperneq 20

Melkorka - 01.06.1957, Qupperneq 20
Er þér lagið að klæðast vel? Til þess þarf umhyggju langtum fremur en fémuni. Það er engin trygging fyrir því að vera vel til fara, að eiga ósköpin öll af fötum, og hinsvegar er hægt að klæðast ágætlega með litlum efnum, sé þess gætt að allt eigi sam- an. Sitt á við hvert aldursskeið og hvert aldursskeið fyrir sig hefur eitthvað fram yfir hin. En til þess að árangurinn verði sem beztur, verður að taka tillit til kostanna svo að þeir njóti sín sem bezt og til gallanna, ef nokkrir eru, að breiða yfir þá og hylja þá ef unnt er. Einfaldi frakkinn. Það má viðhafa ý nis- lega tilbreytni við einfaldan, einlitan frakka, setja á liann nýja og nýja kraga, og jafnvel uppslög. Það má hafa þetta úr skinni, flaueli og jafnvel nælonefnum þeim, sem nú eru komin á markaðinn og líkjast skinnum. Einnig má breyta til með því að hafa fallegan hálsklút eða einfaldan skraut- grip, það fer eftir ýmsum ástæðum hvort betur á við. Kjólar. Sama máli gegnir um einfaldan og kjarnorku- og vetnissprengjur; allar götur síðan fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru sprengdar yfir Hiroshima og Nagasaki hafa menn haft þekkingu á þessum lielztu eigin- leikum þeirra; tæknileg þróun síðan hefur margfaldað ógnirnar af þessum mannkyns- morðtólum og nú sýnist svo, að kjarnorku- vísindamönnum þyki meir en nóg um gá- lausa umgengni forustumanna Jjjóðanna við hættuna. Því brjóta þeir í blað og snúa viðvörunum sínum beint til almennings, særa hann að sýna skilning og framtak í brýnasta vanda- máli tímans og knýja fram bann við tilraun- um með kjarnorku- og vetnissprengjur. einlitan kjól, og raunar er þar miklu auð- veldara um tilbreytni, því að auk Jress sem skipta má um kraga og uppslög svo oft sem vera skal, — livítt pikkí fer ætíð vel — má skipta um liti endalaust, en gæta þess Jró að velja litina í samræmi við litinn á kjólnum. Einnig má hafa litla klúta, skrautgripi, herðasjöl, belti með vösum, eða belti sem bundið er snoturlega um mjaðmirnar. Það er skynsamlegt að hafa tvo aðalliti á kjólum og frökkum, og kaupa svo hatt, skó, Iianzka og tösku í samræmi við Jnað. Dragt er mjög hagkvæmur klæðnaður hér á landi, ekki sízt ef valin er dragt með tveimur pilsum, öðru þröngu til sjaldliafn- ar en hinu víðara til hversdags. En gætið þess vandlega að hafa treyjuna alltaf með pilsinu sem við hann á, en veia aldrei í henni utan yfir sumarkjól. Ef Jdú átt enga sumarkápu, verðurðu annaðhvort að vera yfirhafnarlaus úti, eða að vera í dragt, pilsi og treyju. Forðast skaltu líka að hafa klút bundinn eftir rússneskum sið, um Jrað verð- um við sjálfsagt sammála. Ef þú setur á þig klút, bindurðu hann snoturlega, og þú hef- ur hann alltaf hreinan og nýstrokinn. Og enn eitt, hafðu alltaf lága hæla við buxur, því háir hælar eru fáránlegir. 52 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.