Melkorka - 01.06.1959, Side 5

Melkorka - 01.06.1959, Side 5
' \ ARNFRÍÐUR JÓNATANSDÓTTIR: Varir í silkipúpu skór valtaður hugur værð gljáðir skór græðgi vega táðir orð fyrir odda dregin v__________________________________/ heldur samkvæmt skýrslu heilbrigðismála- nefndar bandaríska landvarnarráðuneytis- ins. Hvað hafa þeir starfað landinu til góðs og fólki þess til friðar og farsældar? Þeir æfa sig að skjóta á óvininn. En það verður enginn óvinur fyrir, heldur 1000 ára gamall mosi og skófir. Mosinn brennur á Reykjanesi, stór brunasár skulu verða til langvarandi minningar um gagnslausa setu bandaríkjahers á íslandi. Fjall eitt stóð á Reykjanesi. Nú er það horfið, stein fyrir stein hefur bandaríkjaher mokað niður fjallið og byggt úr víghreiður. Sjómenn okkar hafa ætíð farið eftir mið- um þegar þeir róa. Nú er eitt mið Sunn- lendinga í þann veg að liverfa, Geirfugla- sker, það er búið að fleygja í það sprengj- um í gamni. Mikið féll í baráttunni gegn kommúnismanum. Þessi spjöll og miklu fleiri eru á landinu eftir 10 ára ráðstafanir A-bandalagsins hér. Hvað verður eftir 15 ár? Hvað verður eftir 20 ár? Hvaða fjall moka jreir niður næst? Hvaða drang í sjón- um finna Jreir sér, þegar þessi er horfinn? Hvaða mosa skjóta Jreir á? Við lieyrum orð þeirra Morgunblaðsmanna eins og ljótan söng: stærri flota, rneiri hervarnir, ekkert kák. Ef við hefðum fengið að koma í útvarpið með okkar málefni eins og hernámssinnar með málefni útlendinganna, væri minni vandi að fá þjóðina til að sjá eðli banda- lagsins. En Atlantshafsbandalagið hefur séð fyrir því að útvarpið er ekki frjálst. Allt sem sagt er Jiar verður að koma Atlants- hafsbandalaginu að gagni. Málstaður ís- lands fær þar bókstaflega ekki inni. Útvarp- ið liefur líka mikið að fela, Jiað Jrarf að fela svik ráðamanna sinna við íslenzka Jrjóð. Það gengur hvað eftir annað á Idutleysis- yfirlýsingar sínar á hinn svívirðilegasta hátt. Ráðamenn A-bandalagsins fá þar að koma með sína rússagrýlu í hvert sinn sem þeim þóknast. Þar er ströng ritskoðun og hún er ekki hlutlaus. Hvaða mál eru ]>að ]>á sem A-bandalags- menn hafa til síns ágætis, sem svo mjög laða menn að Jieim? Það eru peningarnir. Hernámsliðið er Jiað fólkið sem lifir á dollurunum, sníkju- dýr á sjálfstæði íslendinga. Þetta fólk kem- ur ekki landinu að gagni á nokknrn hátt, hvorki fólkið né peningar þess, nema síður sé. Það má merkilegt teljast hversu lítið verður úr hernámspeningunum. Þeir fara nefnilega til annars en þarfa, þeir fara í siglingar hernámsliðsins, luisakaup þeirra f útlöndum. A-bandalagið kostar allt óhóf sinna manna og Jreir vita Iivað þeir gera ]>egar Jreir kaupa upp heila Jijóð. Það er auðvelt að deila við hemámsfólk og koma því í rökjrrot, en þú kemur aftur og aftur að því, |>ar sem ]>að rökstyður skoðun sína á dvöl hersins á Jrví að við megum ekki lækka lífsskilyrðin. Við skulum ekki gleyma Jíví að tilvera vinstri stjórnarinnar sannaði Melkorka 37

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.