Melkorka - 01.06.1959, Page 8
báru þau alla æfi djúp ör eftir uppvaxtar-
árin. Bæði voru þau prýðilega hagmælt, þó
nokkuð væru þau ólík að öðru og var Ingi-
björg veiklyndari en Bjarni. Hún er fædd
í Katadal 9. apríl 1816 og ólst þar upp.
Vitnisburður hennar við húsvitjun er hún
var 12 ára er þannig: Skrifandi, kann vel,
les sæmilega. Er þetta góður vitnisburður
því á þeim tíma var óvanalegt að bænda-
dætur lærðu að lesa. Var hún raunakona
mikil.
Þau systkin liöfðu tekið svo nærri sér ör-
lög Friðriks bróður þeirra að þau töluðu
aldrei um þau. Bjarni hafði sagt einhverju
sinni við vin sinn er þeir voru við skál að
um Friðrik mætti hann ekki tala, því þá
klökknaði hann, en klökkvi hentaði ekki
þessum heimi. Friðriks nafn hefur haldist í
ættinni."
Það mætti ætla að ekki spyrðist mikið til
Ingibjargar eftir að hún á gamalsaldri
kvaddi land sitt og hélt til vesturheims, en
svo undarlega vill til að þaðan höfum við
einna gleggsta lýsingu á henni. S. T. Ólafs-
son, Akra N.-Dakota, sem kvæntur var
Önnu, dóttur Samsonar Bjarnasonar 'frá
Katadal, segir svo um Ingibjörgu í bréfi til
kunningja síns á íslandi:
„Ingibjörg Sigurðardóttir kom til Ame-
ríku á árunum milli 1880 og 1890. Með
lienni kom Soffía dóttir hennar. Soffía gift-
ist innlendum manni og bjuggu þau í Ham-
ilton í N.-Dakota. Fyrir nokkrum árum
fluttu þau bæði þaðan og hefur ekki spurst
til þeirra, og er Soffía víst dáin. En Ingi-
björg flutti til Elinborgar Bjarnadóttur
frænku sinnar og andaðist hjá henni.
Tæp míla var á milli heimila þeirra syst-
kina Elinborgar og Santsonar, og var Anna
kona mín tíður gestur hjá þeim frænkum
á æskuárum sínum. Var hún í mestu met-
urn hjá Ingibjörgu frænku sinni og orti
Ingibjörg margar vísur um Önnu. Ingi-
björg var skarpgáfuð og vel skáldmælt, en
undarleg í geði og auðsætt að lífið hafði
leikið liana hart. Undi hún sér best í ein-
veru og vildi sjaldan vera á vegurn ann-
ara.“
Öllum ber hann þeim frændsystkinum
mjög vel sögu. Stunduðu þau lækningar og
hjúkrun og tóku mikinn þátt í félagslíl’i
vestra. I Sögu íslendinga í N.-Dakota eftir
Þórstínu Jackson, er þeirra allra að góðu
getið.
Nýlega heyrði ég þá munnmælasögu af
Vatnsnesi að þegar Friðrik var í haldi og
beið dóms, hafi Ingibjörg ort til hans ljóða-
bréf og sent honum í fangelsið. En ekki var
honum leyft að veita bréfinu viðtöku, held-
ur var það tekið til handargagns af þeim
sem gættu hans og endursent til Ingibjarg-
ar, og muni liafa ráðið því prestur sá er var
sálusorgari hans. Hali þá Ingibjörg tekið
bréfið og brennt það strax og enginn fengið
að sjá það. Trúlega hefði fleirum en þessu
14 ára skáldi þótt þetta lítil uppörvun til
skáldskapar.
LJÓÐABRÉF
til Þuríðar Eyjólfsdóttur, Garðhúsum Reykjavik
Görðúm 4. dag október 1875.
Fölna gleðinnar beztu blóm
bráðttm ælinnar hallar degi
líður í gleyrasku líð og tóm
timanna slakar 1 ífs á vegi.
Æskan fögur ei þekkir þrátt
það sem orsakar rauna byrði
og gjörir sér lífið létt og kátt
líkt og ei neiLt ttm annað hirði.
Hvað er nú til að stytta stund
og stilla þungar gcðshræringar?
Hvað er nú til að lífga lund
og lina margt sem brjóstið þvingar?
Fátt er að skrifa er skemmta iná
og skerpir fjör um þanka ranninn.
Skal ég ei voga vina þá
að vekja máls og byrja þanninn:
lig óska drottinn annist jrig
elskulega tryggða vina
og borgi fyrir mína og mig,
mótgangs tímana gjöri að lina.
40
MELKORKA