Melkorka - 01.06.1959, Page 9

Melkorka - 01.06.1959, Page 9
Þú sýnist glöð, en sveipar þó í sorgar húning innra manninn. Gefi þér hjartans gleði og ró guð allra faðir, bezti svanninn. undir voldugri stöndum sljórn, er stýrir öllu bezt í haginn, brúkum auðmjúka bænar fórn, blíðkum vorn herra sérhvern daginn Tíðum þig prýðir tryggð og dyggð, tignarleg sálin þú sem geymir burtrýmir hjartans böli og hryggð, bágstöddum heldur aldrei gleymir. Guð hefur valið ]»ar til þig þínum náunga lið að veita, þú skilnr ekki eftir mig, ei kanntu þínu sinni að breyta. Þú stendnr jafnan stríði í, stórt er að vinna, dýr er sigur. Ollum þú sýnir hótin hlý hryggðar þá brjóstið særir vigur. Drottinn blessi þitt áform allt og þér margfaldi lnauð í hendi, hann þó að sýni heitt og kalt hann sem faðir í miskunn bendi. Heilsaðu frá mér hreint og bcint henni Guðbjörgu dóttur þinni, ég óska hún fái Ijóst og leynt lögun á allri mæðu sinni. Ég veit hún hefur mikið misst, rnikill er hann, sem bætt það getur og lætur fögru refla rist renna upp sumar eftir vetur. Hann þckkir hjartans þungu sár þegar ástvina slitna böndin og sinna barna telur tár, temprar hirting og slíðrar vöndinn, sendir huggun í sorg og neýð, sálar og lífs hann minnkar pínu, meðaumkun sýnir lífs á leið og líknar margreyndu barni sínu. Uágt er að hrinda samt af sér sorganna byrði að öllu leyti þegar að brjóstið hitta hér hrygðanna mörg og bitur skeyti. Þau slíta og þvinga mund frá mund og minna á fögru vina hótin, og hjartað stinga und við und, ein er á himnum rauna bótin. Skaparans ei við skiljum ráð, skortir hugmynd um það að smíða. En þetta vitum vel í bráð: Við megum til að þreyja og líða, Vertn bfessuð um lög og láð, lukkan þig hressi alla daga. Sjálfur drottinn af sinni náð sendi Jrér alft sem bezt má haga, líka öllum sem unnir Jrú, ætíð þér fái stundir glaðar. Forfáttu blessuð, blíð og trú bögu myndirnar svo kallaðar. Ingibjörg SigurÖardóttir. Þökk sé heiðurskonunni Þuríði í Garð- húsum fyrir þaðhve vel hún hefur varðveitt sendibréf sín, því sjaldan munu sendendur sjálfir hafa geymt afrit af þeim. Þetta er ekki það eina sem geynrzt Irefur af bréfum hennar. Það er lrelzt að sjá sem lrópur skálda hafi átt athvarf og skjól hjá henni, því þau keppast við að yrkja til lrennar og tjá henni þakklæti sitt og aðdáun, og Símon Dalaskáld fékk lrún til þess að lofa sér því, að yrkja ekki framar Ijótt. Einn af ljóðavin- unr heirnar er Sigurður Bjarnason, bróður- sonur Ingibjargar, og munu fyrstu útgáfur ljóða lrans vera kostaðar af manni Þuríðar, Bjarna Oddssyni hafnsögumanni. Ekki hef ég fundið fleiri bréf til Irennar frá Ingibjörgu, en vel má vera að þau leyn- ist einlrvers staðar, og ekki hef ég fundið þetta bréf í frumriti, heldur aðeins eitt afrit af því í fornfálegri kompu ásamt öðrunr ljóðabrélum og ýmsu fleira. En bréfið virð- ist vera heilt og óbjagað. Þetta ágæta kvæði tekur af allan vafa um það að Ingibjörg hefur verið mjög gott skáld og sannar það sem ráða nrátti af vís- unni í upphafi þessa máls. Varla munu aðr- ar konur hafa ort betur en hún á 19. öld- inni, nema ef vera skyldi Guðný í Klömbr- unr. Ingibjörg á ekki langt að sækja skáld- gáfuna, Sigurður faðir lrennar var prýðilega skáldmæltur og Sigurðurbróðursonurhenn- ar þótti eittlrvert efnilegasta skáld sinnar Framh. á bls. 52 melkorka 41

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.