Melkorka - 01.06.1959, Síða 10

Melkorka - 01.06.1959, Síða 10
Stefnan eða stefnuleysið í almannatryggingamálum og neyðarkjör bótaþega Eftir Ragnheiði Möller Þróun almannatrygginga liefur orðið mjög á annan veg, en upphaflega var ætlað liér á landi. í staðinn fyrir framfarir hefur í heild orðið mikil afturför. Á síðastliðnum 10 árum hefur verðbólgan aukizt samkvæmt opinberum skýrslum að jafnaði um 10% á ári, og þó full vísitöluuppbót liafi komið á elli- og örorkubætur eða lífeyrisbætur, þá er það viðurkennt, að vegna úreltrar vísitölu liafi það ekki nærri því getað bætt verð- bólguna. Þessi skaðlega þróun hefur því eðlilega skapað öryggisleysi og stórlega skert kaupmátt launa og bóta og þá ekki hvað sízt komið niður á þeim, sem lakast voru settir í þjóðfélaginu, svo sem gamalmenn- um sem lokið höfðu oft mjög erfiðum starfs- degi og slitið sér út, öryrkjum, sem án alls saka Iiafa af sjúkdómi eða slysum misst starfsorku sína, og börnum einstæðra mæðra í of lágu meðlagi. Atvinnustofnun ríkisins sem lögin í upphafi gerðu ráð fyrir að komið yrði á fót, svo að hægt væri að tryggja grundvöllinn að félagslegu öryggi, Iiefur ekki enn komizt upp. í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins var dregið úr og jafnvel felldar niður ýmsar greinar trygginga, svo sem fæðingar- styrkur, sem konur nutu í sambandi við vinnumissi í almennu atvinnulífi út af barnsburði og hafa verkalýðssamtökin ekki tekið þetta mál þeim tökum, sem þörf væri á. Hins vegar hafa lög um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna tryggt konum sem starfa lijá ríki eða þæ, sex vikna orlof fyrir og eftir fæðingu með fullum launum. Helztu breytingar til bóta, sem gerðar hafa verið á lögunum, liafa komið fram í samn- ingum milli verkalýðssamtakanna og ríkis- valdsins og á þann hátt verið tryggð fram- ganga. Nú síðast 3. jan. 1959 var undirritað- ur samningur milli Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna og sjómannasamtak- anna innan Alþýðusambands íslands um fiskverð o. fl. og stendur í annarri grein hans: „Aðilar eru sammála um að beita sér fyrir því við ríkisstjórn og Alþingi, að breyt- ing verði samþykkt á yfirstandandi Alþingi á tryggingarlöggjöfinni til hækkunar slysa- bóta sjómannatryggingarinnar um 100% o. s. frv.“ í lok apríl var samþykkt á Alþingi frum- varp til breytingar á 39 gr. Almannatrygg- ingalaganna á þann hátt, sem tiltekið var í fyrrnefndum samningi. Síðan Iiafa sömu aðilar gert með sér nýjan samning, sem tryggir sjómönnum 100% hækkun að auki, og liafa þá samtök sjómanna fengið 200% hækkun á dánarbótum, og er það skiljan- lega mikil úrbót frá því sem var. Félagsmálahreyfing kvenna hefur alltaf látið sig miklu skipta þróun almannatrygg- ingalaganna, og liafa tillögur þeirra verið birtar í „19. júní“, „Melkorku" og „Hús- freyjunni”. Þessum samtökum hefur þá stöku sinnum tekizt að koma fram breyting- nm til bóta, svo sem þegar þau afstýrðu því að meðlagsmilligöngu Trygginganna yrði hætt og átti Mæðrafélagið þar sinn mikils- verða þátt með bréfi sínu til allra þing- manna, þar sem leidd voru óyggjandi rök fyrir nauðsyn þessarar milligöngu. Það kom í l jós að við eignuðumst ágæta talsmenn úr 42 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.