Melkorka - 01.06.1959, Qupperneq 13

Melkorka - 01.06.1959, Qupperneq 13
Island 27,3% af launum verkamanna Danmörk 45,4% — — — Svíþjóð 46,7% - Eftir 10% ráðgerða hækkun samkvæmt frumvarpinu yrði hlutfallstala íslands 42,8% með tilliti til hjónalífeyris. Ýmislegt er hér ekki tekið með í saman- burðinum, svo sem miklu hagstæðari húsa- leigukjör annars staðar á Norðurlöndum. Húsaleiga greidd niður af því opinbera fyr- ir barnafólk, gamalt fólk og öryrkja, og vísi að almennri skipulagningu á vinnu fyrir ör- yrkja eftir hæfi, í Svíþjóð og líklega upp- undir það 8 sinnum meiri kaupmáttur krónunnar og 5 sinnum meiri í Danmörku. Ef litið er á samanburð barnalífeyris hér á landi og í Danmörku og Svíþjóð, erum við að því er virðist nokkuð vel sett hér á landi í því efni. Á íslandi er barnalífeyrir sem sé 8,7% af daglaunum verkamanns, Danmörk 7,5% og Svíþjóð 5,1 %. Þegar 20% hækkun frumvarpsins er orð- in að lögum er hlutfallstala íslands 11,9%. Tölurnar tala sínu máli, en þær nægja samt ekki til að gera hlut einstæðra mæðra og barna á íslandi góðan. I sambandi við nefnt frumvarp skrifaði stjórn Mtdðrafélagsins Friðjóni Skarphéð- inssyni, félagsmálaráðherra og félags- og heilbrigðismálanefnd Alþingis bréf í apríl 1959. Þar segir m. a.: „Barnalífeyrir er nú samkvæmt núgild- andi vísitölu kr. 425.41 á mánuði á fyrsta verðlagssvæði, á öðru verðlagssvæði 319,05 kr. á mánuði. Dvalarkostnaður á dagheimili frá kl. 9 til kl. 6 fyrir börn innan tveggja ára er nú samkvæmt upplýsingum „Barna- vinafélagsins Sumargjafar“ kr. 365.00 og fyrir börn frá tveggja ára til sex ára kr. 445.00, en á vöggustofum og öðrum dvalar- heimilum fyrir börn er forráðamönnum barnanna gert að greiða kr. 40.00 á dag eða 1200.00 kr. á mánttði. Einstæðar mæður með ung börn á fram- færi hafa mjög erfiðar aðstæður, þar sem þær eiga að vera allt í senn, framfærandi, fyrirvinna og uppalandi. Almennt kvenna- kaup er ekki nema tæplega 2/s af launum karla, og sé nú til þess ætlazt, að föðurtneð- lag sé helmingur á rnóti meðlagi móður, þá er það ljóst að mikið vantar upp á í raun- inni að svo sé, samanber ef barnið dvelur t. d. á vöggustofu eða dvalarheimili, auk daggjaldsins kemur jtað oftast í hlut móður að sjá barninu fyrir fatnaði.“ Nú væri náttúrlega þörf á að kvennasam- tökin tækju einmitt meðlagsupphæðina til rækilegrar endurskoðunar og umræðu svo að hægt væri að komast að sómasamlegri niðurstöðu með það í huga, að tryggja að minnsta kosti lágmarkslífskjör barna. Bilið rnilli félagsmálahreyfingar og stjórnmála virðist vera iskyggilega langt. Það vekur t.d. athygli, að þegar komið er í hreint öng- ]>veiti með ýmsar bætur trygginganna, þá skuli aðgerð til úrbóta frestað til 1960, þó nefndin sem samdi frumvarpið gerði ráð fyrir Jaessu, gat Alþingi breytt því, og að Jaað skyldi ekki gera það, vekur undrun og gremju. Svíþjóð. Samkvæmt skýrslum frá Samcinuðu þjóðunum er lægst hundraðstala fæðinga í Svíþjóð, þ. e. þeirra 70 landa, sem skýrslurnar ná yfir. Er talan nú komin nið- ur í 14.2%r. Segir að þetta sé takmörkun barneigna af yfirlögðu ráði. Til samanburðar má geta þess að í Bandarikjum Norður-Ameríku, þar sem velmegun er lfka talin mikil, er hundraðstala fæðinga komin upp í 25%e, og eru Bandaríkin þá orðin hæst eða í tölu þeirra hæstu. Venjulega er fæðingatalan hæst í þeim lönd- um, þar sem skortur og eymd ríkir. Svo er t. d. um sum lönd í Asíu og Suður-Amerfku, þar sem meir en helmingur þjóðarinnar er börn undir 15 ára aldri og það fólk sem á að sjá fyrir þeim hefur mjög takmark- aða möguleika að valda því hlutverki. Ungharnadauð- inn er ægilegur í þessum löndum enda hungur eða a. m. k. næringarskortur algengasta ástandið. í Gaulaborg hefur verið stofnaður félagsskapur með nafninu NIKE og er honum ætlað að aðstoða fráskild- ar og einstæðar konur. Hafa deildir verið stofnaðar í ýmsum sænskum borgum. MELKORKA 45

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.