Melkorka - 01.06.1959, Síða 15
,,Hvað er að brjótast inn í banka
móts við að stofna banka?“
Túskildingsópera Bertolts Brechts er nú loksins kom-
in á svið í Reykjavík. Var ekki vonum fyrr að við fengj-
um að sjá verk eftir þennan mikla listamann leikhúss-
ins. Þrátt fyrir hinar afleitu aðstæður í Iðnó vegna of-
lítils sviðsrýmis tekst vonum betur að leysa hið erfiða
verkefni, og tal og tónar (ekki má gleyma tónlist Kurts
Weills) flytja manni hroll og sætleik þessa fræga skálcl-
verks, áhrif sem lengi endast. Hér er eymdin jafngóð
verzlunarvara sem livað annað, siðgæði hins horgara-
lega þjóðfélags er endurspeglað í athöfnum þjófsins,
stigamannsins, melludólgsins, pútnahússeigandans,
morðingjans. Vissulega er áhorfandinn sammála skáld-
inu, að þjófnaður, löghelgaður eða ekki löghelgaðltr, er
og verður þjófnaður. Hlífðarlaust er okkur sýnt auð-
valdsþjóðfélagið sem sumir vilja halda lífinti í til eilífð-
ar, en Brecht taldi ekki samboðið mönnum.
Ekkert getur svo áhrifaríkt sem leikhús þegar vel
tekst. Að sýningu lokinni stendur áhorfandinn upp
þakklátur þessu góða Leikfélagsfólki. sem ekkert lætur
sér fyrir brjósti brenna. N. Ó.
haganlega, að ekki þarf að taka þau fram,
heldur koina þau franr sjálfkrafa, hvert ljóð-
ið fyrir sig í |rað skipti senr við á, sértu t. d.
sorgandi, þá kenrur sorgarljóð til að gera
þig enn hryggari en lækna þig jafnframt af
sorginni, finnist þér þú vera til þess kjörinn
að vinna lreiminn, kemur hin ramelfdasta
af drápum og eflir þér þor, trúarljóð koma
eins og kölluð ofan í sálarinnar eymdavæl,
iðrunarsálmar ofan í iðrun, og svo mætti
lengi telja.
Hátíðarsalurinn var þéttsetinn, og fólkið
hló oft, og setti ég á mig að hverju það hló.
Það voru í þessu máli ýmsar dýrindis lilát-
urperlur, sem enginn hló að, og þá þorði
þessi hugleysingi ekki heldnr að hlæja, svo
þessir dýrgripir skondruðu lijá þvílíkt sem
ósénir. Undir lestri bráðskringilegra trúar-
ljóða frá þessum trúaröldum sem orðnar
eru að fullkomnu viðundri, sátu allir sem
dæmdir, og datt ekki af neinum né draup,
og var ég að hugsa hvort fólkið væri farið
að biðjast fyrir með skáldinu (því sem ort
hafði, ekki því sem var að lesa). En svo þeg-
ar hlegið var þá fór mér stundum eins og
karlinum sem hló og allir lilógu, en ekki
vissi að hverju hlóað var.
Nú vil ég spyrja hvort ekki mundu
frænd- og bræðraþjóðir vorar á hinum
Norðurlöndunum þykjast þess sælar el þær
ættu slíkan kveðskap sem þennan frá þess-
um öldum (17. og 18.), og hvort ekki rnundi
þrengjast á stöllunum og hillunum þar sem
eirmyndir al höfuðskáldum þeirra sitja (é'i
á nú einkum við Dani), ef hver sem ekki
orti lakar en þessir (og höfuðskáldin) væri
settur þar upp í eir.
Matthias mynt: Árni Tryggx’ason. Macky hnifur: Jón
Sigurbjörnsson. Polly: Sigriður Hagalin. Mxndin tekin
á æfingu.
MKLKORKA
47