Melkorka - 01.06.1959, Page 18
ÁSA OTTESEN OG DRÍFA VIÐAR:
Barnabækur í Sovjetríkjunum
i'iðtal við Agnia Itartn, rithöfund
„Ef ég ætti töfrastaf myndiég galdra frið.“
Hvergi myndi barn segja þetta nema í Sov-
jetríkjunum. Þegar við heyrum þessa setn-
ingu skiljum við hversu mjög þetta fólk
þráir frið. Speglar ekki tal barnanna viðhorf
fullorðna fólksins?
Þessa litlu sögu segir okkur rithöfundur-
inn Agnia Barto. Og margar fleiri sögur af
börnum í Sovjetríkjunum. Önnur saga er
svona: Eg vildi eiga mér töfrastaf og töfra-
skó. Með stafnum myndi ég leita gulls og
silfurs og gefa það ríkinu. Svo myndi ég
fara á íþróttavöllinn á skónum og komast
framúr öllum.
Barto bætir við: fullorðnu fólki dugar
því miður ekki töfrastafshugmyndin í frið-
arstarfinu heldur óhemju vinna.
Agnia Barto skrifar fyrir börn. Þar í
landi hafa rithöfundarnir samstarf við börn-
in. Þann 21. marz ár hvert hefst bókavika
barnanna. Við spyrjum um aðdraganda
hennar.
Maxim Gorki átti fyrstur hugmyndina
að henni, segir hún. Hann gekk fyrsta skref-
ið og lét boð út ganga þar sem hann spurði
börnin í ávarpi sem birtist í öllum dag-
blöðum hvað þau helzt vildu lesa. Þetta á-
varp kom börnunum af stað svo um mun-
aði. Honum barst bréfaflóð, jiar sem börn-
in sögðu frá sjálfum sér og hvað þau helzt
vildu lesa. Haiin lét börnin hitta sig á
bókadegi í Moskvu. Þar talaði hann við
þau.
Ég var viðstödd fyrsta bókadaginn sem
Gorkí ávarpaði börnin, segir Barto. Það var
æfintýri að hlusta á hann tala við þau.
Hann talaði við þau eins og fullorðnar
manneskjur og þau við hann.
Hvað vildu svo börnin helzt lesa?
Þau sögðu að allt væri skemmtilegt. Þau
vildu fá bækur um hetjur Sovjetríkjanna
og um fólkið sem Jiau helzt vildu líkjast.
Þau báðu um æfintýri. Þau vildu líka lesa
vísindaskáldsögur, skemmtikvæði og smá-
sögur. Þetta skref sem Gorkí sté var alveg
ný aðferð til jiess að skyggnast inn í hugar-
fylgsni unga lesandans og skilja hvers hann
þurfti með. Nú er þessi bókadagur orðinn
heil vika.
Uppfrá þessu hafa börnin haldið áfram
að segja hug sinn allan, j^au skrifa útgef-
endum og blöðum og segja frá joví hvað þau
helzt vilji.
Voru ekki fleiri skáld viðstödd til þess að
ræða við börnin þennan fyrsta bókadag?
Öll skáld í Moskvu voru boðuð til j:>ess
að tala við lesendurna, segir Barto. Ekkert
þeirra kom nema Maiakovskí. Ég var svo
heppin að hitta hann þar og kynnast hon-
um. Hann las ljóðin sín upp í lystigarði.
Hann var dálítið órólegur, hvað ætti hann
að lesa upp fyrir þessi börn? Mundu þau
skilja?
En þau skildu hann og viðurkenndu frá
því hann mælti fyrsta orðið. Hann hafði
h'ka voldugan persónuleika og framsögn.
Hann vann hjarta joeirra. Þegar hann var
búinn að lesa upp, kom hann til okkar
ungu skáldanna, uppnæmur og innblásinn
og sagði við mig og vini mína: Þetta er eina
fólkið sem maður á að tala við.
Áttu jiessi kynni við Gorkí og Maia-
kovskí nokkurn þátt í því að þér gerðust
barnabókarhöfundur?
Já, ég var mjög ung þá og hafði hugsað
mér að gefa mig að þyngri bókmenntum.
50
MELKORKA