Melkorka - 01.06.1959, Side 25
að ríkja samkvæmt landslögum, og þeirra
almennu kjarasamninga, sem í gildi ern um
kaujD kvenna í ýmsum starfsgreinum. Enn
fremur skal nefndin gera tillögur um ráð-
stafanir til að tryggja fullkomið launajafn-
rétti. Nefndin geri ríkisstjórninni grein fyr-
ir störfum sínum og sjái liún um birtingu á
;i 1 i tsgerðum nefndarinnar.
Við gerum okkur vonir um, að nefndin
birti niðurstöður sínar og tillögur, áður en
langir tímar líða, en sitjum fyrir alla muni
ekki sjálfar með hendur í skauti meðan
nefndin vinnur. Framgangur launajafnrétt-
is er eftir sem áður háður baráttu okkar
sjálfra. Okkur ber að reka á eftir, ef málin
ganga seint á opinberum vettvangi, okkur
ber að tryggja svikalausa framkvæmd þeirra
ráðstafana, sent löggjafinn kann að sam-
þykkja að gerðar verði, og umfram allt ber
okkur að halda fast fram jafnréttiskröfunni
við allar samningagerðir.
UTAN ÚR HEIMI
Við fæðingu eigi barnið tryggt ríkisfang.
1 marz s. 1. var haldinn fundur í Genf með þátttöku
30 landa. Var hann á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Lágu 3 tillögur fyrir fundinum og miðuðu alfar að því
að tryggja, að enginn geti í framtíðinni misst ríkis-
borgararétt sinn án Jress að eiga hann tryggðan annars
staðar. Börn, sem faðast við þær aðstæður að eiga
hvergi ríkisfang, eru mikið vandamál að Jresstt leyti.
Yildti dönsku fulltrúarnir að slík börn fengju sama
ríkisfang og foreldrarnir, en nefnd sem skipuð var af
Sameinuðu þjóðunum 1954, lagði til að slík börn yrðtt
talin þegnar Jress lands sem þau fæðast í. Allar tillög-
tirnar gerðu ráð fyrir sérstakri stofnun á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, sem kæmi fram fyrir hönd Jressa
fólks gagnvart ríkisstjórnum landanna.
Somaliland.
Barnaskólar eru aðeins í borgunum og stærstu ]>orp-
um. Mikill meiri hluti barna á skólaskyldualdri geng-
ur Jrví ckki í skóla; gagnfræðaskólar eru aðeins í
Mogadiscio, höfuðborginni. Þar sem fræðsla er grund-
völltir hins sanna lýðraðis, álcit nefndin (sjá síðar) að
MELKORKA
kemur út þrisvar á ári.
Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 30 krónur,
í lausasölu kostar hvert hefti 15 krónur.
Gjalddagi er 1. marz ár hvert.
Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu
til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur
annast Þóra Vigfúsdóttir, Inngholtsstræti 27,
Reykjavík, sími 15199.
Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í
Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21.
Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins
eru enn fáanleg.
ÚTSÖLUMENN MELKORKU
Arnþrúður Björnsd., Heiðarv. 53, Vestm.eyjum.
Auður Herlufsen, Hafnarstræti 11, Isafirði.
Ester Karvelsdóttir, Ytri-Njarðvík.
Gerður Sæmundsdóttir, Vinaminni, Olafsvík.
Guðrún Albertsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði.
Guðrún Guðvarðard., Helgamagrastr. 6, Akureyri.
Gunnar Olafsson, skólastjóri, Norðfirði.
Rnt Guðmundsdóttir, Sunnubraut 22, Akranesi.
Pála Astvaldsdóttir, Freyjugötu 10, Sauðárkróki.
Ragnhildur Halldórsdóttir, Höfn í Hornafirði.
Sigríður Arnórsdóttir, Uppsölum, Húsavík.
Sigríður Gísladóttir, Borg, Mýrum, Borgarfirði.
Sigríður Líndal, Steinholti, Dalvík.
Sigríður Sæland, Hverfisgötu 22, Hafnarfirði.
Sigurður Arnason, verkstjóri, Hveragerði.
Unnur Þorsteinsd., Vatnsdalshólum, Mýrdal.
Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi.
Þórdís Einarsdóttir, Lindarbrekku, Eskifirði.
A ofangreindum stöðum geta konur gerzt
áskrifendur að Melkorku.
PRF.NTSMIÐJAN ItÓLAR H*F
------------------------------------------------/
stofna bæri gagnfræðaskóla á nokkrum helztu stöðum í
landinu svo fljótl sem unnt væri.
Somaliland er gott dæmi um það hvernig vestræn
ríki rakja skyldur sínar í þeim löndum Afríku og Asíu,
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa falið þeim.
(Nefnd á vegurn Sameinuðu þjóðanna gerði ofangr.
athugasemdir).
Kolumbia.
Þar fengu konur í fyrsta sinni að neyta kosninga-
réttar í desember 1958.
MELKORKA
57