Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 9
Hér segir lítilsháttar frá Keflavíkurgöngunni undirbúningi hennar og niðurstöðu Eftir Drífu T iðar „Við skulum ganga.“ Það var Einar Bragi sem varpaði þessu fram. Ég skrapp fram í eldhús. Þegar ég kom inn aftur ríkti fögnuður í stofunni, svo við lá að l'ólk stæði uppi á stólum. Síðan reis skapið alla tíð þegar gangan var rædd. Það tók marga mánuði að ræða liana og ráðgast um hana áður komið væri í mark. Slík ganga frá Keflavík til Reykjavíkur, 50 kílómetra leið með ójöfnu liði, hafði aldrei verið reynd áður. Það var vitanlega mikið um úrtölur. Veturinn leið og vorið kom. Vonir tóku að grænka, skyldum við nokk- urntíma ganga af stað? Um stundarsakir Jrennan milda vetur 1959—60 leit svo út sem stórveldin ætluðu að sættast og byggja okkur friðsamlegri heim. Ekki voru Jró horfur á því að Banda- ríkin ætluðu með her sinn, flota og lier- bækistöðvar burt frá íslandi. Það var engu líkara en við hefðum gleymzt liér norður- frá. Það var engu líkara en við hefðum gleynrt sjálfum okkur hér á norðurhjara heints, sem við höfðum óvart byggt ból okk- ar á útskaga hins byggilega heims. Við vorunt í rauninni löngu búin að sigra í baráttunni við bandaríkjaher, það var búið að reka hann af höndunt okkar ár- ið 1956. En við ltöfðum tapað aftur ölltt því sent unnizt hafði. Því ríkti meira von- leysi en áður hafði þekkzt. Hvað var þá hægt að gera? íslendingar voru yess-menn ameríkana. Vissu þeir bet- ur en við hefðum lognazt útaf og týnt nið- ur sjálfstæðiskennd okkar fyrir fullt og allt. „Við skulum ganga.“ Hugmyndin lét okkur ekki í friði. Flestum fannst væntanleg Keflavíkur- ganga of löng Jtegar Jteir voru aðspurðir unt Jtátttöku. Helztu úrtölur voru Jtær að á öld bílanna og flugvélanna kynni enginn leng- ur að hreyfa sig. Óttinn við aðhlátur ef gangan misheppnaðist var eflaust nokkur. Sérílagi voru Jtað göngugarpar og ferða- menn sem töldu hana of erfiða. Einn af 10 sem hvatti til Jtess að í hana yrði ráðizt, enda Jrótt sá hinn santi treysti sér ekki alla leið, lagði þyngra lóð á meta- skálarnar en allir Jteir sem töldu úr. Nú stendur Jtað skýrum stöfum þegar litið er yfir undirbúning göngunnar að hún var margra verk og einkum Jteirra sem fannst sjálfsagt að hún yrði farin. Við hittumst oft dauf í dálkinn Jtennan milda vetur. Við hættum oft við. En hug- myndin lét okkur ekki í friði. Við veltum fyrir okkur því sem var að gerast úti í heimi, mótmælagöngu Englendinga sem varð stórkostleg sigurganga. Við sögðuni með sjálfum okkur að yrði okkar ganga fá- liðuð núna, yrði hún fjölmenn næst og afar- fjölmenn Jtarnæst. Við hlustuðum agndofa á fréttir frá Suður-Kóreu, þar sem fólkið svalt en einstaka auðkýfingar lifðu á amerísku gjafafé. Við fylltumst ógeði Jtegar við heyrð- um líkar fréttir frá enn einu Natóríki, Tyrklandi. En fólkið í Jtessum löndum virt- ist vera farið að þekkja sinn vitjunartíma. Allir virtust vera að ranka við sér nema við. sent höfðum gleymt sjálfum okkur, 1000 ára gömul friðarjtjóð í þann veginn að renna MKLKORKA 49

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.