Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 22
hreyfingar gegn hinum ranglátu lagaboðum. Fyrir ná- lega 6 mánuðum voru um 8000 manns fangelsaðir vegna mótþróa við kynþáttalögin. Mestmegnis voru það blökkumenn, nokkrir Indverjar og fáeinir Evrópumenn. Stjórnin hefur goldið í sömu mynt með því að setja tvenn ný lög —annarsvegar um almennt öiyggi og hins- vegar viðbótarlög í sakamálum. Liggja þungar hegning- ar við brotum gegn þessum lögum. Markmið skilnaðarstefnunnar er fyrst og fremst að auka á minnimáttarkend hins hörundsdökka fólks og sljóvga sjálfsvirðingu þess, með því að skipa því lægra sess í þjóðfélaginu. Slík meðferð hvetur ekki til dyggða, þar sem lftil eða engin von er til þess að ná rétti sínum. Hinir menntuðu blökkumenn telja sig einna verst leikna vegna aðskilnaðarstefnunnar, og gera sér Ijóst, að í landi, sem setur meðboigurum sínum slík lög, er þeim gert ókleift að nota menntun sína í þágu þjóðfélagsheildarinnar, Hvergi er giiðastaður fyrir hinn menntaða blökkumann, undir stjórn hvítra manna, sem setur scr það markmið að drottna yfir réttlausum fjöldanum. Húsakostur flestra blökkumannanna er mjög slæm- ur, og getur varla talizt hæfur til mannabústaða. Þrátt fyrir umbótaviðleitni verður lítið ágengt, því verðlag allt er hátt og neyðin mikil. Windermere heitir víð- áttumikið svæði skammt fiá Cape Town, þar sem þús- undir blökkumanna búa. Þar rfkir mikil eymd, og býr fólkið mestmegnis í hreysum gerðum úr blikkdósum undan glerolíu. Regnið seitlar í gegnum þökin og göt- urnar um svæðið eru mestmegnis ósléttir troðningar, fullir af aurpollum, jafnvel uin hásumartímann. Heil- brigðisástæður eru allar á frumstigi, t. d. verður víðast hvar að bera vatn til heimilisþarfa langt að. Þáð hlýtur að vera niðurlægjandi, að l)úa í svona ömurlegu þétt- býli. Þó má sums staðar finna þarna heimili, sem líta sæmilega þrifalega út. Myndskreytingar úr dagblöðuni þekja veggina og á heimilinu er til rúmstæði, borð, nokkrir stólar o. s. frv. I S.-Afríku eru samtök, sem vinna að því að koma á skólaskyldu fyi'ir börn þeldökkra kynflokka, en enn sem komið er skortir til þess skóla. Barnafræðsla á meðal blökkumannanna er enn á mjög lágu stigi, nán- ar tiltekið fá um 20% barnakennslu. Samtök blökkn- kvcnna hafa gengizt fyrir söfnun til byggingar skóla- húsa. Hver einstaklingur er beðinn að leggja 1 sh. af mörkum til skólahalds. Um æðri mcnntun er það að segja, að Cape Town háskólinn og Witswaterand ha- s&ólinn taka báðir takmarkaðan fjölda blökkumanna og kynblendinga, stúlkur og pilta, sem hljóta sömu fræðslu og aðiii' stúdentar, en fá að öðru leyti ckki að taka þátt í félagsh'fi skólanna. Báðir þessir háskólar eru þó hlynntir jafnrétti innan skólanna. Auk háskól- anna eru nokkrir framhaldsskólar og búnaðarskólar, sem einungis eru ætlaðir blökkumönnum. Er nemend- um þar kennd búvísindi og önnur fræði, með það fyrir augum að þeir kenni þau aftur kynbræðrum sínum víðsvegar inu landið. í Cape Town hcfur nýlega vcrið stofnaður sjóður til styrktar blökkumönnum, sem stunda háskólanám, en þess er vænzt, að lánin verði endurgreidd, þegar lántakandi hefur fengið arðberandi atvinnu. I einstöku tilfellum hafa hvítir stúdentar stofnað til kvöldskólahalds, þar sem þeir gerast kenn- arar blökkumannanna og stuðla þannig að aukuum skilningi og góðvild milli þessara ólíku kynþátta. Fyrir nokkru var stofnaður nýr frjálslyndur stjórn- málaflokkur í S.-Afríku undir forustu fiú Ballinger þingfulltrúa. Markmið flokksins er að vinna að jafn- rétti hinna ýmsu þjóðarbrota í landinu. Vona þeir, sem vinna að sameiginlegri heill allra landsmanna í S.-Afríku, að þessi nýi flokkur fái að vaxa og sjá ár- arigur af því starfi, sem hann hefur gert að markmiði sínu. Laaslega jxýlt úr grein eftir Daisv Solomon í International Wotnen's Neivs. SMÆL KI Þegar Jóhannes hitti Jakob, nokkru eftir jaiðarför Elíasar vinar þeirra, með stóran demantsprjón í háls- bindinu, gat hann ekki oiða bundizt. Hvar fékkstu þennan prjón? Þú hefur ekki keypt hann, hann er mörg þúsund kvóna virði. Jú, cg kcypti hann samkvæmt fyrirmælum vinar okk- ar heitins, Elíasar. Hann fól mér í erfðaskrá sinni að kaupa stein til minningar um sig látinn fyrir 50 þús- und krónur. Þetta er steinninn. * Faðirinn sagði við son sinn, sem var að fara á berja- mó: Mundu eftir því að yfirgefa aldrei neina þúfu fyrr en þú hcfur tínt hvert einasta ber. Sonurinn gerði þetta og var alveg forviða þegar hann hitti samferða- íólkið og sá að hann hafði tínt helmingi meiia cn það. Þessi piltur varð gæfumaður. Bóndi var í læknisskoðun, hann ætlaði að fá sér líf- tryggingu. Læknirinn spurði: Hafið þér orðið fyrir slysi? Svar: Nei. Af hverju eruð' þcr þá haltur, spurði læknirinn. Nautið henti méi' yfir girðingu.sagði bóndi. Nú, var það ckki slys, spuiði læknirinn. Ó, nei, ekki al- deilis, gamli tuddi ætlaði sér þetta alltaf. •K Ameríkumaður var að grobba af því við Ástralíu- mann hve stórir búgarðarnir væru í Ameríku. Ég þekki persónulega einn sem er svo stór að' það tekur heila viku að ríða meðfram girðíngu hans. Ekki kalla ég það stóran búgarð, sagði Ástralíumað- urinn. í okkar landi eru margir búgarðar svo stórir, að ef nýgift hjón eru send út í hagana til að mjólka kýin- ar, eru það böin þeirra sem koma hcim með mjólkina. 62 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.