Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 23
Á itnffMtðið Fylltur smiördeigsbotn. Smjördeigsbotna er hægt að íylla með ýmsu góðgæti og nota þá í staðinn fyrir „snittur" eða sem rétti í mat- arveizlu. Flest brauðgerðarhús í höfuðstaðnum hafa nú all flest ágætis smjörcleigsbotna á boðstólum og munu húsmaður yfirleitt farnar að notfæra sér það. Eftirfar- andi mauk í slíkan „botn" ættuð þið að reyna ef þið a'tlið einhvern claginn að l)jóða upp á sérstakt góðgæti. Bræðið 3 matsk. smjör eða smjörlíki á pönnu, látið tit í það sveppi úr lítilli dós og 1 smáttskorinn lauk, stráið 1 tsk, hveiti yfir, og ca 200 gr. smáttskorna skinku. Blandið 2 dl. rjóma og 1 dl. mjólk og hellið yfir ásamt soðinu af sveppunum. Kryddið með salti, pipar og ögn af sherry (gætið að, að það yfirgiræfi ekki sveppa bragðið). Látið vel heitt í botninn. sem hefur verið liitaður í ofni. Það er einnig gott að raspa dálit- inn ost og láta yfir og bregða kökunni inn í ofninn aftur. Marengshringur meS niSursoðnum ávöxtum. 6 eggjahvítur 12 matsk. sykur 2-3 dl rjómi 50 gr möndlut' Ávextir Þeytið hviturnar mjög vel og stráið sykrinum smám saman í. Myndið úr þessu hring á smurða hveiti stráða plötu og bakið við lítinn hita þar til hringurinn er þornaður og auðvelt að losa hann af plötunni. Látið liann á stórt kringlótt fat og þegar hann er vel kaldur og á að framreiðast er sprautað ofan á hann þeyttum rjóma, fylltur í miðju með niðutsoðnum á vöxtuni. Oínbakaðir tómatar með osti. 250 gr rifinn ostur 1 í/i dl rjóini eða mjólk 1 egg Lokið er skorið ofan af tómötunum og tekið innan úr þeim. Osti, mjólk eða rjóma og eggi blandað saman við og fyllt í tómatana. Lokið sett ofan á og þeir bakaðir í heitum ofni 7—10 min. Ljúífeng „terta" Hveitibrauðsneiðar eru smurðar (mega vera gamlar en ekki of harðar) og eldfast fat klætt innan með þeim. smjörið látið snúa að glerinu. Fatið síðan fyllt með steinlausum, útbleytttum sveskjum, hráuni eplasneiðum og sundurskornum, útbleyttum aprikósum. Þetta er lát- ið til skiptis ofan í með púðursykri og kanel, og nokkr- um skeiðum af biæddu smjörlíki er liellt yfir og púður- sykri stráð ofan á. Fatið látið t heitan ofn og bakað í \/2 klst. Þetta má síðan framreiða heitt eða kalt með þeyttum rjóma. MELKORKA MELKORKA kemur út þrisvar á ári. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 30 krónur. f lausasöhi kostar hvert hefti 15 krónur. Gjalddagi er 1. marz ár hvert. Öll brcfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu til áskrifcnda og útsölumanna utan Reykjavíkur annazt Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræd 27, Reykjavík. Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21. Xokkur eintök af fyrri árgöngtuu ritsins eru cnn fáanleg. UTSOLUMENN MELKORKU Ester Karvclsdóttir, Ytri-Njarðvík. Gerður Sæmundsdóttir, Vinaminni, Ólafsvík. Guðrún Albertsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði. Guðrún Guðvarðard., Helgamagrastr. 6, Akureyri Gunnar Ólafsson, skólastjóri, Norðfirði. Kiistjana Hclgadóttir, Ásgaiðsveg 15. Húsavík. Rut Guðmundsdóttir, Sunnubraut 22, Akranesi. Sigríður Gísladóttir, Borg, Mýrum, Borgarfirði. Sigríður Líndal, Steinholti, Dalvík. Sigriður Saland, Hverfisgötu 22, Hafnatfirði. Sigurður Arnason, verkstjóri, Hveragerði. Unnur Þorsteinsd., Vatnsdalshólum, Mvrdal. Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi. Þórdís Einarsdóttir, Lindarbrekku, Eskifirði. A ofangreindum stöðum geta konur gerzt áskrifendur að Mclkorku. PRENTSMIÐJAN IIÓI.AR ll-I' Gott a8 muna. Venjulegur kaffibolli .......................... 2 dl stór kaffibolli (% 1) .......................... 2i_4 ell toppfyllt matskcið hvcili ......................25 gr slettfyllt ...................................... 10 gr 1 bolli sykur (2oo gr) .......................... 2 dl 0 matsk. vatn (vökvi) .......................... 1 dl 63

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.