Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 6
Fulltrúar frá Kóreu. gleymt orðum Aristotelesar: Stjórnmál eru skóli þar sem ekki er numið vegna þekking- arinnar heldur vegna framkvæmdarinnar. Bandarískur forustumaður í stjórnmálum orðaði þetta vandamál svo: Karlmenn virð- ast gera sér ljósari grein fyrir pólitísku valdi kvenna en þær gera sjálfar. Ef þessu væri ekki svo varið, hefðu þær ekki erfiðað svo lengi sem raun ber vitni í hinum pólitíska víngarði fyrir svona lítinn afrakstur vinnu sinnar. Ástæðurnar til þessara uggvænlegu stað- reynda er að leita utan stjórnmálalífsins - í þjóðfélagsstöðu kvenna og efnahagsað- stöðu þeirra. Konur greiða ekki atkvæði sem stétt. Ef þær gerðu það færi illa fyrir mörgu þing- mannsefni af karlkyni. (Dæmi þess voru bæjarstjórnarkosningar í Rvk. 1908). Þó að svo virðist sem farið sé með konur eins og 46 stétt, t. d. á atvinnumarkaðinum, þá hafa þær ekki hagsmunaeinkenni sem stétt, held- ur styðja þá stétt sem þær eru úr. Því hefur barátta frumherjanna í kvenréttindamálum ekki haldið áfram á hinum pólitíska vett- vangi. Öflun pólitískra réttinda var áhuga- mál kvenna í öllum stéttum. Síðari endur- bætur á högum kvenna snerta stéttir þjóð- félagsins misjafnlega mikið og ekki virðist vilji til að hefja sameiginlega baráttu. Á einu sviði, lífeðlislegu og þjóðfélags- legu, hafa konur sameiginleg áhugamál. Þær gefa líf og eru því harðari andstæðingar hinnar vitfirringslegu eyðslu þess í stríði en karlar. Því hafa margar konur jafnan verið í forustusveitum friðarbaráttunnar. Onnur ástæða áðurnefndrar þróunar eru siðir og afstaða þjóðfélagsins til kvenna og uppeldi og menntun kvenna kemur þeim til að játa þessu eins og einhverri forsjón, en MKLKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.