Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 5
¦:' "¦¦¦¦¦¦¦-¦.:¦.¦¦..-....¦ . ¦ :¦¦¦'.¦ Þingfulltrúar í forsœti, frú Esther Brinch i rœðustóli. einstaklinganna í viðkomandi löndum. Al- mennt er talið að nokkurn veginn sama hundraðstala karla og kvenna neyti kosn- ingaréttar síns, og rannsókn hefur leitt í ljós, ,,að ekkert hendi til sérstæðs eðlis kvenna eða grundvallar mismunar i fram- komu karla og kvenna á kosningastað". Öðru máli gegnir um kosningu kvenna í opinber embætti. Þar gætir pólitísks stari's kvenna lítið, og því minna gætir konunnar sem hærra er komið og nær ráðandi póli- tískum öflum. Fáar konur eru í framboði til þinga, enn færri eru þingmenn, örfáar eru ráðlierrar og nú loksins ein forsætisráð- herra. Svona er ástandið almennt nema í sósíalistaríkjunum, en þar er líka lögð sér- stök áherzla á að fá konur til pólitískrar þátttöku. í Æðstaráði Sovétríkjanna eru konur 27% og í stjórnum hinna einstöku ráðstjórnarlýðvelda eru konur samtals 32% meðlimanna. Á þjóðþingi Kína eru 12,23% konur. í ungverska þinginu eru 20% kon- ur. Til samanburðar má geta þess, að í auð- valdsþjóðfélögum nær þessi tala sjaldnast meiru en 5% (í Frakklandi 3,5%, í Noregi 4%, Bretlandi 3%, Bandaríkjum Norður- Ameríku 2%, Niðurlöndum 5-6%). Benda máá aðþátttaka kvenna í pólitík fer minnk- andi. Þetta á ekki síður við um þau lönd sem urðu fyrst til að veita konum pólitísk réttindi. Það hefur orðið útbreidd skoðun að konur þyrftu að stunda langt nám og fá mikla reynslu áður en þær yrðu jafnokar karla í þessum efnum. Þær virðast hafa MELKORKA 45

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.