Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 15
mm llímkt litíksMttit fyrrverandi bœjarfulltrúi Akureyrar varð sjötug 12. júlí s. I. Elísabet er fyrir löngu þjóðkunn kona fyrir marg- þætt þjóðfélagsstörf í þágu íslenzkrar alþýðu. Árið 1927 var hún kosin bæjarfulltrúi á Akureyri og tók þá strax sæti í framfærslunefnd og skólanefnd barnaskólans og seinna starfaði hún í fræðsluráði bæjarins og hefur hún — Alinennri og algerri afvopnun. Uppfrá því hafa þeir sera vinna að friði gert sömu kröfur til afvopnunar. Stjórn Heimsfrioarráðsins segir ' greinargerð sinni 24. jan. 1960: „Nú sjáum við loks- ms framá það að hægt sé að minnka hættuna sem stafar af atomsprengjunni og af stríðinu sjálfu. Sam- einaður friðarvilji getur komið afvopnun til leiðar og bundið endi á stríð um allar aldir." Stjórnarfundur Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna í Djakarta 31. jan.-3. febr. 1960, krefst þess að stríð verði kveðið niður að eilífu. Hópur þingmanna frá öllum mögulegum löndum — þeirra á meðal var friðarverðlaunahafi Nobels, Noel Baker og Georg Branting frá Svíþjóð, krefst þess á níðstefnu í London 2.-4. febr., að 10 þjóða nefndin taki til athugunar allar tillögur ura afvopnun eins íljótt og hægt er. Ráðstefna sem almenningui í Sovétríkjunum tók þátt í, beinir máli sínu til friðarafla heimsins, 15.—16. febr, og sendir eldheitt samþykki sitt við greinargerð heimsfriðarráðsins og endar raeð garaalli hvatningu Bertu von Suttner: Leggið vopnin niður. mklkorka alla tíð borið menntun barna og unglinga mjög fyrir brjósti. Um 30 ára skeið var Elísabet bæjarfulltrúi á Akureyri. En 1957 baðst hún undan endurkosningu sökura heilsubrests. Hún var kosin formaður verkakvennafélagsins Ein- ingin á Akureyri 1926 og því trúnaðarstarfi gegndi hún í 34 ár, frani til ársins 1960. Félag þetta á ríka baráttu- sögu og hefur á þessum árum háð mörg verkföll fyrir bættum lífskjörum verkakvenna og um leið alþýðu- fólks á Akureyri. En Einingin hefur einnig beitt sér fyrir ýmsri menningarstarfsemi, haldið sumarheimili fyrir börn í sveit, lagt til fulltrúa í mæðrastyrksnefnd og haldið uppi fræðslustarfsemi á fundum sínum. Elísa- bet starfrækti uni langt skeið smábarnaskóla og hóf snemma skelegga baráttu fyrir því að Akureyrarbær kæmi upp leikvöllum fyrir börn. Hún hefur tekið virk- an þátt í íslenzku kvenréttindasamtökunum, setið á landsfundura kvenna og lagt hverju máíefni lið sem til umbóta og þjóðarheilla horfði. Elísabet hefur alla tíð verið í forustuliði hinnar rót- tæku íslenzku verkalýðsbaráttu, fyrst í Kommúnista- flokki íslands og síðar í Sameiningarflokki alþýðu, Sósíalistaflokknum. Á sjötugs afmælinu rainntust hennar samherjar og sarastarfsmenn á margvíslegan Iiátt og kom þá bezt í ljós live þessi síunga bardagakona er vinsæl. Pólitíska mótstöðumenn hefur hún átt um dagana, en enga óvini. í einni af hinuin mörgu afmælisgreinum er kom- ist svo að orði: „Alúð hennar og fordómsleysi færðu henni auðveldlega persónuleg kynni og traust manna. Starfsemi hennar í faglegri og pólitískri baráttu alþýð- unnar gerðu hana að foringja sem hélt ótal þráðum í hendi sér. Skyggni hennar á kröfur og kvaðir samtím- ans gerði hana framsýna og réttsýna og kenningar og úrræði sósíalismans urðu henni það leiðarhnoða sera aldrei brást." Melkorka óskar Elísabetu sjötugri allra heilla. þ. r. S M Æ L K I Afskorin blóm geta staðið lifandi Og falleg í allt að 2-3 vikur ef 4-5 gröinm af salmiaki er sett í vasann eða skálina áður en blómin eru látin í. Bandaríski næringarsérfræðingurinn dr. N. W. Walk- er ráðleggur fólki að drekka nokkra litra af gulrófna- saft daglega, til þess að losa líkaraann við ýms eitur- efni. Ein röspuð gulrót eða safinn úr þrem til fjórum daglega er einnig ágætt fyrir heilsuna. Þeir sem borða mikið skyr ættu að raspa gulrætur út í það. Safinn úr gulrótinni verkar mýkjandi og yngjandi á húðina vegna þess hve hún er rík af A B og C fjörvi og carotin. 55

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.