Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 13
Eining stælir og styrkir Eftir Aridrea Andreen Sœnski Irrkniiinn og visindakonan Andrea Aridreen kom lil Reykjavikur i marz siðast liðnunt i boði Mcnn- ingar- og friðarsamtaka islenzkra kvenna vegna 50 úra afnuelis alþjóðabarátludagsins. Hér birtist útdráttur i'tr rteðu þeirri setn frúin hélt á alniennunt kvennafundi S. tnarz i tilefni afmtrlisdagsins. í apríl eiguin við að hittast í Kaupmannahöfn, — konur frá öllum löndum hnattarins og það eiga að fara fram þar mikil hátíðahöld í tilefni af fimmtíu ára afmælinu. í boðskortinu til þessa fundar er svo látið um mælt, að hann skuli vera til að minnast og heiðra brautryðjendur þessara samtaka, líta yfir farinn veg og eflast til nýrra framkvæmda. Við vonum að þetta muni verða konum til góðs og til aukinna tækifæra til starfa framvegis, svo þeim megi auðnast að banna ófrið og styrjaldir uin alla framtíð. Friðarmálin og framlag kvenna til vaxandi skilnings og friðsemi þjóða á milli verða aðeins eitt af mörgum málum á dagsskrá, cn þó held cg að þetta muni hljóta að verða aðalhlutverkið. Þetta er höfuðvandamál þessara tíma og þessa árs. Með engu móti eignumst við hugrekki til að starfa saman að málum framvegis, ef okkur tekst ckki að leysa þetta vandamál. Arið 1945, þegar mannkynið hafði fengið kynni af hinu gífurlega gjöreyðingarvopni kjarnorkusprengj- unni, var baráttunni gegn stríðinu aðallega beint gegn henni. En strax árið 1946 hóf Einstein, hinn mikli vísindamaður, upp raust sína gegn stríðinu. Hann sagði: „Það cr nauðsynlegt að hugarfarsbreyting eigi sér stað Iijii mannkyninu ef það á að' geta lifað áfram. Hugsunarháttur fraintíðarinnar verður að aftra stríði." Frá því 1946 hafa helztu vísindamenn heimsins lagt áherzlu á það hvað eftir annað, að stríð yrðu að hverfa ið sem drepið verður á Iiinu mikla skák- borði veraldarstríðs, búið við menningar- tækið útvarp þar sem ekki má ræða þessi mál nema inn á stálþráð svo hægt sé að klippa þau burt eða leiðrétta til betri vegar fyrir Nató. Nú vitum við að það er mögu- legt að reka bandaríkjaher af höndum okk- ar með sameiginlegu átaki. Það dagar aftur á íslenzkt vor. úr sögunni. Að Einstein látnum — cn fyrir hans for- göngu hafa vísindamenn úr austri og vestri komið sanian til fundar varðandi stríðsvandamálin. I yfirlvs- ingu árið 1957 segir: „Takmark allra þjóða vciður að vera það, að stríð og stríðshætta verði upprætt úr til- veru mannkynsins. Stríð verðttr að hverfa úr sögunni. Uppgötvanir visindanna og tækninnar verða ekki aftur teknar. Þegar mannkynið byggir mikið af tæknilegum framförum sínum á kjarnakeðjuveikunum er það grundvallaiatiiði að ekki verði hægt að koma af stað striði um allan heim og um allar aldir. Og í haust sem leið sagði vísindainannaráðstefnan í Kanada: Þegar við höfum bæði eitur og sýklavopn jafnt kjarnavopnuni gctur ekkert orðið mannkyninu og menningunni til bjargar nema útrýming stríðsins." Tveir menn hafa stuðlað fádæma mikið að þessum hugsunarliætti gegn sti íði og cru það þeir Albert Schweitzer og Linus Paul- ing. I'auling prófessor hefur fengið í lið mcð sér mörg þúsund vísindamanna sem styðja ávarp hans. I haust sem leið fékk ákall vísindamanna stuðning frá stjórnmálanna hálfu, þá er Krústjoff forsætisráð- herra hélt ræðu sína á allsherjarþingi Samcinuðu þjóð- anna hinn 18. sept. Ég hef eftir nokkur dæmi: Getur nokkur haldið því fram, án þess að hræsna, að ráðið hafi verið framúr nokkru einasta vandamáli með því að endurvígbúast? Endurvígbúnaðurinn hefur aldrei haft eins margar hættur í för með scr eins og í dag á öld kjarnorkunnar, öld sem leggur undir sig himin- geiminn. Heimurinn er á því stigi að stríð getur skoll- ið á af fáránlegii tilviljun t. d. sálrænni truflun hjá flugmanni sem ræður yfir vetnissprengjufhigvcl. Víg- búnaðurinn er líka byrði á almenningi — hernaðar- gjöld allra ríkja á ári eru nærri því 100 miljarðar doll- ara. Eitt er nauðsynlegt — að útiloka það sem gerir stríði fært að brjótast út. Ef fjölmennir herir eru til, flugvopn og flotar, kjarna- og eldflaugavopn, ef æskulýðurinn verður fyrst og fremst að læra her- mennsku og herforingjaráðin vinna að hernaðaráatl- unum framtíðarinnar — þá höfum við enga tryggingu fyrir varanlegum friði. Stjórn Sovétríkjanna er sann- færð um að leiðina úr ógöngunum er að finna í al- mennri og algjörri afvopnun. Atkvæði sitt með þessari tillðgu um algjöra afvopn- un greiddu 82 ríki í Samcinuðu þjóðunum. Enginn fulltrúi nokkuriar þjóðar gat bent á aðrar leiðir. Fulltrúi Islands átti þeirri gæfu að fagna að geta MELKORKA 53

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.