Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 16
HANNYRBIR Eftir Grethe Benediktsson ,,POKAKJÓLL" á yngsta barnið Efni: 230 gr ljósblátt, 40 gr hvítt og 30 gr bleikt garn, pr nr 3/2 og 4 (18 lykkjur slétt prjón á prjónum nr 31,4, og 26 umferðir = 5 sinnum 5 sm. Munstur: 1. og 9. umf (réttan), hvítt garn: kant- lykkja, *2 sl, 2 br óprj, endurtakið frá *. 2. og 10. umf, hvítt garn: hvítar lykkjur prjónaðar sl, hinar teknar óprj af, þráður á úthverfunni. 3. og 7. umf, blátt garn: sl. 4. og 8. umf, blátt garn: br. 5. og 6. umf, bleikt garn: eins og 1. og 2. umf, en eftir kantlykkjuna er byrjað á 2 br óprj. 11.—16. umf, blált garn: slétt prjón. Endurtakið 1.—16. umf. Með ljósbláu garni er fitjað upp fyrir annað axlar- bandið, 3 lykkjur á pr nr 3i/>; stuðlaprjón, aukið í einni lykkju í enda hverrar umferðar unz 9 lykkjur eru á prjóninum. Búið til hnappagat yfir 3 lykkjur í miðjunni; haldið áfram stuðlaprjóninu uni 15 sm. Prjónið annað axlarband eins og tengið þau með því að fitja upp 19 lykkjur á milli þeirra, en A undan og eftir böndunum 17 lykkjur (alls 71 lykkja). 10 sm stuðlaprjón. Aukið nú í 21 lykkju með jöfnu bili og notið prjóna nr 4; 6 umferðir slétt prjón, munstur. Eftir 69 sm frá stuðlaprjóninu er skipt í miðjunni og hver helmingur prjónaður sér. Munstrinu er haldið áfram um 21 sm, seinast 6 umferðir slétt prjón. 10 lykkjur eru tekhar lir með jöfnu bili og prjónað stuðlaprjón um 10 sm með prjónum nr 3'/q. Fellið af. Hinn helmingurinn prjónaður eins. Pressið létt og sau'mið saman. Heklið eina umferð af föstum lykkjum um axlarbönd og efri kant. Saumið í rennilás og tölur. PEYSA á skólastrákinn Stærð 8 ára. Efni: 300 gr grátt, 30 gr blátt garn, pr nr 2J/2 (32 lykkjur og 40 umferðir — 10 sinnum 10 sm. Bakið: Fitjið upp 122 lykkjur; 2 sm stuðlaprjón, því næst slétt prjón. Eftir 2 sm er aukið í 1 lykkju báðum megin og aftur með 13 umferða millibili fiinm sinnum (þá eru 134 lykkjur á prjóninum). I 23 sm hæð eru handvegír myndaðir með því að fella af báðum megin. 56 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.