Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 11
á þriðja hundrað manns með kröfuspjöld og íslenzka fánann fremstan. Stundin var runnin upp, nú varð ekki aftur snúið. Við mundum koma heim að kveldi sigruð eða sigurvegarar. Þetta var okkar Stiklastaðar- orusta og Brjánsbardagi. Annað atriði sem mér er minnisstæðast var gangan um Hafnarfjörð. Allur Hafnar- fjörður var á stjái. Það var engu líkara en kóngurinn væri að koma. í hverjum glugga hvers liúss var troðfullt af fólki og meðfram götum á gangstéttum og í dyragættum var þéttskipað fólki. Þar tók gangan verulega að stækka. Svipurinn á áliorfendum var forvitinn, kurteis, engin andúð. Þarna komu rriargir góðir menn til liðs við okkur til dæmis Þór- bergur og Margrét. Þegar við gengum um Hafnarfjörð vissum við að gangan var sigur- ganga. Við gengum enn. í Kópavogi tók að versna vegna umferð arinnar, bílamergðin úr Reykjavík var sk.ilj- anlega mikil, þegar allir sem vettlingi gátu valdið fóru út að sjá gönguna. Það var sá andblær í göngunni sem minnti á skapið á fundunum þegar gangan var rædd. Kunn- ingjarnir komu nú til móts við okkur í stríð- um straumum, fögnuðu okkur, bættust í liópinn. Stemningin reis. Enginn hafði bú- ist við öðru en aumingjalegum fámennum hópi manna sem rigningin hafði brotið fjör og þrótt. Við vissum að gangan var sigur- ganga. Samt átti hún enn eftir að stækka. Loks er enn sá atburður ótalinn þegar við gengum niður Öskiuhlíð, beygðum svo inn Lönguhlíð og litum til baka til þess að sjá hversu fjölmenn gangan væri og við sáum ekki fyrir endann á henni uppi á Öskjuhlíð- inni. Við vissum að gangan var sigurganga. Samt átti hún enn eftir að stækka. Á öllum vegum beið fólk sem smeygði sér inn í fylk- inguna til kunningjanna. Nokkrir úrtölu- menn sem áður voru gengu nú ákveðnir með. Við liöfðum sigrað. Við höfðum gert liðskönnun. Við vorum afl. Aldrei fyrr liafa hernámsandstæðingar Frá Kefliívikurgöngunni. Þrir œttliðir. MELKORKA 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.