Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ölafsdótiir, Reykjahlíð 12, Reykjavik, simi 13156 . Þára Vigfúsdáttir, Þingholtsstræti 21, Reykjavik. Utgefandi: Mál og menning Hvar stöndum við? Eftir Nönnu Ólafsdóttur Dagana 21.—24. apríl s.l. var háð heims- þing kvenna í Kaupmannahöfn. Þetta var 50 ára afmæli samtakanna, sem háðu sinn fyrsta fund einmitt í Khöfn. Upp úr því var ákveðið að hafa árlega alþjóðlegan kvenna- dag til baráttu fyrir réttindum kvenna og barna. Fyrir 50 árum mátti heita að konur væru réttindalausar í flestum þjóðfélögum. Það hefur því mjög mikið áunnizt á þessum tíma, þó að víða þurfi enn að berjast við aft- urhald, fordóma og skilningsleysi kvenna ekki síður en karla. Einnig eru margar þjóð- ir, einkum hinar svörtu, enn undir stjórn livítra manna og í þeim löndum hafa konur engin réttindi frekar en karlmennirnir. Þjóðlegt sjálfstæði er fyrsta skilyrði þess að konur öðlist réttindi. Það má segja, að þetta þing væri háð und- ir merki svörtu þjóðanna. Atburðirnir í Suður-Afríku í vetur voru enn í fersku minni og allt þingið létu fulltrúar þessara þjóða mikið að sér kveða. Fulltrúar hvítu þjóðanna studdu mál sinna svörtu með- bræðra dyggilega, enda mun samúð hvítra manna með svertingjum Suður-Afríku al- menn. Svo virtist a. m. k. þegar þessa atburði bar hæst í heimsfréttunum: stjórn Suður- Afríku hlaut almenna fordæmingu. Þingið bar merki þeirrar framvindu sem orðin var staðreynd, en hefur þó enn betur komið í ljós í Afríku hinar síðustu vikur, og trúlega markar tímamót í sögu mannkynsins. Þar við er líklega hundaþúfusjónarmiðið, að þessi útskagi Evrópa sé heimurinn, orðið að engu. Þegar svo mikilvægt mál var að kalla und- irstraumur annarra málefna, var ekki að vænta að vandamál Norðurlandabúa yrðu mjög athyglisverð. Þegar spurningin er um það, hvort maðurinn í Afríku fær að éta minnsta skammt eða ekkert, hvort hann fær að vera öáreyttur í matarlausu hreysi sínu eða ekki, þá fer nú að blikna vandamál Norðurlandabúans. Þrátt fyrir þennan geysilega mismun að- stæðna, gerði þingið margar samþykktir sem varða okkur beinlínis, og Iiæst bar þó sam- þykktir sem beint eða óbeint snerta friðar- málin í heiminum. Til þeirra mála veija konur afar miklu starfi hver í sínu landi og á alþjóðavettvangi. í því skyni samþykkti þingið áskoranir á forustumenn þeirra 4 stórvelda sem ætluðu að koma saman til við- ræðna í París í maí s. 1., og á sendimenn MELKORKA 43

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.