Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.09.1960, Blaðsíða 19
KONUR AFRÍKU S MÆL KI Þau tíðindi gerðust um mánaðamótin júní-júlí að fimm ríki í Afríku lýstu yfir sjálfstæði sínu á fimm cða se.\ dögum. Það sýnir gleggst hvernig hinar liluðu þjóð- ir rísa upp hver af annarri og finna til máttar síns. Siðan fyrir sex árum að Alsírbúar hófu sókn fyrir sjálf- stæði sínu hefur Afríka verið efst á baugi í heimsfrétt- unum. I þessari frelsisbaráttu hafa hinar þeldökku kynsystur okkar margar hverjar getið sér ódauðlegan orðstír. Þær hafa setið í fangelsum, verið pyntaðar til að koma upp um samherja sína, reknar í útlegð frá börnum og fjölskyklu og dæmdar til dauða. Ótal frá- sagnir eru til um hetjuskap þessara kvenna og fyrir bverja eina sem hverfur inn í fangelsin koma tíu i staðinn. Djamila Bouhired unga stúdínan frá Alsír, sem frakkar handtóku og pyntuðu vikum saman og dæmdu til dauða, er eitt dæmi af mörgum, en aðeins hin sterka mótmælaalda sem reis í lieiminum út af líf- látsdómi þessum bjargaði lífi hennar. Því er haldið fram að 98<y af blökkumannakonum séu ólæsar og hjátrú afskapieg. En A síðustu árum hafa risið upp merkar forustukon- ur meðai blökkukvenna sem krefjast mannréttinda á öllum sviðum fyrir kynsystur sínar og hafa hafizt handa til umbóta. Á fjölmennu kvennaþingi sem haldið var í fyrra i Bamako í Vestur-Afr/ku ríkti andi hins nýja tíma. Konurnar strengdu þess heit að berjast fyrir sjálf- sla-ði og samvinnu meðal hinna ólíku ættflokka Afríku, berjast gegn fjölkvæni og barnahjónaböndum, beita sér fyrir stofnun skóla og sjúkrahúsa, mannsæmandi íbúð- um og launajafnrétti. Kjörorð þingsins var friður, sam- vinna, jafnrétti. Þ. V. Munið að bezt er að kaupa 30 denier nælonsokka með hæstri lykkjatölu (gauge) til hversdagsnotkunar sumar, vor og haust en þykkari sokka að vetrarlagi. 15 deniers sokkar eru aðeins til sparinotkunar. Það er stundum erfitt að ná vínblettum úr dúkum en ef glycerine er núð inn í efnið svo það gegnvætist og látið liggja í hálftíma og bletturinn síðan þveginn úr soðnu volgu vatni a bletturinn með glyceríninu að hverfa. Ef þér drekkið stórt glas af hvítkálssafa daglega og minnkið við yður brauð og sætindi eigið þér á einni viku að geta létzt ótrúlega mikið. Myljið hvítkálið á venjulegu raspjárni og pressið safann út með saftpressu. Ósaltað hvítkálssoð á einnig að vera megrandi. Jöfn hlulföll af safa og hvítkálssafa hreinsa magann og hör- uudið verður fallegra. Einnig er gott að bera þessa blöndu á andlitið kvölds og morgna. Sprungið egg sýðst sem va'ri það heilt, ef sall og edik er látið út i vatnið. Sveskjur sem lagðar eru í bleyti í kalt te með sítrónu sneið í og soðnar í leginum verða mjög ljúffengar.. Ung stiilka mjög vcl kladd, heittrúuð og kaþólsk fór oft til skrifta. En hún gat aldrci fengið af sér að jata sína stærstu synd — stolt yfir útliti sínu. Loksins herti Inin upp hugann og játaði fyrir sálusorgaranum að sín mesta synd va-ri hreykni yfir fegurð sinni. Harnið mitt, sagði presturinn og lagði höndina á öxl henni. Það er engin synd, það er blekking. Ella var allra hjálparhella. Ef einhver var veikur hjúkraði hún. Þegar hún lá banaleguna kom prestur- inn tii hennar, Hún bað hann um að lofa sér því að htin yrði jörðuð utan kirkjugarðs hjá óskírðu börnun- um. Já, en góða mín. sagði presturinn, þá kemstu ekki til guðs — þess vegna eru óskírðu börnin utan garðs. Það er nú einmitt þess vegna, sagði Ella, það er eng- inn til að líta eftir þeim nema ég. MKLKORKA 59

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.