Melkorka - 01.09.1960, Síða 5

Melkorka - 01.09.1960, Síða 5
einstaklinganna í viðkomandi löndum. Al- mennt er talið að nokkurn veginn sama hundraðstala karla og kvenna neyti kosn- ingaréttar síns, og rannsókn hefur leitt í ljós, „að ekkert bendi til sérstæðs eðlis kvenna eða grundvallar mismunar í fram- komu karla og kvenna á kosningastað". Öðru máli gegnir um kosningu kvenna í opinber embætti. Þar gætir pólitísks starfs kvenna lítið, og Jrví minna gætir konunnar sem liærra er komið og nær ráðandi póli- tískum öflum. Fáar konur eru í framboði til þinga, enn færri eru þingmenn, örfáar eru ráðherrar og nú loksins ein forsætisráð- herra. Svona er ástandið almennt nema í sósíalistaríkjunum, en Jrar er líka lögð sér- stök áherzla á að fá konur til pólitískrar þátttöku. í Æðstaráði Sovétríkjanna eru konur 27% og í stjórnum hinna einstöku ráðstjórnarlýðvelda eru konur samtals 32% meðlimanna. A JrjóðJringi Kína eru 12,23% konur. í ungverska þinginu eru 20% kon- ur. Til samanburðar rná geta Jress, að í auð- valdsþjóðfélögum nær Jiessi tala sjaldnast meiru en 5% (í Frakklandi 3,5%, í Noregi 4%, Bretlandi 3%, Bandaríkjum Norður- Ameríku 2%, Niðurlöndum 5—6%). Benda mááaðþátttaka kvenna í pólitík fer minnk- andi. Þetta á ekki síður við um Jrau lönd sem urðu fyrst til að veita konum pólitísk réttindi. Það hefur orðið útbreidd skoðun að konur þyrftu að stunda langt nám og fá rnikla reynslu áður en Jrær yrðu jafnokar karla í Jressum efnum. Þær virðast hafa MlíLKORKA 45

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.