Melkorka - 01.09.1960, Page 6

Melkorka - 01.09.1960, Page 6
gleymt orðum Aristotelesar: Stjórnmál eru skóli þar sem ekki er numið vegna þekking- arinnar heldur vegna framkvæmdarinnar. Bandarískur forustumaður í stjórnmálunr orðaði þetta vandamál svo: Karlmenn virð- ast gera sér ljósari grein fyrir pólitísku valdi kvenna en þær gera sjálfar. Ef þessu væri ekki svo varið, hefðu þær ekki erfiðað svo lengi sem raun ber vitni í hinum pólitíska víngarði fyrir svona iítinn afrakstur vinnu sinnar. Ástæðurnar til þessara uggvænlegu stað- reynda er að leita utan stjórnmálalífsins — í þjóðfélagsstöðu kvenna og efnahagsað- stöðu þeirra. Konur greiða ekki atkvæði sem stétt. Ef Jjær gerðu það færi illa fyrir mörgu þing- mannsefni af karlkyni. (Dæmi þess voru bæjarstjórnarkosningar í Rvk. 1908). Þó að svo virðist sem farið sé með konur eins og stétt, t. d. á atvinnumarkaðinum, þá hafa þær ekki hagsmunaeinkenni sem stétt, held- ur styðja þá stétt sem þær eru úr. Því hefur barátta frumherjanna í kvenréttindamálum ekki haldið áfram á hinum pólitíska vett- vangi. Oflun pólitískra réttinda var áhuga- mál kvenna í öllum stéttum. Síðari endur- bætur á högum kvenna snerta stéttir þjóð- félagsins misjafnlega mikið og ekki virðist vilji til að hefja sameiginlega baráttu. Á einu sviði, lífeðlislegu og jDjóðfélags- legu, hafa konur sameiginleg áhugamál. Þær gefa líf og eru því harðari andstæðingar hinnar vitfirringslegu eyðslu þess í stríði en karlar. Því liafa margar konur jafnan verið í forustusveitum friðarbaráttunnar. Onnur ástæða áðurnefndrar Jrróunar eru siðir og afstaða þjóðfélagsins til kvenna og uppeldi og menntun kvenna kemur þeim til að játa þessu eins og einhverri forsjón, en 46 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.