Melkorka - 01.06.1961, Síða 4

Melkorka - 01.06.1961, Síða 4
gætu unnið að rannsóknum á einstökum verkefnum, þar sem Háskólinn tryggði sér beztu starfskraftana við kennslu og rann- sóknarstörf. Nú hillir undir slíka stofnun, og ef nú bætist við að handritin fást heim. Vonandi verður það til margfaldrar starf- semi í rannsóknum íslenzkra fræða. Eigin- lega er ekki hægt að taka svo vægilega til orða, starfsemin verður að tvítugfaldast a. m. k. til þess að standast Árnastofnun snún- ing, hvað þá ef fara á fram úr lienni og gera hér miðstöð íslenzkra fræða. Það er líka vafalaust hægt. Auðvitað þarf mikla pen- inga, einkum nú til stofnkostnaðar. Þegar þess er gætt að alþingismenn voru fyrir nokkrum árum fúsir að samþykkja rúmlega 5 millj. kr. fjárveitingu til útgáfu á verkum Jóns Sigurðssonar þá má gera ráð fyrir að þeir veiti nægilegt fé til þeirra undirstöðu- verkefna sem hér eru fyrirhuguð. Annars er skipulag þessara verka aðallega Háskólans og annarra forustumanna í flokki fræði- manna, þeir þekkja gerzt hvað gera þarf. Síðan kemur til kasta stjórnmálamanna. Það verður fróðlegt að sjá hve stórhuga Há- skólinn er í tillögum sínum sem hann hefur unnið að í vetur. Ýmsar aðstæður verða sjálfsagt til þess að fjárveitingar fást nú: Fimmtíu ára afmæli Háskóla íslands og 150 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, hvort tveggja ýtir undir höfðingsskap — og svo kann að verða af því að handritin verði af- hent. Þegar allt þetta kemur saman, munu menn ekki skera við nögl sér fjárframlögin. Það er blátt áfram ekki hægt. Því er nú Há- skólans að hamra járnið meðan heitt er og leggja svo víðfeðma áætlun, að hin nýja vísindastofnun verði það sem margan hef- ur dreymt um: miðstöð íslenzkra fræða. Hvað sem verður ofan á um handritin í Árnasafni og Konungsbókhlöðu, sem dansk- ir stjórnmálamenn hafa lagt til að yrðu af- hent íslendingum á 50 ára afmæli Háskól- ans, þá eigum við von á liinni langþráðu vísindastofnun í íslenzkum fræðum og henni getum við fagnað af heilum hug, sem Ályktun frá M. F. í. K. Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt á fundi 1 Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna, sem haldinn var 3. maí s. 1.: Samkvæmt fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni, sem birt var i dagblöðum þ. 7. apríl s. 1., svo og áður fram- komnum fregnum, er ljóst, að stórvægilegar breytingar eiga sér nú stað á framkvæmd svonefndrar „hervernd- ar“, sem Bandariki Norður-Ameríku annast hér á landi á vegum Atlanzhafsbandalagsins. Flutningsdeild Bandaríkjahers, sem haft hefur á hendi stjórn og starfrækslu herstöðvanna hér á landi, hverfur nú héðan, en við tekur framvarðasveit Banda- ríkjaflotans á Atlanzhafi, og munu herstöðvar þeirrar deildar flytjast hingað. Þessar sveitir hersins ráða yfir könnunarflugvélum, svo og kafbátum, og mun hlutverk þeirra vera könnun á liðsafla og vopnabúnaði annarra þjóða. Eða með öðrum orðum: Hér á landi eiga aÖ vera höfuöstöðvar fyrir njósnir Bandarikjahers, um hagi og háttu Evrópuþjóða, með tilliti til vopnastyrks og vígbúnaðar. Sem dæmi um það, hve hér er um váleg tíðindi að ræða, má benda á, að flug bandarisku flugvélarinnar U-2, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum þ. i. maí f. á., var farið á vegum þeirra könnunarsveita, sem nú eiga að taka sér bólfestu hér á landi. Eftir þann at- burð iýstu Sovétríkin því yfir, að þær herstöðvar sem veittu aðstöðu til slfkra njósna yfir sovézku iandi myndu verða taldar bein ógnun við öryggi landsins, og þær herstöðvar gætu átt á hættu að verða gerðar ó- virkar af eldflaugum Sovétrfkjanna. Má á það benda, að ríkisstjórn Noregs lýsti því yfir í sambandi við U-2 málið, að slík aðstaða eða fyrirgreiðsla við slikar njósna- flugvélar myndu aldrei leyfðar af norskum stjórnar- völdum. Svo sem kunnugt er, hefur það jafnan verið látið heita svo að þátttaka íslands i hernaðarbandalagi Atl- anzhafsríkjanna væri nauðsyn vegna öryggis íslands, og herseta Bandaríkjanna væri til „verndar" íslenzku þjóð- Framh. á bls. 55 eina jákvæða verkinu í minningu Jóns Sig- urðssonar í röskan hálfan annan áratug. Okkar kynslóð hefur af nákvæmni stundað allar þær ódyggðir sem Jón Sigurðsson fyr- irleit mest. Það er nú mál að þessi kynslóð rétti upp höfuðið af eigin rammleik, hver veit nema minning Jóns Sigurðssonar geti eflt jafnvel hana til jákvæðra verka. 40 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.