Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 9
sem svo oft er vitnað til og það ekki að á- stæðulausu, kom ekki slíkur ruglingur til greina. Heimilisstörfin og gæzla barnanna var framkvæmd af starfsfólki heimilisins, en húsbændurnir skópu þann heimilisanda, sem rómaður er enn í dag, löngu eftir að heimilin eru liðin undir lok. Það er einmitt með hliðsjón af þessu, sem ég vil óhikað halda því fram, að eitt grund- vallarskilyrði heilbrigðs heimilislífs sé það, að húsmóðirin sé ekki neydd til þess að leggja fram óeðlilega mikla orku, andlega og líkamlega, til þess að ynna af hendi þau störf, er heimilið þarfnast, og hefi ég þá ekki síður í huga þær húsmæður, sem hafa kosið heimilsstörfin sem lífsstarf. Hvað getur þjóðfélagið gert til þess að auðvelda heimilisstörfin? Fyrst og fremst er sjálfsagt að taka alla fullkomnustu tækni í þjónustu heimilanna. Ef ekki reynist hægt að hafa slíka þjónustu svo ódýra, að hverju heimili sé kleift að not- færa sér hana, þá verður þjóðfélagið að koma þar til móts við þau heimili, þar sem húsmóðirin stundar starf sitt utan heimilis- ins, eða þar sem erfið heimilisaðstaða eða óvenju mannmargt heimili gerir heimilis- störfin svo mikil, að þau eru ofraun einni manneskju. Matseldina má t. d. gera auðveldari á svo margan liátt. Tilreiddur matur, frystur eða niðursoðinn þarf að fást í öllum matvöru- búðum, fyrsta flokks frágangur og sann- gjarnt verð er nauðsynlegt. Sameiginlegt mötuneyti í sambýlishúsum eru sjálfsögð fyrir þá, sem það geta notfært sér, o. fl. o. fl. Þjónustubrögð má auðvelda með þvotta- húsum, þar sem húsmæður eiga aðgang að fullkomnustu vélum til alls, er þvotti við- kemur, eða með hagkvæmri þjónustu í al- menningsþvottahúsum. Tilbúinn fatnaður á kvenfólk og börn þarf að verða eins sjálf- sagður og tilbúinn fatnaður karla. Ræstingu má auðvelda mjög með full- komnari tækjum og ætti það að vera óþarfi að hvert lieimili eignaðist öll slík tæki, um þau gætu fleiri heimili sameinazt, a. m. k. í sambýlishúsum. Og síðast, en ekki sízt, þá á liver einasti vinnustaður að vera skyldug- ur að eiga rétt á barnaheimilisvist fyrir öll börn þeirra mæðra, sem hjá þeim vinna, og barnaheimilin og skólarnir verða að sam- ræma sitt starf svo, að ekkert barn sé nokkru sinni umhirðulaust vegna þess eins, að móð- irin sé við vinnu sína. Mér er það fullljóst, að þótt öll nútíma- tækni sé tekin í þjónustu heimilanna, þá verða ætíð eftir mikil störf, þar sem engri tækni verður við komið. Þessi störf eru mörg hin veigamestu og veltur mikið á, að þau séu vel unnin. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar væri rétt að telja þessi störf til þjónustustarfa. Á þeim hefur hingað til hvílt sú trú, að allar stúlkur hefðu meðfædda hæfileika til að vinna þau, og því þurfi engan undirbúning né starfsréttindi til slíkrar vinnu. Eg álít að slíkt vanmat á þeim störfum, sem hér um ræðir, sé ein aðalástæðan fyrir því, að engin ung stúlka fæst til að vinna þau. Ef heimilisaðstoð væri starfsgrein, sem krefðist undirbúnings og hefði því í för með sér réttindi og skyldur fyrir þá, sem slík störf vinna, þá hygg ég margar stúlkur myndu taka slíka vinnu fram yfir ýmsa aðra. Einnig ber þjóðfélaginu skylda til að hafa fastlaunaðar konur til þess að aðstoða heim- ilin þegar veikindi eða aðrir erfiðleikar steðja að. Það mál, sem ég hef hér gert að umræðu- efni er sannarlega umfangsmeira en svo, að því verði gerð full skil í fáum orðum. Ég hefi kosið að stikla á sem flestu til þess að vekja athygli á því, en hefi þá um leið orðið að fara fljótt yfir sögu. Það er því ým- islegt ótalið og það ekki allt hið veiga- minnsta, s. s. eins og sú sérstaða, sem þjóð- Melkorica 45

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.