Melkorka - 01.06.1961, Side 10

Melkorka - 01.06.1961, Side 10
Borin í þennan heim 1925 Grethe Benediktsson tók saman og endursagði Árið 1959 kom út í London bók, „Chin- ese Women Speak“ (Kínverskar konur tala) eftir ástralska konu, Dymphna Cusack, höf- und skáldsagna og leikrita. í hálft annað ár liafði hún ferðazt um Kína frá Harbin í norðri til Kanton í suðri og talað við þús- undir kínverskra kvenna; bókin er samsett úr úrvali af þessum viðtölum í lauslegri umgerð sem er ferð liennar. Átakanleg bók, en í senn hrífandi og bjartsýn um framtíð- ina. Hún bregður upp svipmyndum af heimi kínversku konunnar fyrir og eftir frelsunina; munurinn er stórkostlegur og raunar óskiljanlegur, kona nokkur kemst þannig að orði, með viðbjóði og meðaumk- un: „Það er erfitt að muna þegar ég lít á fötin mín í dag, hve volaður, saurgaður hópur vesalinga við vorum. Flestir voru í tötrum eða bættum fötum, af því að allt sem maður gat unnið sér inn þurfti að fara í fæði.“ Það er erfitt að velja kafla til endursagn- ar. Viðtalið við konu Chou F.n-lai er bæði fallegt og fróðlegt, átakanlegur kaflinn um fyrrverandi skækjur, eða beiningakonuna sem nú situr á þingi, merkileg viðtölin við óperusöngkonuna í kvikmyndinni, sem var sýnd hér á íslandi, Liang Shan-po og Chu Ying-tai, Fiðrildin tvö, og við mansjú-prins- essuna, sem var hirðmey keisaradrottning- arinnar síðustu. Ég verð að láta Melkorku ráða eða öllu heldur það rúm sem ég hef til umráða og kýs stutta frásögn verkakonu í bómullarverksmiðju. Dymphna Cusack er nýbúin að heim- sækja kapitalista-fjölskyldu sem hefur átt félagið hlýtur að veita konunni vegna þess hlutverks, sem henni er ætlað af náttúr- unni, að bera börn undir belti og fæða þau í þennan heim. Það er og ekki lengur hægt að loka aug- unum fyrir því, að þótt við stöndum nú við lokatakmarkið í jafnréttisbaráttunni, þá hefur sigur okkar í þeirri baráttu ekki bor- ið þann árangur, sem menn gerðu sér vonir um í upphafi. Þátttaka kvenna á opinber- um vettvangi þjóðlífsins er enn sára lítil og hefur fremur minnkað en aukizt hin síðari ár. Vaxandi þátttaka kvenna í atvinnulífinu virðist mestmegnis sprottin af illri nauðsyn til fjáröflunar, en ekki af hvöt til þess að láta til sín taka í þjóðlífinu, það sjáum við bezt á því, að tala þeirra kvenna, sem Ijúka sérmenntun til einhvers starfa eykst ekki að sama skapi. Þó er einmitt hinn almenni vinnumarkaður eini staðurinn þar sem rétt- ur kvenna er verulega fyrir borð borinn. Ég hefi reynt að gera grein fyrir ýmsum þeim orsökum, er ég tel liggja til grundvall- ar núverandi ástandi og hefi einnig minnzt á nokkur ráð til úrbóta, en af miklu er að taka og vildi ég mælast til þess, að litið yrði á þetta aðeins sem fyrstu tilraun til ábend- ingar. Verkefni okkar í framtíðinni mun verða fyrst og fremst það, að berjast fyrir því, að þjóðfélagið viðurkenni jafnrétti kvenna i verki með því að skapa konum þá aðstöðu bæði þjóðfélagslega og atvinnulega er gerir þeim kleift að notfæra sér þau réttindi, sem kvenréttindabarátta liðinna ára hefur fært þeim upp í hendurnar. 46 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.