Melkorka - 01.06.1961, Síða 13

Melkorka - 01.06.1961, Síða 13
r Listakonan Barbara Arnason fimmtug Barbara Árnason, ein at okkar ágætustu listakonum, varð fimmtug 19. april síðast liðinn. í tilefni afmælisins efndi Bandalag islenzkra lista- manna til yfirlitssýningar á verkum listakonunnar, sem vakti verðskuld- aða athygli. Melkorka leyfir sér að tilfæra hér stuttan kafla úr grein unr listakonuna eftir Líneyju Jóhannesdóttur: í tuttugu og fimm ár hefur Barbara dvalið nteðal okkar. Börn þessa lands fletta bókum síuum af meiri gleði eftir komu hennar. Skreyting l)óka var hér hartnær óþekkt, vandasamt og erfitt verk, þar sem fylgja þarf orðum annárra, en gefa jafnframt eigin listsköpun óbundnar hend- ur. Ung lærði Barbara þessa merkilegu listgrein. Betri förunaut á hugar- flugi sínu fær æskan ekki. Varla hefur annar listamaður farið næmari höndum og af meiri skilningi um barnslega við- kvæmni. Ef leitað er í því skríni, sem geymir pensla og hnífa, krítir og ritblý Barböru, rékuiiist við á hlut. sein ætið hefur verið tryggur förunautur konunnar. Gamla nál- in á þar sinn heiðurssess. Ið.in í iðnum liöndum hefur hún löngum stagað og bætt, en flestar konur hafa einnig l>eitt henni í þrá sinni til listsköpunar. I hönd- um Barböru hefur hún gegnt hvoru- tveggja hlutverki sínti, þótt engum þyki það fyrra umtalsvert. l’eir listmunir sem hún hefur lieitt nálinni við, bera merki sérkennilegrar þróunar og hafa margoft leitt huga minn til fornra egypzkra lista- verka. Fagurt form einkennir allar hugmynd- ir listakonunnar, einfalt og viðkvæmt túlkar það á undarlega næman hátt innsta kjarna sköpunargáfu hennar .. . „Sildarstúlkur", veggteppi eftir Barböru Arnason. 49

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.