Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 12

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 12
12 SKUTULL heyrslurnar, einnig grimmdar- legum pyntingum, til að knýja fram játningu. Hann var sveitur dögum saman, og var að síðustu ekkert nema beinin og skinnið. Honum var sagt, að innan fárra stunda yrði hann tekinn af lífi. Það var ein gildran, sem fyrir hann var lögð til að fá hann tii að játa. Nokkru síðar dæmdi leyni- legur dómstóll hann til Síberíudvalar — dómurinn var uppkveðinn án þess hann væri viðstaddur. Hann var síðan sendur í járnbrautar- lest til fangabúðanna Vorkuta í Síberíu. í Varkuta voru þá 200.000,- fangar. Þrælabúðir þessar eru nálægt heimskautsbaugnum. Frostið þar getur orðið allt að 61 gráður á C. Þetta ler óhugnanlegur eyðistaður, að- eins miklar kolanámur og endalaus freðmýrin. Þeir voru því ekki margir, sem reyndu að flýja. Þeir vissu, að í þessari heljarauðn og enda- lausu víðáttu voru flóttamenn dauðans matur. Alexander Thomsen var útnefndur skurð- læknir við eitt sjúkraskýli fangabúðanna. Dag nokkurn barði hann að dyrum lyfja- geymslunnar. Konurödd svar- aði: „Kom inn". Grönn og geðþekk, ung stúlka með stór en þunglyndisleg augu stóð þar við borð og var að fylla ídælingarsprautu af ascorbin- sýru, sem þeim var ætluð, er þjáðust af skyrbjúgi. Alexander horfði hugfang- inn á stúlkuna. Þetta var Olite Priede. „Ég fann strax, að ég var karlmaður, en þá tilfinningu hafði ég ekki orðið var við í meira en eitt ár”, segir Alexander. Blóðið þaut fram í kinnar hans. Allt í einu snéri stúlkan sér að honum eins og hún skynjaði það, sem gerst hafði, og spurði: „Sögðuð þér eitthvað læknir?" Frá beggja hálfu var þetta ást við fyrstu sýn, en langur tími leið þar til þeim var það Ijóst. Eins og af tilviljun snertust hendur þeirra er þau mættust við dagleg störf inn- an kaldra og nöturlegra veggja sjúkraskýlisins. Þá brostu þau hvort til annars. Á kvöld- in hjálpuðust þau að því að færa sjúkraskrána. Kvöld eitt gat hann ekki lengur dulið tilfinningar sínar. Hann faðmaði hana að sér og hvíslaði: „Ég er fangi eins og þú. Ég veit, að þetta er allt vonlaust, en ég elska þig. Ég mun alltaf elska þig”- Þegar hann kyssti hana féll skýluklúturinn, sem hún bar alltaf á höfðinu, af henni og þá sá hann að hún vár snoð- klippt. Olite barðist við grátinn svo varðmaðurinn heyrði ekki til þeirra. f lágum hljóðum sagði hún honum allt, sem hún hafði þurft að ganga í gegn um. Faðir hennar hafði verið smiður í Termetz í Lettlandi, en er rússarnir hernámu land- ið gerðu þeir allar eigur hans upptækar. Svo komu þjóð- verjarnir, og árið 1944 lögðu rússar það að nýju undir sig. Olite tók þátt í baráttu lett- nesku andspyrnuhreyfingar- innar. Hún var tekin höndum af rússnesku leyniþjónustunni, NKVD. í Leningrad var hún snoðklippt áður en hún var send til þrælabúðanna Vork- uta. Hún endurgalt ást hans, en þau gátu aldrei orðið annað en vinir, „því fyrirvaralaust geta þeir aðskilið okkur", sagði hún. En kvöld eitt ári síðar sagði hún: „Alexander, mér hefir snúist hugur. Ég get ekki til þess hugsað að missa þig. Aðeins eitt getur sam- einað okkur eilíflega, barn — barn mitt og þitt”. Það var skömmu síðar, sem þau héldu jólin saman. Svo var Alexander fluttur í aðrar fangabúðir, 3000 km í burtu, og langur tími leið nú milli strjálla samfunda þeirra. í fangabúðunum í Stalino fékk Alexander dag nokkurn bréf frá unnustunni, sem smyglað var til hans. „Ástin mín, ég er barnshafandi”, skrifaði hún”, og ég er afar hamingjusöm. Engar sorgir eða söknuður, engin mann- eskja í víðri veröld getur nú fengið mig til að missa trúna á lífið". í desember 1950 ól hún sveinbarn. Langt frá Vork- uta starfaði Hans Pétur Thomsen, sem foringi í bandarísku upplýsingaþjón- ustunni í Munchen að því að afla sannanagagna fyrir sakleysi bróður síns. Hann þjáðist mikið vegna höfuð- þrauta, sem voru afleiðing slyss, sem hann hafði orðið fyrir. Um skeið varð hann að hætta baráttu sinni fyrir frelsun bróðurins sökum lömunar hægra megin. En hann náði heilsu að nýju og hélt ótrauður starfi sínu áfram. Dulbúinn sem verka- maður ferðaðist hann á yfir- ráðasvæði rússa til að leita að fólki og ræða við fólk, er þekkti Alexander. Honum heppnaðist meira að segja að rekast á svíann, sem hafði látið Alexander í té skilríkin, sem greiddu veg hans til Berlínar. Á þennan hátt komst hann yfir fjölda sönnunar- gagna, er sýndu greinilega, að bróðir hans var saklaus. Málið lá nú Ijóst fyrir, en það var bara enginn, sem virtist hafa minnsta áhuga á því að hjálpa bróður hans. í desember 1952 fór Hans Pétur Thomsen til æsku- heimilisins í Augustenborg og læsti öll þessi sönnunar- gögn, bréf, vottorð, yfirlýs- ingar — sem svo erfitt hafði verið að afla, niður í einni af skúffunum í gamla, stóra skrifborðinu. Svo hélt hann heim til Bandaríkjanna og þar andaðist hann í október 1953. Þegar Alexander Thomsen fann skjölin, sem sönnuðu sakleysi hans, á jóladagskvöld 1955 fylltist hugur hans einlægu þakklæti og nýrri, Ijómandi von. Hér lágu loks- ins sönnunargögn fyrir sak- leysi hans. Hann snéri sér til þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, H.C. Hansen, er varð skelfingu lostinn yfir því ægilega ranglæti og réttarhneyksli, sem hér hafði átt sér stað. Innan skamms var fyrirhuguð opinber heimsókn ráðherrans til Moskvu og lofaði hann að leggja þetta mál fyrir æðstu ráðamenn rússa. Alexander bað hann aðeins um að beita áhrifum ^ínum í þá átt, að Olite og barnið þeirra fengi að fara frá Rússlandi til Danmerkur. Áður en Alex- ander yfirgaf Rússland hafði honum tekist að smygla bréfi til Olite. „Ef þú elskar mig ennþá”, hafði hann skrifað, „skrifaðu mér þá: „Ég sendi þér þúsund kossa”. í bréfinu sagðist hún vera laus úr fangabúðunum og búa hjá systur sinni í Riga. Hún hefði fengið berkla og var nær dauða en lífi. Sonur þeirra sýktist einnig og varð mjög vieikur. Bæði höfðu þau fengið fullan bata og voru nú heilbrigð og hraust. Vegna milligöngu H. C. Hansen fékk Olite leyfi til að flytjast til Danmerkur. Nú er aðeins eftir að láta söguna enda á hamingjuríkan hátt, eins og vera ber um jóla- frásögn. Eins og við var að búast reyndu dönsku blöðin og fjölmiðlarnir a,ð bæta fyrir þau ægilegu mistök og órétt- Iæti, serrí þau höfðu gerst siek um, og ríkið greiddi Alexander umtalsverða peningaupphæð í skaðabætur og sem táknræna afsökunarbeiðni. Hinn 12. desember 1956 voru þau Olite Priede og Alexander Thomsen gefin saman í hjónaband í ráð- húsinu í Lynby, en einmitt þann dag voru liðin tíu ár frá því að fundum þeirra bar fyrst saman í fangabúðunum í Vorkuta. Sonur þeirra var viðstaddur giftinguna. Alex- ander Thomsen hefir stundað læknisstörf í Augustenborg, en þar býr hann nú ásamt fjölskyldu sinni í gamla húsinu — æskuheimilinu. Enn er Olite mjög heillandi og fögur kona. Það sem einkum vekur athygli á henni, er hið mikla hrafnsvarta og fagra hár hennar. íþróttahúsið — Sundhöllin Bestu jóla- og nýdrsóskir. Þökk fyrir viðskiptin d drinu.r DANSKA WESTON teppaverksmiðian er ein $■ feppaverksmiðja Evrópu oy þokki fyrir framleíðslu. viðskip-favínum okkar færi á að kynnast munandi gerðir og Mti, a!H frá ódýrum gerviefnum UCf) f rfertlftfu AhlllArtnnnl Þér veljið gerðína, við fökum málið af ibúðinni ■ og inn mm an þriggja til f jögurra vikna er leppíð komíð, nákvæm lega sniðió é flötínn, Þér greiðíð aðeins eftír méli flatarlns -- þ e.a.s. #>nnir aukagrelðsla vegna - -

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.