Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 13

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 13
SKUTULL 13 Gestur Halldórsson: Skotlandsferð í boði Flugleiða Hinn ll. júlí 1945 flaug Katalínuflugbátur Flugfélags ís- lands til Largs Bay, sem er í nágrenni Glasgow á Skotlandi með póst og fjóra fanþega. Þetta var merkisatburður í sögu samgöngumála og flugmála á íslandi, því þessi ferð flug- bátsins, — Gamla inga til útlanda. Péturs — var fyrsta fanþegaflug íslend- I titefni þessa þrjátíu ára afmælis millilandaflugs ís- tendinga buðu Flugteiðir M. tuttugu og tveim blaðamönn- um frá landshlutablöðunum í stutta kynnisferð tii Glasgow í októberimánuði sl., ásamt tveimur fréttamönnum sjón- varpsins. Einnig voru með í ferðinni þeir Siigurður Ingólfs- son, vélamaður, en hann var einn af áhöfn Gamla Péturs í umræddri ferð, og Jón Jóhannesson, heildsali, sem var farþegi í þessu fyrsta millilandaflugi ístendinga. Fararstjóri var Sveinn Sæmundsson, blaðafulit. Flug- leiða hf. Lagt var af stað frá Kefla- víkurflugvelM árdegiis mið- vikudaginn 8. okt. sl. Þegar gengið var úr vélinni á flug- velilinum í Glasgow var okkur fagnað m.a. á þann veg, að skoskur sekkjapípuledkari klæddur hinum fagra og sérkennitega þjóðbúningi skota, þeytti ákaft sekkja- pípu sína. Þá ibauð flugvallar- 'Stjórinn hópnum tii fcaiffi- drykkju. Langferðabifreið beið ferðalamganna og strax að lokinni kaffidryfckjunni var farið með okkur á skemmti- legan veitingarstað þar sem hádegiisverður var snæddur, Að iþví loknu var okkur sýnt brugghús, er m.a. er þekkt vegna viskíframleiðslu sinnar. Okkur ferðafélögunum var heimilað að smakka þær ágætu veigar. Síðan var ekið með okkur til Largs Bay, en þar tenti Gamli Pétur fyrir rösikum þrjátíu árum. Þar tók borgarstjórimn og frú hans á móti okkur. Hann flutti ávarp í tílefni þessa atburðar, sem hér var minnst. Að þvi itoknu fluttí Sveinn Sæmundssion ræðu. Síðan skiptuts þeir á góðum gjöfium. Þegar athöfninni var tokið var komið kvöld, en um kvöld- ið yar okkur haldin ágæt veisla og var þar glatt á hjalla og skemmtu menn sér hið besta. Snemma næsta dags var ferðinni fram haldið og komið til Caurak og skoðuðum við iþar skipasmíðastöð. Þar var margt að sjá og skemmtitegt um að litast. Síðan var ekið sem teið lá um borð í ferju og siiglt yfir Clydfljótið til Dunon. Ekið var um skoska hálendið og var þar margt fagurt, sem fyrir augun bar, þó rigningarsuddi hamlaði að nokkru útsýni og unaðsleik náttúrunnar. Síðla kvölds var komið tíl Glasgow og gistí hópurinn í Ingramhótelinu, en það er fögur og skemmtíteg bygg- ing. Þar var vel að okkur búið og t.d. bauð hótelstjór- inn okkur upp á hressingu áður en sest var að kvöld- verði. Eftir kvöldverðinn vor- um við frjálisir ferða okkar og notuðu menn þann tíma til að skoða 'stórborgarlífið og Mta í (kring um sig. Morguninn eftir var fiarið með okkur í skoðunarferð um borgina og kamið við í skrifstofu Flug- íleiða. Þaðan var haldið á flug- völlinn, og heimferðin hafin og bar þar fátt til tíðinda. Ég vi'l þakka blaðafulltrúa Flugleiða M., Sveini Sæmunds- t Gunnvör hf. ÍSAFIRÐI Óskar skipverjum og viðskiptaaðilum gleðilegra jóla og farsæls nýjárs. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum . gleðilegra jóla og farsældar á líöandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Rækjuverksmiðjan hf. Hnífsdal syni, fyrir frábæra farar- stjórn og leiðsögn, og Flug- leiðum fyrir ánægjutega kynniisferð. Gestur Halldórsson. Sveinn Sæmundsson, borgarstjórinn Ingólfsson, Jón Jóhannesson. A ' Largs Bey, Sigurður Ámaðaróskir og þakkarkveðjur =ý*^=» Skutull veit, að hann mælir fyrir munn allra vestfirðinga, er hann sendir starfs- mönnum landhelgisgæslunnar, sem nú berj- ast af einurð og aðdáanlegum dugnaði fyrir efnahagslegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn bresku ofríkismönnunum, hugheilar jóla- og nýársóskir. Einhugur og fyrirbænir íslendinga fylgir starfsmönnum landhelgisgæslunnar í erfiðu og áhættusömu landvarnarstarfi, sem von- andi ber þann árangur sem fyrst, að „aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð”. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Verslun Ara Jónssonar Patreksfirói ISAFJARÐARKAUPSTAÐUR Auglýsing um greiðslu olíustyrks Greiðsla olíustyrks fyrir tímabilið júní— ágúst 1975 fer fram á venjulegum afgreiðslutíma bæj arskrif stofunnar 8. til 18. desember n.k. að báðum dögum meðtöldum. Afgreiðslutími bæjarskrifstofunnar er frá kl. 10—12 og 13—15 alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Þeir, sem ekki sækja styrkinn á ofan- greindu tímabili, þ.e. 8.—18 desember, geta búist við því að þurfa að bíða þar til styrkurinn verður greiddur fyrir næsta tímabil. Isafirði 2. desember 1975 Bæjarritarinn Isafirði

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.