Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 15

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 15
SKUTULL 15 Barnaskólahúsið, sem byggt var 1901. — Þar starfar nú Menntaskólinn á ísafirði. fjarðar samþ. 13. janúar 1872 að stofna barnaskóla í bænum. Sú samþykkt vakti þó ekki einskæra ánægju í allra hjörtum. Fáum dögum síðar barst bæjarstjórninni skjal, undirritað af 13 bæjarbúum. Þeir •lýstu því yfir, að þeir mundu engan þátt taka í fyrirhuguðum samskotum vegna skólahússbyggingar, og jafnframt mótmæltu þeir fyrirsjáanlegum stórútgjöld- um vegna skólahaldsins. En þessi afdráttarlausa andstaða var að engu höfð. Bæjarstjórn boðaði til almenns borgara- fundar um barnaskólamálið þennan sama vetur og stað- festi fundurinn samþ. bæjar- stjórnarinnar í málinu. Barna- skólamálið var nú á athugun- ar- og undirbúningsstigi næsta ár — 1873 — og lítið raunhæft aðhafst þann tíma. Umræðurnar um skólamálið og umrótið, sem það vakti í bæjarfélaginu, hefir átt meginþáttinn í því, að barna- skóli — einkaskóli — var starfræktur í bænum vetur- inn 1873—74. Tvær gagn- merkar konur: Sigríður Ás- geirsson, kona Ásgeirs Ás- geirssonar, kaupmanns. og Ágústa Svendsen, starfræktu skólann. Hann mun hafa verið í l^iguhúsnæði, svonefndu Sölvahúsi við Brunngötu. Upplýsingar um þetta skóla- hald eru mjög litlar og óljós- ar. Ekki er vitað um tengsi 'hans við bæjarfélagið þó sennilegt verði að telja, að þeir áhugamenn um barna- skólamálið innan bæjarstjórn- arinnar, er beittu sér fyrir framgangi iþess máls, hafi beint og óbeint hvatt til og stutt að stofnun og rekstri skólans. Þegar þessi einka- skóli, forveri B.Í., er með- talinn er staðreyndin sú, að á ísafirði hefir starfað barna- skóli frá og með haustinu 1872, svo til samfleytt, en t.d. varð ekki haldið uppi eðlilegu skólastarfi í B.í. veturinn 1917—1918 vegna efnahags- erfiðleika bæjarfélagsins og .,þess háa verðs, sem nú er á kolum og steiniQlíu”, einis og fram er tekið í samþykkt skólanefndarinnar frá þeim tíma. í ársbyrjun 1874 er ákveðið á almennum borgarafundi, sem bæjarstjórnin kallaði saman, að framfylgja fyrri samþykkt um stofnun baraa- skólans. Þá lá fyrir kostn- aðaráætlun vegna hússbygg- Björn H. Jónsson gegndi skólastjórastörfum við B.í. lengur en nokkur annar, — eða í 27 ár. ingarinnar og var hún upp á 2000 ríkisdali. Strax eftir fundinn hófst alimenn fjár- söfnun meðal bæjarbúa. For- ustu um þau hafði Sigríður •kona Ásgeirs Ásgeirssonar kaupmanns. Hún bar þann árangur, að 830 ríkisdalir söfnuðus't, auk þess, sem Bernhard Sass, stórkaup- maður í Kaupmannahöfn, eig- andi Neðstakaupstaðarfyrir- tækjanna, gaf til byggingar- innar 1500 ríkisdali. í ágúst- mánuði þetta sama ár lagði bæjarsjóður fram 200 ríkis- dali til að standa undir rekstri skólans. Húsnæði var tekið á leigu. Ráðinn var yfirkennari (skólastjóri) Það var Árni Jónsson, guðfræðingur, er síðar varð framkv.stjóri fyrir- tækja Ás'geirsverslunarinnar og landskunnur athafnamað- ur. Jafnframt var ákveðið að byggja skólahús, efniviður- inn, tiltelgdur, var pantaður eriendis frá. » Elsta barnskólahúsiö á Isafirði. Stærð fyrsta bamaskóla- hússins á ísafirði var: Lengd 13 y2 alin, breidd 12 álnir, og var húsið tvær háeðir. Þegar ráðist var í þessa framkvæmd voru íbúar ísaf jarðar 359. í ársbyrjun 1875 var leitað eftir tilboðum í byggingu hússins, þ.e. samtengingu þess, þar sem það var að öllu tiltelgt erlendis og málað þar. Tekið var tilboði frá Sigurði Andréssyni, smið, sem tók verkið að sér fyrir 760 krónur. í marsmán, þetta ár var ákveðin lóð undir húsið og var hún mæld út sam- dægurs. Smíði skólahússins var lokið síðsumars 1875 og fór úttekt þess fram 27. sept., og töldu matsmennirnir smíð- ina miðlungi vandaða. Kennsla hófst í þessum húsakynnum 1. okt. 1875 og störfuðu þessir kennarar við skólann: Árni Jónsson, yfir- kennari, Eggert Jochumsson, Stefán Bjarnason, bæjarfógeti og Wilhelm Hólm, verslunar- stjóri. Það fer ekki á milli mála, að foæjarbúar voru stoltir af þessu menningar- átaki sínu. Árið 1876 birtist í Þjóðólfi fréttabréf frá ísa- firði þar sem vikið er m.a. að barnaskólanum: „HvaS Tangakaupstaðinn snertir, gleSur það oss aS gela meS vissu sagl, að þar er tölu- vert að eflast áhugi og dreng- Nýja barnaskólahúsið. skapur maiina, hvað menn- ingarlegar framfarir snertir siðan kaupslaðurinn fékk bæjarréttindi, svo og er hinn nýi barnaskóli byrjaður og haldinn með kappi og ástund- un helslu bæjarmaiuia. Er oss skrifað þaðan af iherkum manni: ,,Auk yfirkennara barna skólans, kand. Árna Jónssonar og meðkennarans Eggerls Jochumssonar, hafa þeir lierr- ar Stefán sýslumaður Bjarna- son og verslunarstjóri W. Holm kennt þar óbeðiS og borgunar- lausi einn tíma á hverjum degi, hinn fyrrnefndi, sem annars hefur feykimiktar annir, sagn- fræði með meslu ástundun, og hinn síðarnefndi sönglist bæSi börnum skólans og öSrum utan skóla, einnig meS lofsverSum áihuga. Einnig séra Árni pró- fastur og læknir Þ. Jónsson hafa gefiS þar tímakennslu, Nýja barnaskólahúsið. þegar þeir hafa því viS kom- iS”. Ágreiningur um byggingarkostnaðinn. Það sýnir foest áhuga og stórhug ísfirðinga í skólamál- inu, að áætlaður bygginga- kostnaður skyldi fást með frjálsum framlögum og vera tiltækur áður en framkvæmd- ir hófust. Að vísu munaði mest um hina rausnariegu gjöf B. Sass, stórkaupm. Hitt er önnur saga, að allhörð deila reis á milli bæjar- stjórnarinnar og Sass út af húsfoyggingunni. Fyrirtæki hans tók að sér að sjá um smíði hússins og málum þess í Kaupmannahöfn. íslenskur smiður, Jón Sigurðsson, var fenginn til að taka húsið niður í Khöfn. Áætlaður byggingar- kostnaður voru 2000 ríkisdalir. Reikningurinn frá Sass var upp á 2230 ríkisdali 45 skild- inga, auk flutningskostnaðar til ísafjarðar. Þennan reikn- ing neitaði bæjarstjórnin að greiða, einkum mótmælti hún launagreiðslum til Jóns Sig- urðssonar, smiðs, einnig flutn- ingsgjaldinu. Bæjarstjómin lagði þessa ákvörðun sína fyrir almennan borgarafund og var afstaða bæjarstjórnar staðfest samhljóða. Ágrein- ingsupphæðin nam 677,25 kr. og stefndi verslunarstjóri Sass bæjarstjórninni til greiðslu skuldarinnar 1879: Þegar málið var dómfest voru aðeins tveir bæjarstjómar- menn í bænum, einn var erlendis. annar á ferðalagi um Norður- land og sá þriðji í hákarla- legu. Sótt var um leyfi til amtmanns um sættagerð í málinu og var sátt heimiluð og lauk þar með þessum deilum. —Þetta skólahús var notað til kennslu til 1902. Þá var það selt Davíð Sch. Torsteins- syni, héraðslækni, sem sama ár fékk leyfi bæjaryfirvalda til að stækka það til norðurs um 8 álnir og byggja skúr við það austanvert — 12 x 7 álnir að stærð, og var þar komið fyrir hesthúsi, fjósi og hlöðu. Enn er búið í þessu húsi. Það er húsið nr. 3 við Silfur- götu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.