Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 16
16
SKUTULL
Lengi býr að
fyrstu gerð.
Til er. einkunnabók efri
deildar barnaskólans frá 1878.
Á forsíðu hennar eru prentuð
þessi setning úr orðskviðum
Salómons:
Kenn þeim ufiga þann
veg, sem hann á að ganga,
og þegar hann eldist, mun
hann ei af honum beggja”.
í reglugerð fyrir Bama-
skóla ísafjarðar, sem gefin
var út af landshöfðingja 15.
nóv. 1877 segir svo í 1. gr:
„Það er ætlunarverk skól-
ans að gera úr börnunum
ráðvanda og siðferðis-
prúða menn og veita þeim
þá þekkingu og kunnáttu,
að þeir geti orðið ngtir
borgarar í þjóðfélaginu”.
Markmið skóla- og fræðslu-
starfsins er hér skilmerkilega
skilgreint á ljósan og látlaus-
an hátt, enda ekki þeir tímar
upprunnir í skólamálum, að
„oflátsmælgi hrörnun þank-
ans skýli”, með iþeim aivar-
legu afleiðingum, að raunveru-
legur tilgangur og gildismat
týnist í fjölorðum og tor-
skildum „marklýsingum”
endalausra færibandatilskip-
ana fræðsluyfirvalda.
Á umræddri tilvitnun í
fyrstu reglugerð Bamaskóla
ísafjarðar er ljóst, að grund-
völlur alþýðufræðslunnar var
kristileg lífsskoðun, ívafin
þeim haldgóðu hyggindum,
sem í hag koma bæði fyrir
einstaklinga og þjóðfélagið.
Þessi viðhorf voru enn frekar
áréttuð með því ákvæði 16.
greinar reglugerðarinnar, að
sá einn gæti orðið yfirkennari
(skólastjóri), sem lokið hefði
guðfræðiprófi og sem gæti
orðið prestur á íslandi. Þetta
ákvæði skýrir til fulls það,
sem undrun margra hefir
vakið en það er hve margir
af skólastjórum B.í. voru
guðfræðingar.
Ekki er með vissu vitað
hve margir nemendur stund-
uðu nám í B.í. á þessum árum
Deildir munu hafa verið tvær
og I hvorri deild að jafnaði
12—20 nem.
Ekki voru allir
ánægðir.
Nemendum var gert að
greiða skólagjald, og var það
fyrstu árin 20 kr. Það voru
umtaisverð útgjöld fyrir al-
menning. Ýmsir, sem áttu
börn á skólaldri, neituðu að
senda þau í skólann. I þeim
tilvikum skutu þeir sér
gjarnan á bak við það
ákvæði í skólareglunum, að
börn þyrftu ekki að sækja
skóla ef þeim væri séð fyrir
nægilegri kennslu heima fyrir.
Athugun, sem gerð hefir
verið á manntali 1879 sýnir,
að 58 börn voru á skólaaldri
en innan við 40 börn voru þá
í skólanum. Bæjaryfirvöld
lögðu sig fram um að fá for-
eldra til að senda börn sín í
skólann, m.a. til þess að draga
úr beinum framlögum úr
bæjarsjóði. Sú viðleitni bar|
þó ekki alltaf árangur, enda
þótt beitt væri dagsektum
gagnvart þeim, sem þver-
skölluðust. Dagsektin var 50
aurar og rann sektarféð í
skólasjóðinn. Nafnkunnur
borgari var t.d. krafinn um
sektargjald, 10,50 kr., fyrir
tímabilið 16. sept.—4. nóv.
1879. í ágúst árið eftir var
sýslumanni falin innheimta
sektarinnar, sem þá var orðin
30,50 kr.
Aftur ráðist í
byggingarframkvæmdir
Brátt varð of þröngt um
barnaskólann í þessu húsi.
Um aldamótin hófst undir-
búningur að byggingu nýs
skólahúss. Það reis af grunni
árið 1901. Danskur húsa-
smíðameistari teiknaði húsið
fyrir milligöngu Leonard
Tangs, kaupm. Leonard
Tang gaf bænum lóð undir
skólahúsið. Verslunarstjóri
Tangs verslunarinnar, Jón
Laxdal, tónskáld, hafði með
höndum byggingarframkv. og
tók að sér að koma húsinu
upp fyrir fastákveðið verð,
9.500,00 krónur.
Skólahúsið nýja var upp-
haflega ein hæð, þrjár
kennslustofur, gangur og
geymsluherbergi. Vígsla þess
fór fram haustið 1901. Nýr
skólastjóri tók við stjórn
skólans, doktor Bjöm Bjarna-
son frá Viðfirði. Árslaun hans
voru ákveðin 900 krónur
—- og þóttu rífleg.
Sljótlega varð of þröngt um
skólann í þessu húsnæði, enda
stækkaði bærinn ört. Fyrsta
viðbyggingin var reist sum-
arið 1906. Þá var byggð hæð
ofan á húsið, útbygging vegna
stigagangs og leikfimisalur að
stærð 9,00 x 4,25 m. Árið 1925
var kjailari grafinn undir
hluta hússins og Iþar komið
fyrir kolakyntri miðstöð, en
til þess tíma voru kennslu-
stofurnar hitaðar upp með
kolaofnum. Einnig var í
kjallaranum komið fyrir kola-
geymslu, er rúmaði 25—30
smálestir, syo og tveim
geymslum.
Árið 1928—1929 var leik-
fimisalnum breytt í kennara-
stofu og skrifstofu skóla-
stjóra, gang og geymslu-
herbergi. Hæð var einnig
byggð ofan á þennan hluta
skólahússins og fékkst við það
mjög rúmgóð kennslustofa.
Iðnaðarmannafélag ísafjarðar
kostaði þá framkvæmd og
fékk í staðinn umráðarétt
yfir téðri kennslustofu um
tiltekið árabil, og þar starf-
aði Kvöldskóli iðnaðarmanna
um langan aldur. Við þessa
breytingu jókst gangarými á
efri hæðinni verulega.
Skömrnu síðar voru fjarlægðir
útikamrar, sem voru í skúr-
byggingu áfastri skólahúsinu.
Síðast var byggt við skóla-
hús þetta árið 1945. Sú viðbót
var að hluta tveggja hæða
bygging. Á neðri hæðinni var
komið fyrir skrifstofu skóla-
stjóra, en á efri hæðinni
fékkst ein kennslustofa og
lítið geymsluherbergi.
Yfirleitt hefir þessu húsi
verið vel við haldið og er það
um margt hið ágætasta skóla-
GJAFAHWTÆRÉF
Á aðalfundi 22. mai 1975 var samþykkt að taka frá 10
milljónir af óseldu hlutafé félagsins íþeim tilgangi að
Jjölga hluthöfum í félaginu. Hlutabréf þessi eru seld i
fallegum gjafamöppum. Verðgildi krónur 1000, 5000
og 10.000.
Ég óska hér með að kaupa hlutabréf iEimskipafélaginu.
Hlutabréfin óskast afgreidd igjafamöppum og skráð þannig:
Nafn:
Nafnnr.: Heimili: krónur:
Undirskrift kaupanda
Heimilisfang
Hlutabréfin óskast send ipóstkröfu Klippið þetta pöntunarblað úr blaðinu og sendið
Hf. Eimskipafélagi Islands, Hlutabréfadeild, Reykjavík.
EIMSKIP
H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS
y
hús, en alltof lítið miðað við
kröfur og þarfir nútímans
— auk þeirrar aðkallandi
hættu, sem börnum er ávallt
búin i tímburhúsum.
Menntaskólinn á ísafirði
hefir nú afnot af öllu húsinu,
en Barnaskóli ísaf jarðar flutti
5. apríl 1970 í fyrsta áfanga
nýs skólahúss, en hafði þó
afnot af efri hæð gamla skól-
ans tvö næstu árin.
Nýi skólinn byggður.
Byggingaframkvæmdir við
nýja skólahúsið hófust síð-
sumars 1964, en þá var grafið
fyrir grunni hússins og
sökklar steyptir vegna 1.
áfanga ibyggingarinnar. Stærð
þess áfanga var um 5000 m3
Hér var um að ræða tveggja
hæða byggingu, kjallara
undir nokkrum hluta hússins.
Á hvorri hæð eru 4 kennslu-
stofur. Anddyri eru tvö, mjög
rúmgóð, einnig er ganga-
rými ágætt. Skrifstofa skóla-
stjóra og yfirkennara er á
neðri hæðinni, ásamt biðstofu
og snyrtiherbergi. Á efri hæð-
inni er stór kennarastofa
ásamt litlu eldhúsi og tveim
snyrtiherbergjum kennara. Á
hvorri hæð eru rúmgóð hrein-
lætis- og snyrtiherbergi nem-
enda, einnig kennslutækja-
geymsal. í kjallara er kynd-
búnaði hússins komið
fyrir, einnig er þar fjölrit-
unarst. kennslutækj ageymsla,
bókageymsla, herbergi hús-
varðar, auk alm. geymslu.
Innanhústalkerfi er í skóla-
húsinu. Leikvöllur er malbik-
aður og flóðlýsitur. í kenmslu-
stofum eru vaskar og heitt
og kalt vatn. Fatahengi nem-