Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 17

Skutull - 24.12.1975, Blaðsíða 17
SKUTULL 17 enda eru í sérstökum básum gegnt kennslustofum. Þessi hluti skólahússins var tekinn í notkun skólaárið 1969/70. Annar áfangi bygg- ingarinnar — samkomusalur að stærð 24,0 m X 12,0 m, lofthæð 4,75 m —var fullbú- inn sumarið 1972. Tilheyr- andi salnum er lítið leiksvið. Undir því eru tvö búnings- herbergi, sem jafnframt eiga að nýtast fyrir vinnu minni námshópa, einnig geymsla og snyrtiherbergi. Samkomusal- urinn á að þjóna skólastarf- semi bæjarins og annarri æskulýðsstarfsemi á vegum þess opinbera eftir því sem við verður komið. En sökum brýnnar og aðkallandi nauð- synjar Menntaskólans á. ísa- firði fyrir auknu húsrými í gamla barnaskólahúsinu, en öll efri hæð hússins var í dag- legri notkun vegna kennslu í Barnaskólanum, var ekki annarra kosta völ, en láta B.í. rýma hæðina og innrétta til bráðabirgða kennslustofur í samkomusalnum nýja. Þar eru nú fjórar kennslustofur, þar af er ein mjög stór, en fer fram kennsla sex ára barnanna. Nýja barnaskólahúsið á ísa- firði er sérstaklega vönduð og hagkvæm bygging. Áhersla var á það lögð, að vanda vel til al'lra hluta. Skólahúsið hefir vakið verðskuldaða athygli skólamanna, sem það hafa skoðað. Gunnlaugur Pálsson, arkitekt teiknaði hús- ið og hafði aðaleftirlit með framkv. Jóhann Indriðason, rafmagnsverkfræðingur teikn- aði raflagnir, Geir Agnar Zoega, verkfr. teiknaði hita- vatns- og skolplagnir. Bygg- ingameistarar voru þeir Daníel Kristjánsson og Óli J. Sigmundsson, húsasm.meist- arar. Neisti hf. sá um raf- lagnir, Guðm. Sæmundsson og synir hf. sáu um svo til alla málaravinnu, Helgi Halldórs- son, múrarameistari, annaðist múrverkið, en Geir Guð- brandsson sá um pípulagnir. Sjálfsagt verður iangt í það, að framkvæmdir við 3. áfanga byggingarinnar hefj- ist, en þar eiga sérkennslu- stofur að vera, aðstaða til heilsugæslu o.fl. Sú álma á að tengjast aðalandyri skólans við Aðalstræti og þarf þá að fjarlægja gamla barnaskóla- húsið. En þar sem það er hið ágætasta hús, sem fengið hefir verulegar endurbætur og viðhald eftir að menntaskólinn fékk afnot af því, verður það sjálfsagt um langt árabil not- að sem sérkennsluhúsnæði fyrir Barnaskóla ísafjarðar eftir að M.í. rýmir það, enda er ekkert því til fyrirstöðu. Þetta er ágætt hús, er innan sömu lóðar og nýja barna- skólahúsið. Húsin standa þétt saman og tenging þeirra á milli er auðveld, enda var gert ráð fyrir slíkri tengingu milli húscmna við byggingu nýja skólahússins. Minnivarðar tveggja tímabila. Þessi tvö skólahús, gamla húsið frá 1901 og nýbyggingin frá 1970, eru áhrifaríkir og trúir minnisvarðar tveggja tímabila úr þjóðarsögunni, fulltrúar ólíkra 'lífsviðhorfa, sem endurspegla jafnframt fjárhagslega getu og kröfur þjóðarinnar á viðkomandi tímum. Bæði skólahúsin flytja athyglisverðan boðskap. Þau sýna ljóslega þann skilning islenskrar alþýðu, að ekki verði undan þeirri kvöð skot- ist að búa sem best í haginn fyrir barnafræðsluna og skólastarfið í landinu, og að það besta sé ekki of gott í þeim efnum. Glæsileiki nýja hússins gengur að vísu meira í augu en hversdagsleiki þess gamla, en samt sem áður ber hann þeirri kynslóð, sem að byggingu hans stóð, fagran vott um áhuga og stórhug, ef mælistika aðstæðnanna er lögð til grundvallar fram- kvæmdinni. Það fólk, sem þannig býr að skólaæskunni, á vissulega kröfurétt á því. endurgjaldi að vel sé að verki staðið á þeim vettvangi. Á gömlum merg. Barnafræðslan á ísafirði stendur á gömlum merg, hún á að baki meira en aldar starf. Margir einstaklingar hafa komið þar við sögu og skilað góðu dagsverki, oft við erfið ytri skilyrði og oftast nær við stjúpmóðurlega ákvörðuð launakjör ríkis- valdsins. AUs hafa 12 skólastjórar starfað við Barnaskóla ísa- fjarðar og urðu sumir þeirra landskunnir menn á öðrum sviðum þjóðlífsins. Kjölfesta stofnunarinnar hefir m.a. grundvallast á traustu kenn- araliði, en margir afburða kennarar hafa starfað við skólann, sumir um langt ára- bil. Rætur traustra starfs- hátta innan skólans standa því djúpt í jörðu. Það skjól hefir veitt nýgræðingunum vemd og stuðning og bægt frá skólanum ýmsum váboð- um, sem kastvindar eftiröp- unar og tískutildurs hafa borið inn í íslenskt skólastarf. Þá hefir það verið skólanum mikilsvert, að hann hefir ætíð notið skilnings og vel- vilja bæjarbúa og bæjar- stjórnarmanna. Slík viðhorf til skólastofnunar em þær megingjarðir, sem skipta sköpum varðandi starfsfrið og starfsárangur. Vanmat á mikilvægi barna- fræðslunnar er háskalegt. Kinverski spekingurinn Lao- tse sagði að „margra mílna ferð byrjar á einu skrefi”. Langskólanám nútíma þjóð- félagsins hefst í barnaskóla. Þar er fyrsta skref skóla- göngunnar stigið. Á miklu veltur, að vei til takist um það örlagaríka skref. Gamall skóli þarf því jafn- framt að vera nýr og ferskur. Hann þarf að vera mótæki- legur á raunhæfar nýjungar og breytingar í kennsluhátt- um og viðfangsefnum og geta aðlaðað sig breyttum atvinnu- og þjóðfélagsháttum — annars væri hann ekki góð og vax- andi menningarstofnun. Á liðnum áratugum hefir B.í. tekist að gegna því tvíþætta hlutverki þjóðlegs og vaxandi skóla, að halda órofa tryggð við þjóðleg verðmæti og menningarerfð, samfara því að tileinka sér allt það já- kvæða og góða úr þeim nýju menningarstraumum og kennsluháttum, sem inn í ísl- enska skólakerfið hafa runnið. Og sé nánar aðgætt, kemur í ljós, að einmitt Barnaskóli ísafjarðar hefir æði oft verið í fcirarbroddi varðandi margt það, sem best hefir gefist í barnaskólum okkar. Það skal áréttað, að í upp- hafi var barnaskólastarfinu á ísafirði sett þetta leiðarljós: „Það er ætlunarverk skólans að gera úr bömunum ráð- vanda og siðferðisprúða menn og veita þeim þá þekkingu og kunnáttu, að þeir geti orðið nýtir borgarar í þjóðfélag- inu”. Sérhver skóli, sem vill vera sjálfum sér, nemendum sínum og þjóð, trúr, hlýtur að stefna að þessu marki í starfi sínu. Það hefir B.I. ávallt reynt að gera. Þetta leiðarljós hefir einkennt viðhorf og störf þeirra starfsmanna skólans, sem helst hafa sett svip sinn á skólastarfið í meira en eina öld. Þess vegna er B.l. gagn- merk stofnun, sem skilað hefir bæjarfélaginu góðu dagsverki. Skólastjórar og kennarar hafa komið og farið — það er lífsins gangur, en merkið hefir ávallt staðið þótt maður félli. Um Barna- skóla ísafjarðar má því með sanni segja: „stofnimin er gamall, þótt laufið sé annað en forðum”. Og meðan unnið er þar í þeim anda forgöngu- mannanna að gera úr börnun- um siðferðisprúða og ráð- vanda menn og góða þjóð- félagsborgara, verður þetta góður og vaxandi skóli. Heimilclir: ÞaS skal fram tekiö, at> vi<5 samanlekt framanritaðrar starfssögu B.í. er mjög stuöst viö skrdöar heimildir. Þær eru aðallega þessar: Bók Jóhanns Gunnars Ólafssonar, fyrrv. bæjarfógeta, „Bæjarsljórn Isa- fjarSarkaupstaöar 100 ára”, og frásagnir í ísfirskum blööum fyrr og síöar, einnig greinar- gerö milliþinganefndar í skóla- málum meö frv. um fræöslu barna frá 194-6. B.S. Skólastjórar Barnaskóla ísafjarðar í 100 ár 1. Árni Jónsson, guðfræðingur. 1874—1876. 2. Sigurður Gunnarsson, prestur. 1876—1879. 3. Grímur J. Jónsson, ritstjóri. 1879—1900. 4. Guðmundur Bergsson, búfræðingur. 1900—1901. 5. Björn Bjarnarson, doktor. 1901—1907. 6. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur. 1907—1910. 7. Sigurjón Þ. Jónsson, bankastjóri. 1910—1916. 8. Baldur Sveinsson, ritstjóri. 1916—1918. 9. Sigurður D. Jónsson, stúdent. 1918—1930. 10. Björn H. Jónsson. 1930—1957. 11. Jón H. Guðmundsson. 1957—1963. 12. Björgvin Sighvatsson frá 1963. Lífeyrissjóður vestfirðinga Öskum meðlimum vorum og viðskiptaaðilum, svo og öllum, vestfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum samstarf og viðskipti á árinu, sem er að líða. íshúsfélag ísfirðinga hf. ÍSAFIRÐI Öskum öllu starfsfólki okkar á sjó og landi, viðskiptavinum, svo og öllum vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þökkum viðskiptin á líðandi ári. Isfirðinga hf. é íshúsfélag ÍSAFIRÐI

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.