Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Side 5
A-Iið KV 1961 eins og þaó var skipað í þriója
leiknum við KK þaó ár.
með félagssjóðinn undir hendinni í
þann mund sem ég kom æðandi inn
sótsvartur af reiði og til alls líklegur.
Einnig er greint frá meintu svindli
Jónasar Valtýs og hvarfi Karls Alfreðs-
sonar úr félaginu: „A æfingu uppi á hól
var farið í boðhlaup eftir fótboltann. Þá
hlupu saman Nóni og Kalli. A leiðinni
til baka sagði Kalli að Nóni hefði ekki
hlaupið alla leið og hægði á ferðinni. Þá
kallaði ég: Afram bakarabrauð!, því
pabbi hans er bakari. Þá reiddist hann
og hætti í KV daginn eftir.“ Kalli gekk í
félagið aftur skömmu seinna og hlaut
lofsamleg ummæli þegar hann fluttist
burt úr bænum næsta haust: „Góður
meðlimur félagsins flutti ... og var mik-
ill missir þegar hann fór.“
Annar góður félagi lenti eitt sinn upp
á kant við okkur en sá hafði greitt fé-
lagsgjald sitt, sem var 25 krónur, með
efni í skúr sem brekkuguttar höfðu
byggt: „Einn meðlimur í KV, Einar Páls-
son, skaffaði hjarirnar á skúrinn. Einu
sinni tók hann hjarirnar af skúrnum. Þá
rákum við hann úr KV Alveg síðan er
hann alltaf að biðja um inngöngu." Ein-
ar gekk að sjálfsögðu til liðs við félagið
aftur og lék um tíma með A-liðinu.
ymis
átök urðu síðan milli
strákanna, bæði innan félagsins og á
milli hverfa: „Ekkert var safnað í dag
vegna rigningar en stolið var undan
seglinu helling af drasli og stolið úr ein-
um skúrnum. A morgun ætlum við að
rannsaka hverjir það hafa verið.“ Enn
halda átökin áfram: „Það var gerð til-
raun til þess að kveikja í einum skúrn-
um og við gátum slökkt þegar einn
kassi var brunninn." Baráttan við sigl-
firsku vetrarveðrin kom einnig við
sögu. Fyrirliðinn er með allan hugann
við söfnun í brennuna og hættir sér
meira að segja út í óveður: „Voða skafl-
ar eru komnir og voða flóð og bryggjur
hafa brotnað í spón og fólk hefur þurft
að flýja hús sín. Það skolaði upp 2
dekkjum sem ég tók og hirti og flyt þau
upp í brennu þegar veðrinu slotar."
íþróttamót sem reynt verður að hafa
tvisvar," skrifar Simmi en sumarið 1962
voru kappleikirnir þó færri en árið á
undan. Leiktíðin hófst í júní og í bók-
inni segir: „A laugardaginn 16. júní
stendur til að 5. flokkur KV keppi við 5.
flokk KS og verður það æsandi leikur."
A-lið KV hafði breyst frá árinu áður.
Nóni var kominn í markið og Matti á
hægri kantinn. Simmi var ekki í liðinu
þar sem hann var vaxinn upp í 4. flokk.
Fasti kjarninn í liðinu voru Kjartan Stef,
Gestur, Gummi og Kristján en meðal
nýliða voru skráðir: Nonni Baddi (Jón
Baldvin Hannesson), Tommi (Tómas
Jónsson) og Haukur (Haukur Snorra-
son). Tveir síðastnefndu voru ekki
brekkuguttar en fengu samt inngöngu í
KV. Leikurinn fór 4-6 fyrir KS.
Skömmu seinna er sagt frá leik KV og
KK sem fram fór 28. september. Þá spil-
uðu með A-liðinu í fyrsta sinn Þorsteinn
Kárason og Jóhann Skarphéðinsson. Um
þann leik segir í bókinni: „...en KV vann
með 7 mörkum gegn 0 mörkum. Leik-
urinn var lélegur og átti KV allan leikinn
og KK menn voru heppnir að fá ekki á
sig upp undir 20 mörk.“!
Félagar í KV lögðu stund á fleiri
íþróttagreinar en knattspyrnu. Þeir tóku
þátt í skíðamótum með góðum árangri
og æfðu frjálsar íþróttir; hlaup, stökk,
spjótkast og kúluvarp. Keppt var í frjáls-
um íþróttum á innanhússmótum í KV
og árangur hvers og eins brekkugutta í
þessum greinum var skráður í bókina.
Áfram bakarabrauð!
Yfirleitt gekk samstarfið í félaginu vel
en stundum slettist upp á vinskapinn.
Frá því er sagt í bókinni þegar höfundi
þessarar greinar sinnaðist við bróður
sinn einn kaldan vetrardag. Hótaði ég þá
að segja mig úr félaginu og taka það sem
ég hafði greitt í félagssjóðinn. Simmi
hljóp strax heim og rétt náði að forða
sér út um bakdyrnar á sokkaleystunum
Allt saman lygi hjó Matta
Einn líflegasti kafli bókarinnar fjallar
um það þegar strákarnir í KV söfnuðu
drasli í áramótabrennuna. Hér verður
gripið niður í bókina þegar söfnunin er
vel á veg komin: „Nú er heldur orðið
þröngt hjá okkur um geymslupláss. Við
erum búnir að fylla 4 skúra og setja
drasl undir segl uppi í gili.“ Næsta
skrefið var að útvega olíu en það fór á
annan veg en ætlað var í fyrstu: „Það var
allt saman lygi hjá Matta um að hann
hefði fengið olíutunnu á tombólunni."
Matti kemur ekki meira við sögu en
Ur sögunni
Frásögn af starfsemi KV lýkur í janúar
1963. I lok KV bókar vottar fyrir trega
þegar Simmi skrifar: „KV starfsemin
hefur legið að mestu niðri í vetur en í
dag 2. janúar mundi ég eftir því að KV
væri 2 ára á morgun og þá spurði ég
Gumma hvaða dagur væri á morgun og
hann svaraði: Já, það er fimmtudagur.
Ég veit það sagði ég en manstu ekkert
merkilegt við þennan dag. NEI! Hann
mundi það ekki. Þannig var KV nærri
komið úr sögunni eftir 3 mánaða
stopp. “
Verið ávallt velkomin
BIFREIÐAVERKSTÆÐI