Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Side 12
Anna Lára, Bryndís, Bára, frænka mín og Lalli Blöndal hafa í 33 ár ferðast
frá rútu á Ketilásinn og komið víða við
Þetta byrjaði allt með Selmernum!
-segir Björn Birgisson höfundur lagsins
Gerðu mér nú greiða og reyndu að komast að
pví hjú Bjössa Birgis hvernig j)jóðsöngur Sigl-
firðinga varð til, sagði mœtur maður við Gunn-
ar Trausta. Ekki jiurfti að biðja hann tvisvar.
Lagið um hana Ónnu Lúru, Bryndísi, Báru,
frœnku mína og Lalla Blöndal hefur á 33 árum
sungið sig inn í þjóðarsálina þó svo að við Sigl-
firðingar teljum okkur hafa á því eignarrétt. Og
með réttu.
Ég tók hús á höfundinum Birni Birg-
issyni og Alfhildi Þormóðsdóttur konu
hans til fjölda ára.
-Þetta byrjaði allt með Selmernum,
eins og maðurinn sagði, segir Bjössi og
glottir. Ég fór minn fyrsta túr á togaran-
um Hafliða sumarið 1964 þá 15 ára
gamall og í framhaldi af því var ég tvo
vetur í iðnskóla í Keflavík á árunum
1965-66 en þá var Bítlaæðið hafið. í
Keflavík var þá vagga þessarar tónlistar
á Islandi vegna nálægðarinnar við Kan-
ann. Aður en ég byrjaði á sjónum hafði
ég keypt mér stórt segulband sem ekki
var algengt að unglingar ættu í þá daga.
Þetta segulband varð svo til að ég var
ma. fenginn til að taka upp fyrir fyrstu
hljómsveit Magga Kjartans í Keflavík
sem hét Strengir og í voru auk hans þeir
Magnús og Jóhann. I framhaldi af þessu
fékk ég mér Selmergítar og með hann
fór ég um borð í Hafliða SI 2 árið 1967.
Þá kunni ég tvö gítargrip, C og G. Og ég
var á Hafliða með hléum
fram til 1969.
Um borð voru miklir
jaxlar: Refurinn, Palli
Gull, Svanur Páls og
Gummi Páls, Beggólín og
Svenni Björns, Gísli Jóns,
Jón E og Óli Jói, Matti
Jóh. og Gunni Geira ofl.
Þarna um borð árið
1968 var líka óborganleg-
ur karakter sem margir
muna, Valli í Bíó, sem
hafði marga þöruna sopið
og kallaði ekki allt ömmu
sína. Bíóstjórinn eins og
hann var kallaður raulaði
oft fyrir munni sér úti á
dekki millikaflann úr lag-
inu Angelina sem Louis
Prima gerði frægt um
1957, en í honum koma fyrir hending-
arnar: Chella lone masse mone mama mia
maro belle..!! Þetta var kveikjan að Önnu
Láru ásamt raggítaktinum í Obla di obla
da af hvíta albúmi Bítlanna sem kom út
þetta árið.
Þetta haust var ég síðan staddur í rútu
á leiðinni inn á Ketilás á dansleik og er
með gítarinn í fanginu eins og venju-
lega og er að gutla og syngja. Fyrir
framan mig situr Jósep Lárusson Blön-
dal. Þá kemur fyrsta hendingin í bunu
út úr mér í stað Chella lone masse
mone: Anna Lára, Bryndís, Bára, frœnka mín
og Lalli Blöndai og í framhaldi af því : Ó.
Lalli ég œtla að fá mér blað, en Lárus var
bóka og blaðasali. Ó, Lalli, ég œtla að lesa
það. Ó, Lalli, ég cetla að fá mér bók og skreppa
yfir til Höllu og fá mér eina kók og skreppa yfir
til Höllu og fá mér eina kók. Eina kók frá Bigga
Run, eina kók frá Bigga Run.
Ekki var að sökum að spyrja allt varð
vitlaust í rútunni. Þessi fyrripartur var
svo sunginn það sem eftir var ferðar-
innar.
Lagið hljómaði svo um veturinn í öll-
um partýum sem ég kom í og þau voru
ekki fá!.
Þennan vetur verður svo seinnipartur-
inn til: ...og ef þig skyldi einhverntíma vanta
eitthvað til að Iesa, „þá komdu bara ,vinur, og
ég skal redda því“ en þarna hermdi ég eft-
ir nefmæltri röddinni hans Lalla, og
síðan framhaldið um glæparitið um
hann Pésa. Þá fannst mér lagið fullbúið,
klárt og ekki yrði gert betur. En til er
þriðja vísan sem ég setti aldrei í umferð
en hún er svona:
Mót Bíóbar þar Baddi var
að kaupa fisk af Bödda og Jósa
vinsœlt var að versla
í þeirra fiskibúð!
Hvernig finnst þér
kálfakjötið, kartöflur
og karrísósa,
kúamjólk og kleinur
og kanel oná snúð!
Lagið um hana Önnu Láru er búið að
ferðast um allt landið og ári eftir að það
er fullgert á Siglufirði gefa B.G. og Ingi-
björg út lagið Sólkinsdagar, sem Jónas
Friðrik gerði textann við en höfundur
sagður ókunnur. Þarna er komin hún
Anna Lára mín.
Við Stjáni Elíasar höfðum verið á sjó
austur á Eskifirði veturinn 1968-69.
Þegar við komum heim um vorið stofn-
uðum við hjómsveit sem hlaut nafnið
Enterprize en aðrir meðlimir voru þeir
Gunni Binnu, Jói Skarp og Gummi Ing-
ólfs. Þessi hljómsveit hafði þann metn-
að ein allra hljómsveita íslenskra að hún
samdi sérstakt kynning-
arlag í ætt við Monkees:
Here comes the group of
name Enterprize. We tell you
the truth we come from the
sky!! Þessi hljómsveit (án
Gunnars sem farinn var á
Hafliða) kom fram í
fyrsta skiptið á Ketilásn-
um um sumarið í pásu
hjá siglfirsku hljómsveit-
inni MAX. Við gerðum
gífurlega lukku og þarna
var Anna Lára frumflutt á
sviði í fyrsta sinn. Við
vorum klappaðir upp aft-
ur og aftur. Eftir þessa
velgengni leigðum við
Sjálfstæðishúsið á Siglu-
firði og spiluðum þar
fyrir fullu húsi helgi eftir