Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2001, Qupperneq 19

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2001, Qupperneq 19
Arín sem við vorum tengd Ásdís Eva Baldvinsdóttir (Dísa Bald) komst ekki á árgangsmót árgangs '51 í sumar en sendi þessa bráðskemmtilegu sögu sem Marín Gústa las á mótinu. Það er ekki svo einfalt að rifja upp árin sem við áttum sameiginleg, árin sem við vorum tengd vegna búsetunnar, skól- ans, félagslífsins og ann- ars þess sem einkenndi líf okkar fram eftir aldri. Þegar ég segi að það sé ekki einfalt, þá tala ég þar um að sum bjuggu í norður- bænum, önnur í suðurbænum og enn voru þau sem bjuggu þar á milli, á eyr- inni eða í villó-hverfmu sem var, að mig minnir norðurhluti eyrarinnar. Það er nokkuð víst að framan af hafa leikir okkar verið þeir sömu, slábolt, hornabolti, fallin spýta og „yfir“ og all- ar stelpur söfnuðu servéttum og köst- uðu 3 eða 4 boltum í vegg eftir ákaflega flóknu og erfiðu kerfi. Strákarnir köstuðu peningum í sand- hrúgu upp við vegg og flott var að eiga útlenska peninga með kóngum á. Fljólega og sennilega strax, ákváðum við hverjir væru bestu vinirnir og vinkonurnar, þeir eða þær sem við vorum samferða í skólann og lékum við í frímínút- um. En ekki minnist ég þess að vinir mínir í norðurbænum hafi átt vini í suðurbænum og öfugt fyrr en þá á gagnfræðaskólaár- unum þegar við máttum orðið fara á milli hverfa upp á okkar einsdæmi. Muni nú hver fyrir sig. En upplifun okkar var nokk sú sama, sumar og vetur. Það er mjög fast í hug- skotinu mettað sumarloftið. Mettað af bræðslureyk og ryki. Og sólin var fyrir ofan og gerði heiðarlega tilraun til að brjótast í gegn. Þetta er síður en svo vond minning. Þvert á móti er hún ljúf og hefur að geyma svo margt annað; sóleyjarblöð á fínni drulliköku, sem var pökkuð inni í þjóðvíljann og kostaði þrjú peninga- blóm, lóminn með sín undarlegu hljóð á haffletinum, þrjár litlar ýsur í hádegis- matinn og yndislegan hundasúrudrykk. Síldarskipin sem liðu inn fjörðinn, grút- urinn í fjörunni og síldarpilsið hennar mömmu var hin heilaga þrenning og bræðslan krafðist sinna fórna af pabba okkar og eldri bræðrum ef því var að skipta. Mörg okkar voru í sveit á sumrin og lifðu þar annan heim, annarskonar fólks og dýra sem okkur hinum hefur eflaust þótt spennandi og eftirsóknarvert líf. Eina upplifun þeirrar sem þetta ritar sem eftirminnanleg er úr sveitinni, er þegar kjóinn elti hana upp á fallega grænan hól sem gaf sig þegar upp á hann var komið og reyndist vera fjós- haugurinn. Að komast til Reykjavíkur var ævintýri sem ekki gleymist. I nýrri peysu og strigaskóm, upp í Sleitustaða- rútuna frá Sérleyfisstöðinni og bruna af stað í 12-14 tíma ferðalag. Kaffi í Haga- nesvík klukkan hálf tíu, hádegismatur á Blönduósi klukkan tólf eða eitt, nammigott í Fornahvammi um klukkan 4 eða 5, líklega kvöldmatur í Olíustöð- inni í Hvalfirði um sjöleytið. Loksins þegar komið var á Kjalarnesið, var mamma vakin og hrópað að nú værum við alveg að koma en þá var að minnsta kosti klukkutími eftir ofan í miðborgina og mamma hélt áfram að sofa. Svona er minningin en líklega er farið að slá eitt- hvað í hana. Eitt er þó víst að enn mót- ar fyrir gamla veginum í Langadalnum sem eins og strýkur hlíðina og minnir á hversu gott við höfum það í dag. Veturinn var önnur og harkalegri ver- öld. Upphaf hans er reyndar bjartir haustdagar sem einhver okkar eyddu í berjamó og/eða réttum. Síðustu dagar í vistinni hjá einhverri vinkonu mömmu sem átti yngri krakka eða eða jafnvel á síldarplaninu með ömmu. Svo byrjaði skólinn og einhvern veg- inn er eins og alltaf hafi verið rigning fyrstu vikurnar. Nýja úlpan, bomsurnar eða stígvélin og skólataskan full af lykt af leðri og blýöntum er enn ein góð minning sem fylgir okkur enn. Ekki má heldur sleppa að minnast á pennastokk- inn og stundatöfluna, prófun á lestra- kunnáttu með atkvæðatalningu og Magnús sem kenndi okkur formskrift- ina. Og hver getur gleymt henni Arn- fmnu eða Arntvinnu handavinnukenn- ara sem angaði af frönskum ilmvötnum og heimtaði að við notuðum fingur- björg við saumaskapinn. (Var það ekki Gurra Sigurðar sem gerði henni svo skemmtileg skil í Hellunni?) Og bláu fiðrildin sem hún lét okkur sauma í svuntuna og kappann forðum, eru enn- þá ástæða martraða á mínum bæ. En svo fór að snjóa. Eitt var gott við að búa í norðubænum en það var að labba undan norðanáttinni í myrkrinu á morgnana. Það var þó orðið bjart þegar við þurftum að brjótast á móti á leið- inni heim. Þá áttu suðurbæjar- krakkarnir gott. Líklega hafa ein- hverjir af okkur verið sóttir í skólann og það er einnig líklegt að stundum hafi maður fengið far með einhverjum á morgn- anna en það var undantekning frá reglunni. Sumir voru svo heppnir að eiga heima stutt frá og aðrir jafnvel við hliðina á skólanum. Og það hélt áfram að snjóa þar til skaflarnir eyddu öllu landslagi og allt rann saman í eina hvíta heild sem ekkert fékk rofið fyrr en slot- aði og ýtukallin sá útúr augum til að moka. Þá var líka gott að vera til. Næg- ur skíðasnjór og allar brekkur hindrun- arlausar, engin hús eða fínir garðar til að hindra okkur í að leika okkur enda- laust í þessai hvítu ómenguðu veröld. Þegar svo fótboltavöllurinn var mokað- ur og vatn fryst á honum voru skautarn- ir dregnir fram. Var þetta ekki bara endalaus hamingja? Var ekki allt óskap- lega einfalt og áreiðanlegt? Voru mögu- leikar okkar ekki frekar fábrotnir miðað við núdaginn og var leið okkar inn í framtíðina ekki nokkuð ljós, allt eftir aðstæðum okkar og efnum foreldra? Vissum við ekki, svona í undirmeðvit- uninni hvert við stefndum? Var ekki mun auðveldara að lifa þegar við vorum unglingar og börn? ♦

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.