Vesturland - 24.12.1963, Síða 9
VESTURLAND
9
litið inn til okkar núna, heyrt
glaðværðina og séð vellíðan
okkar, er ég hræddur um að
samúðin með okkur myndi
kólna. — Máske hafa þau
það ekki mikið betra. —
Aldrei fyrr hef ég að minnsta
kosti Mfað í þvílíkum munaði.
Hugsið ykkur þvílíkan há-
degisverð sem í dag:
1. Uxahalasúpa.
2. Fiskbúðingur með kart-
öflum, og bræddu smjöri.
3. Hreinkjötssteik með
„petits pois“ sniðbaun-
um, kartöflum, og rauð-
berjasultu.
4. Myltuber og rjómi.
5. Kransakaka og marsí-
pan.
notalegum sal upplýstum með
stóra olíulampanum, og öðr-
um minni lömpum, — þegar
við þá höfum ekki rafmagns-
Ijós, — stöðug glaðværð, spil,
heildarútgáfur af góðu og
fræðandi lesefni, og svo næg-
an og góðan svefn, — hvers
getur maður þá óskað sér
frekar?........
„Þriðjudagur 26. des. Ann-
ar jóladagur. Frostið er 38°
á C. kaldasti dagur ferðar-
innar til þessa. Er ég fór i
langa gönguferð norður yfir
ísinn í dag, varð fyrir mér
stór vök lögð nýjum ís, en
þó opin í miðju, ísinn bylgj-
aðist undir fótum mínum svo
af urðu bárur úti í vökinni . .
Nansen og Johansen
á ísnum.
(það síðasta var kærkomin
gjöf frá bakara leiðangurs-
ins, við blessuðum vel og
lengi þann mann.)
Og svo hið fræga Ringnes
bokköl. Er þetta hádegisverð-
ur fyrir menn sem eiga að
herða sig gegn ógnum heims-
skautanæturinnar ?
Um kvöldið voru allir það
vel mettir að enginn treysti
sér í venjulegan kvöldmat,
honum var því sleppt. Seinna
var svo framreitt kaffi með
hunangsköku, vaniMukrönsum,
systraköku, kókosmakkorón-
um, o.m.fl. allt saman úr
jólabakstri Juells, þessa fjöl-
hæfa matsveins okkar, og að
síðustu, gráfíkjur, rúsínur og
möndlur.
Svo skulum við Mta á mat-
seðilinn frá morgunverðinum,
þá höfum við allan daginn:
1. Kaffi með nýbökuðu
brauði, og jólakaka,
danskt herragarðssmjör,
geitarostur, lykilostur,
uxatunga, bauti, appel-
sínumarmelaði.
Og ef einhver heldur að
þetta sé eitthvað sérstakt, af
því að það er jóladagur í dag,
þá er það misskilningur.
Slikur matur er daglega á
borðum hjá okkur að undan-
skildum kökum og öðru sæl-
gæti, sem ekki tilheyrir hinu
venjulega fæði okkar. Þegar
svo við þetta sællífi bætist
gott og traust heimili, með
Allan daginn er af miklum
ákafa kastað örvum á skot-
skífu, vinningurinn er vindl-
ingar.
Skotskífan og örvarnar, var
jólagjöf Johansens frá fröken
Fougner."
Sunnudagur 31. des. gaml-
ársdagur.
Ennþá einu sinni fögnum
við nýju ári. Já, langt hefur
það verið, og margar stundir
ánægju og erfiðleika hefur
það fært okkur. Það byrjaði
vel er það gaf mér litlu Liv,
en erfitt var það á skilnaðar-
stundinni. — Og síðan langur
tími 'í bið og þrá.
Árið skilaði okkur máske
ekki eins langt áleiðis, og það
hefði átt að gera, en þrátt
fyrir það var það í rauninni
gott ár. Hafa ekki vonir
okkar og áætlanir gengið
okkur betur í haginn en við
gátum vænzt. Og erum við
ekki á fullu reki einmitt á
þeim stað sem ég hafði óskað
og vonað. Það er aðeins eitt
sem ber skugga á. — Á
rekinu hefur skútan fariö
miklu fleiri króka, en ég
hefði trúað að óreyndu . . .
í salnum er líf og fjör, fyrst
er blaðið lesið upp eingöngu
bundið mál. Síðian voru born-
ar fram veitingar, ananas,
kökur, fíkjur, og konfekt, og
um miðnættið kom Scott-
Hansen með toddý og Nor-
dahl með vindla og vindUnga.
Á augnablikinu þegar
gamla árið kvaddi, stóðu allir
upp, og ég sagði nokkur orð
í ræðustíl, minntist þess er
það hafði gefið okkur, sem í
rauninni var aðeins gott, ég
þakkaði fyrir samveruna og
allar gleði- og ánægjustund-
irnar sem að við höfum átt
saman, og óskaði þess að
nýja árið mætti verða okkur
jafn gjöfult, einnig að því
leyti líka.
Það er undarlegt að hugsa
til þess að hér fögnum við
áramótunum núna, en heima
koma þau ekki fyrr en eftir
átta tíma. Og vafalaust verð-
ur hugsað til okkar þaðan.
Klukkan er orðin fjögur.
Ég hafði hugsað mér að vaka,
þangað til að nýja árið væri
komið einnig heima íí Noregi,
en nei, ég fer í háttinn, vil
reyna að sofna, og láta mig
dreyma heim. — Og farðu
þá vel gamla ár, og hafðu
þökk fyrir alla og allt.
„Mánudagur 1. janúar 1894.
Árið byrjaði vel, Juell vakti
mig með sinni glöðu rödd,
og góðum nýársóskum, og
færði mér tyrkneskt kaffi í
rúmið, sem hann hafði fengið
í jólagjöf, frá fröken Fougn-
er.
Veðrið er hið fegursta, með
38° frosti. Mér sýnist dags-
brúnin í suðri hafa hækkað,
í dag var hún 14° yfir sjón-
deildarhringnum. — Kl. 6
hátíðarmatur:
1. Tómatsúpa.
2. Þorskshrogn með bræddu
smjöri, og kartöflum.
3. Hreinkjötssteik, með
grænum baunum, kart-
öflum og rauðberjasultu.
4. Myltuber og mjólk.
5. Ringnes bokköl.
Ég efast nú um að það sem
að framan er sagt, gefi á-
stæðu til að halda, að við
þjáumst af vanlíðan og sökn-
uði ....
Ég ligg í rúminu, skrifa
les og læt mig dreyma. Ein-
kennilegt að skrifa nýtt ártal
í fyrsta skipti. Þá er ekki
lengur um að villast að gamla
árið er liðið.
Og nýja árið er sem óráðin
gáta. Hver veit hvað það ber
í skauti sínu. Sjálfsagt stund-
ir bæði gleði og erfiðleika.
Nær takmarkinu og heimilinu,
það getur ekki orðið öðru
vísi.
Já, gefðu okkur ef ekki
takmarkið, — það er of
snemmt — þá skilaðu okkur
áleiðis að því, styrktu okkur
í voninni. En máske — nei,
ekkert máske. — Þeir eiga
það skilið þessir góðu félagar
mínir. Það er ekki til efi í
þeirra sál, í norður stendur
hugur þeirra allna, ég sé það
á þeim, það skín út úr hverju
auga.
Það má heyra stunu von-
brigða, á hvert skipti sem
okkur rekur í öfuga átt, til
suðurs. En fögnuðurinn leynir
sér heldur ekki, þegar okkur
ber norður yfir, inn í hið ó-
þekkta.
Og það er á mig og mínar
hugmyndir sem þeir hafa sett
allt sitt traust. Eru þessar
hugmyndir mínar rangar, og
er ég að leiða þá afvega. Ég
gat ekki farið öðru vísi að.
Erum við nokkuð annað en
verkfæri í hendi æðri máttar-
valda.
í upphafi erum við öll fædd
undir heilla eða óheilla-
stjörnu, ég hlaut heillastjömu
í vöggugjöf, og hún hefur
skinið skært síðan, ætlar hún
nú að daprast mér. Ég er ekki
hjátrúarfullur, en á stjöm-
una mína trúi ég.
Og þú föðurland, hvað
færði gamla árið þér, og hvað
ber hið nýja á skauti sínu,
þér til handa. Ég ætla mér
ekki þá dul að geta til um
það, En mér verður litið á
málverkin okkar, af Weren-
skiold, Munthe, Kitty Kiel-
land, Skredsvig, Hansteen,
Eilif Petersen, og þá er ég
heima ....
1 ársbyrjun árið 1895 er
Fram hafði verið á reki um
íshafið í 18 mánuði, þóttist
dr. Nansen sjá fram á, eins
og reki skútunnar hafði verið
háttað til þess tíma, að hon-
um yrði ekki að þeirri von
sinni, að þá myndi á rekinu
bera yfir norðurskautið, en
þá er það sem að til verður
með honum, fífldjarfasta hug-
myndin, um frekari fram-
vindu leiðangursins, til þess
að hinn vísindalegi árangur
mætti verða sem beztur, en
hún var þessi:
Yfirgefa Fram fyrir fullt
og allt, og freista þess við
annan mann að ferðast á
hundasleða á sjálft skautið,
og halda svo þaðan heimleiðis
með stefnu á Spitsbergen, eða
Franz Jósefs land í von um
að hitta þar fyrir selveiði-
skip, og koamst með því heim
samsumars, eða að öðrum
kosti að hafa þar vetursetu.
Ég vil geta þess að allan
tímann meðan á leiðangrinum
stóð, var alinn heill hópur
gi’ænlenzkra sleðahunda um
borð í Fram, og til var í
skipinu allur útbúnaður til
sleðaferða, var sá viðbúnaður
gerður í öryggisskyni fyrir
leiðangursmennina, ef að það
ólán skyldi henda þá að skip-
ið yrði ísnum að bráð, og þeir
yrðu til neyddir >að leita til
byggða á ferðalagi yfir ísinn.
Og 14. marz er teningnum
kastað, er dr. Nansen ásamt
einum félag sínum, að nafni
Johansen, yfirgefur Fram,
skipið var þá statt á 84°
Blaðsíða úr dagbók Nansens