Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1963, Qupperneq 11

Vesturland - 24.12.1963, Qupperneq 11
VESTURLAND 11 HÖGNI ÞÖRÐARSON: TÖNSBERG Einn liður í samvinnu Norðurlanda er ,að stuðla að finabæjamót 23.-25. júní 1963 með nýjum aðferðum árið 1864. auknum kynnurn og samstarfi milli einstakra bæjarfélaga í þessum löndum. Vinabæir ísa- íjarðar eru þessir: Tönsberg i Noregi, Roskilde (Hróar- skelda) í Danmörku, Lin- lröping 'í Svíþjóð og Joensuu í Finlandi. Vinabæjarmót eru haldin þriðja hvert ár. Dagana 23.—25. júní sl. sumar var haldið vinabæjar mót í Tönsberg og voru þátt- takendur frá ísafirði þessir: Gunnþórunn Björnsdóttir, Bjarni Guðbjörnsson, Halldór Ólafsson, Hjördís Hjartar- dóttir, Pétur Sigurðsson, Kristin Guðmundsdóttir og Ilögni Þórðarson. Fiogið var frá Reykjavik laugard. 22. júní til Oslo meö stuttri viðkomu í Bergen. Fulltrúar frá Tönsberg tóku á móti okkur á flugvellinum og var strax ekið á tveimur bílum suður með Oslofirði til Tönsberg. Landslag er þarna mjög fallegt og m.a. er ekið um bæina Drammen og Holmestrand. Tönsberg, elzti bær Noregs. Kvæðið „Tönsbergsangen" eftir Björnstjerne Björnson hefst með þessum orðum: ,,Du mer enn tusen árs gamle by . . . ,“ enda er talið að Tönsberg (Túnsberg) sé elzti bær Noregs og er fyrst getið um bæinn í norskum sögnum frá árinu 871 og verður því í stórum sal eru settar upp beinagrindur af hvölum, og er sú stærsta beinagrind 75 feta langs bláhvals, sem veiddist við ísland. Þá er þarna mikið safn sjóminja um fiskveiðar og siglingar, og ennfremur merkilegar fornminjar allt frá steinöld. Skólaskipið Christian Radich. KI. 5 þennan dag var hald- ið um borð í skólaskipið Christian Radich, sem er fallegt og tignarlegt þrímastr- að seglskip. Áhöfnin er um 100 drengir á aldrinum 12— 16 ára, sem eru að læra sjó- mennsku undir stjórn reyndra skipstjórnarmanna. Siglt var með skipinu „mellom holmer og skjær“ á fagurri Jóns- messunótt (St. Hansaften). Eldar brunnu víða á strönd- inni og flugeldum var skotið. Hvert sem litið var, sáust smábátar á siglingu. Um borð í skólaskipinu var glatt á hjalla, sungið og dansað. Stafkirkjan í Heddal. Mánud. 24. júní var farið í bílferð í boði rafveitunnar Frá Tönsberg. Hluti af höfninni og Kaldnes Skipasmíðastöðin. minnst 1100 ára afmælis bæjarins árið 1971. Á hæð einni í bænum, Slottsf jellet, má glöggt sjá rústir St. Mikaelskirkjunnar, sem byggð var fyrir 1191 og ennfremur eru þar rústir bygginga, sem talið er að konungarnir Hákon Hákonar- son og Magnús lagabætir hafi látið reisa. Nú er þarna veg- legur útsýnisturn, sem byggð- ur var árið 1888. Nálægt Tönsberg er Ose- bergshaugurinn, þar sem hið fræga víkingaskip var grafið upp. Nokkru sunnar, við Sandeíjord, er Gauksstaðar- haugurinn. Á síðarí tímum hefir Töns- berg byggst upp sem siglinga- og hvalveiðibær, auk þess að vera verzlunarmiðstöð fyrir þéttbyggt og frjósamt land- búnaðarhérað. Þar er einnig mikil skipasmíði og annar iðnaður. Hvalveiðiútgerðin hefir nú síðustu árin að mestu lagzt niður, vegna minnkandi afla. 1 Tönsberg eru nú um 12000 íbúar, en láta mun nærri, að á hinum þéttbyggðu landssvæðum umhverfis bæ- inn, búi um 40—50 þúsund manns, sem hafa svo til öil sín viðskipti við Tönsberg. Auk þess er talið að um 12 þús. ferðamenn fari þarna um árlega. Tönsberg er fallegur og vinalegur bær. Fylkisstjórn Vestfoldfylkis hefir aðsetur í bænum og ennfremur er þar biskupssetur. ávarp og afhenti gjöf frá Isa- firði, sem var veglegur kera- mikvasi með myndum af fornmönnum og höfðaletri. Sögulegar minjar. Eftir setningarathöfnina \'ar farið í hringferð um bæ- Tönsberg. upp í Þelamörk (Telemark). Ekið var um fögur héruð, um þorp og meðfram reisulegum sveitabýlum. Landið er allt skógi vaxið upp á fjallsbrún- ir. 1 Heddal var numið staðar og skoðuð kirkja, sem nú er talin veglegasta og fegursta Pétur, Halldór, Bjarni Hjördís, Gunnþórimn, Kristrún. Högni tók myndina. Vinabæjamótið: Vinabæjamótið var sett við hátíðlega athöfn í ráðhúsi bæjarins sunnud. 23. júní kl. 9 f.h. Forseti bæjarstjórnarinnar, Thv. B. Olsen, setti mótið með ræðu og bauð gestina frá vinabæjunum velkomna. Síðan töluðu fulltrúar gest- anna. Bjarni Guðbjörnsson flutti Ráðhúsið í inn og m.a. skoðað Slottsfjell- et, sem fyrr er nefnt og lylkissafnið (Fylkesmuseet). Safn þetta er hið merkasta. Þarna er mjög fullkomið safn varðandi hvalveiðarnar og er það lileinkað hvalveiðimann- inum Svend Foyn, sem færði hvalveiðarnar í nútímahorf

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.