Vesturland - 24.12.1963, Page 13
VESTURLAND
13
GARÐAR EINARSSON:
Jamboree á Maraþonvöllum
Það var 25. júlí síðastlið-
inn að ég undirritaður tók
mig upp frá Isafirði ásamt
tveim ísfirðingum öðrum,
þeim Bárði G. Halldórssyni og
Ólafi K. Pálssyni og var
ferðinni heitið til Maraþon-
valla í Grikklandi að taka
þar þátt í 11. alheimsmóti
drengjaskáta, sem halda átti
þar dagana 1.—11. ágúst.
Þátttöku í ferð þessari varð
að tilkynna ári áður og borga
þá tryggingargjald. Okkar
fyrsti áfangi var Reykjavík
og þangað skilaði einn Fax-
inn af gerðinni Douglas
Dakota okkur á réttum
klukkutíma. í Reykjavík
hittust svo allir þátttakendur,
sem voru 27 talsins. Vorum
við nú beizlaðir og taumarnir
lagðir í hendur fararstjóra,
sem var Óttar Októsson frá
Reykjavík.
Allir urðu að vera tilbúnir
til fararinnar 27. júlí, en þann
dag skyldi lagt upp í ferðina
árla morguns eftir að ýmis
formasatriði höfðu verið innt
af hendi. Stigum við upp í
Faxa frá F.l. og var sá af
Viscount-gerð. Hann flaug
með okkur sem leið lá og
skilaði okkur á heldur betri
tíma en áætlaður var til
Glagsgow, er við komum þar
var klukkan að nálgast 11,30.
1 flughöfninni á Renfrew-
flugvelli í Glasgow skiptum
við um flugvél, og skyldi nú
flogið til næsta áfangastaðar,
sem var London með flugvél
frá B.E.A.
Við komumst eilitið í
snertingu við skriffinnskuna
þarna, en afgreiðsla lipur og
gekk nokkuð fljótt fyrir sig.
Við náðum áætlun og kl. 13,40
flugum við svo frá Glasgow
til London og nú í skrúfu-
þotu af Vanguard gerð. Tók
hún um 120 farþega fullsetin,
en vart mun hún hafa verið
meira en hálfskipuð farþegum
í þessari ferð. Við komum
svo til London eftir klukku-
stundarferð, tilbreytingar-
lausa ferð. Ýmsir reyndu að
sjá eitthvað af því landi, sem
við flugum yfir, en lítið var
að sjá því bæði flugum við
hátt og svo var líka mikið til
skýjað.
Á flughöfninni í London
var nú enn skipt um flugvél
og næsta áfanga til Milanó k
Italíu átti að fljúga á Cara-
velle þotu frá ítalska flug-
félaginu Alitalia.
Við dvöldum í rúma þrjá
tíma á flugstöðinni í London
áður en lengra var haldið,
og notuðum við tímann til
þess að fá okkur hressingu
og einnig verzluðum við smá-
vegis, margir fylgdust með
flugumferðinni sem er mjög
mikil, látlaus straumur flug-
véla var þarna að koma og
fara, flugvélar af ótal gerðum
og stærðum, frá ýmsum flug-
félögum.
Biðin í London kom sér í
annan stað vel fyrir okkur,
vegna þess, að þegar við vor-
um að leggja upp frá Reykja-
vík kom það í Ijós að einn
félagann vantaði vegabréfið
sitt og til þess að hann gæti
haldið ferðinni áfram varð
að fá annað útgefið af sendi-
ráði íslands í London. Það
tókst og var það ekki sízt
fararstjóranum að þakka.
Við lögðum svo upp frá
London kl. 18,25. Caravelle-
þotan fór geyst upp hina ó-
sýnilegu bugðóttu brekku
sem henni var ætlað, og var
á ótrúlega skömmum tíma
komin á sína beinu braut,
sem lá í 18.000 fetum beint
í steínu á Mílanó.
Sessunautur minn i vélinni
suðureftir var Breti og fór-
um við fljótlega að spjalla
saman, eftir því sem mín
bágborna enska leyfði.
Hann langaði til þess að
vita nokkur deili á mér og
mínum högum, og svipað var
mér farið gagnvart honum.
OJíkur var fljótlega borinn
icvöidverður og voru honum
gerð skil eftir beztu getu.
Öðru hverju varð mér litið
út um glugga vélarinnar til
þess að reyna að sjá land
það, sem flogið var yfir. Ekki
var mögulegt að greina að
nokkru ráði landslagið, en þó
mátti gjörla sjá móta fyrir
París og Signa sást nokkuð
greinilega. Allt í einu kvikn-
uðu ljósin á skiltunum —
spenna skyldi sætisólamar
skýringin á því var, að brátt
yrðum við yfir Alpafjöllun-
um og búast mætti þar við
ókyrrð vegna uppstreymis, en
svo fór þó ekki.
Eftir að við voru komnir
yfir hæstu fjallatoppana fór
þotan að lækka flugið og
fannst mér hún fara óþægi-
lega bratt niður, nú var ekk-
ert að sjá útifyrir, því komið
var myrkur. Þó sáum við
brátt ljósaþyrpingu og viss-
um að þar værum við að
nálgast Mílanó.
1 Mílanó vorum við svo
lentir kl. 20,05, hér skyldi
skipt um þotu og haldið á-
fram í annarri eins til Róm-
ar.
Nú fór hitinn að segja til
sín. Ef tekið er tillit til þess,
að þegar við lögðum upp frá
Reykjavík var hitinn ekki
nema 7 gráður á Celsius og
í London 18 gráður, þá voru
þetta nokkuð snögg umskipti
að vera kominn á ekki lengri
tíma í 35 gráðu hita í Mílanó.
Þegar við stigum út úr vél-
inni fannst okkur loftið þungt
já ég held það hefði mátt
skera það með hníf svo rakt
var það, og ekki bætti lyktin
neitt um. Okkur var nú boðið
að ganga inn í flugstöðvar-
bygginguna og var mjög gott
að koma þar, því að þar inni
var loftkæling, byggingin
mjög vistleg og trúlega mjög
nýleg. Þarna biðum við í
rúma klukkustund. Enn var
lagt upp og var þá klukkan
21,25 og var lent við Róm
kl. 22,20.
Nú varð að hafa hraðan
á, því að við þurftum að ná
í lest í Róm, sem átti að fara
þaðan kl. eitt um miðnættið.
Það gekk fljótlega að fá far-
angurinn í gegnum tollinn,
enda vart við öðru að búast,
þar sem á flugstöðinni er hátt
til lofts og vítt til veggja
húsakynnin vel skipulögð og
flugstöðvarbyggingin í alla
staði mjög nýtízkuleg.
Samstilltar hendur drifu nú
farangurinn í flýti út í lang-
ferðavagn sem beið okkar og
síðan var ekið greitt inn til
borgarinnar.
Keyrslan á járnbrautar-
stöðina tók um eina klukku-
stund.
Við náðum lestinni og hún
rann af stað kl. 0,30 og var
nú kominn 28. júlí. Við ferð-
uðumst svo í lestinni alla
nóttina og varð fæstum
svefnsamt uppisitjandi í þess-
um skröltskjóðum. Við fórum
þvert yfir ítalíu til austur-
strandarinnar síðan suður
eftir henni til hafnarborgar-
innar Brindisi. Þangað kom-
um við um morguninn kl. rétt
um 10.
Við höfðum farið um
hrjóstrug og skrælnuð lands-
svæði af völdum vatnsskorts.
Er fór að birta um morgun-
inn, sáum við víða mannabú-
staði, sem maður hefði varla
getað trúað að væru einu
sinni gripahús, svo lélegir
voru þeir. Það hafði verið á-
ætlunin að fara um miðjan
dag frá Brindisi áleiðis til
Grikklands, en það dróst
fram á kvöld.
Dagurinn í Brindisi reynd-
ist sumum nokkuð erfiður
vegna hitans, og sem var ó-
bærilegur vegna þess að
varla hafði verið um svefn
• !
að ræða í rúman sólarhring.
Ég var svo óheppinn að
fá blóðnasir þegar við vorum
rétt að koma á afgreiðslu
skipsins, sem skyldi flytja
okkur og varð ég því að
leggjast fyrir innan um far-
angurinn á hafnarbakkanum
og láta það jafna sig. Þarna
kom þá einn gamall burðar-
karl til mín, er hann sá hver
vandræði mín voru, og batt
hann grannan snærisspotta
Greinarhöfundur í Meyjaliofinu í Aþenu.
Á leið upp á Vesúvíus.