Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1963, Qupperneq 16

Vesturland - 24.12.1963, Qupperneq 16
16 VESTURLAND Hátíðisdagur í Djúpinu Kaldian nóvembermorgun er lagt af stað frá Isafirði með nýjum og glæsilegum farkosti — nýja Djúpbátnum Fagra- nesi, sem hlotið hefur sama nafn og það gamla skip, sem um tveggja áratuga bil hefur annazt ferðir um Djúpið, en liggur nú óhirt og ónýtt flak í höfninni á Isafirði eftir brunann í vor. Á norðanverðum Vestfjörð- um hafa menn lengi beðið eftir þessu nýja skipi og miklar vonir eru við það tengdar. I gær var skipinu fagnað á Isafirði og mikill mann- fjöldi skoðaði það og dásam- aði. En Isfirðingum er skipa- koma ekkert nýnæmi, jafnvel þótt nýtt skip sé. Nú er siglt út Sundin og skipið fánum skreytt stafna á milli, því að nú skal haldið til fundar við það fólk, sem mest á undir því að Djúpbáturinn nýi reyn- ist sem bezt, enda byggist iaf- koma Djúpmanna að veru- legu leyti á sem greiðustum samgöngum á sjó. Um borð eru tveir skip- stjórar, sem Djúpmönnum eru að góðu kunnir. Við stjómvölinn stendur Halldór Gunnarsson, sem á annan tug ára annaðist skipstjóm á Djúbátnum með giftu og far- sæld, en hinn er Ásberg Kristjánsson, sem verið hefur skipstjóri Djúpbátsins nokkur undanfarin ár. Halldór sigldi Fagranesi heim frá Noregi og ætlunin er að hann sigli skipinu inn í Reykjanes, en þar taki Ásberg við allri stjórn. Það er sjól'ítið þegar út í Djúpið er komið og stefna tekin á Æðey. Hvarvetna er vetrarlegt yfir að liíta og Snæ- f jallaströndin kafnar ekki inn né út frá fjörðunum svo dögum eða jafnvel vikum skiptir, og gæti þá meðal annars orðið vont með elds- neyti til upphitunar hér á- samt öðmm slæmu, sem af slíku gæti stafað. Nú mættu þingmenn okkar og aðrir ráðamenn fara að gera eitthvað raunhæft 1 þessum jarðhitamálum. Isafirði, 1. desember 1963. Áhugamaður um jarðhitarannsóknir. undir nafni, því vart sést í dökkan díl. Á meðan siglt er í áttina að Æðey skulum við rifja upp nokkur atriði frá mót- tökuathöfninni á Isafirði í gær. Þangað komu ýmsir góðir gestir; bæjarstjórn, bæjar- stjóri, oddvitar næstu hreppa, stjóm Djúpbátsins hf. og ýmsir fleiri, þeirra á meðal Hjálmar Bárðarson, sem teiknaði skipið. Framkvæmdastjóri Djúp- bátsins, Matthías Bjarnason cdþingismaður, greinir frá því, að hið nýja Fagranes sé smíðað hjá Ankerlökken Værft í Florö í Noregi. Samningar um smíði þess voru undirritaðir 12 okt. 1962 og átti skipið að vera tilbúið í októberlok 1963, þannig að afhending þess dróst aðeins um átta daga. Fagranes hið nýja er 143 lestir að stærð, 25,8 m. á lengd, 6,60 m. á breidd og 3,20 m. á dýpt. Það er búið 550 hestafla Lister-Black- stone aflvél, en auk þess er í skipinu 62 ha. Lister-Black- stone Ijósavél. Ganghraði í reynsluför reyndist 11,2 sjm. Það er búið fullkomnustu siglingatækjum og allur frá- gangur mjög vandaður. 1 farþegasal em sæti fyrir 50 manns og þar er einnig lítill borðsalur og í svefnsal er rúm fyrir 6 farþega. Mitt í þessum hugleiðingum dregur úr ferð skipsins og þegar við komum upp í brú, hefur Halldór skipstjóri stöðvað skipið og lætur reka skammt frá Æðey. Þegar litið er til eyjarinnar sést að bátur hefur verið mannaður; reyndar er þetta árabátur og einn maður undir ámm. Þaö er sýnilega knálega róið og vart frýr skuturinn skriðar, enda mun hér vera á ferð Æðeyjarbóndinn, Helgi Þór- arinsson. — Nú, hann kemur ekki á hraðbátnum núna, segir Þórð- ur Einarsson, einn elzti starfsmaður Kaupfélags ís- firðinga, og þaulkunnugur í Djúpinu. Þórður hefur tekið sér far með Fagranesinu í þessari fyrstu Djúpferð og lætur Jóhann einan um að stjórna kaupfélaginu þennan daginn. Báturinn færist nær og brátt leggur Helgi bóndi upp að skipinu. Vart hefur okkur gmnað, þegar við vorum saman í skóla á Akureyri, að fundum okkar myndi bera saman á norðanverðu Isa- fjarðardjúpi 25 ámm síðar. Þá var Helgi stærsti maður í skóla, en sá, sem þetta ritar, kettlingur að vexti, minnsti maður í skóla. Já, margt hefur breytzt síðan, Helgi minn. Báðir erum við komnir með skegg, mitt gerðarlegra, en þitt rauðara. Helgi bóndi lí Æðey er ekki skartbúinn og hristir höfuðið þegar hann er spurður hvort hann ætli ekki að koma með inn í Reykjanes, en þar verð- ur móttökuathöfn fyrir skip- ið. Hann á það erindi eitt, að koma sínum mjólkurbrús- um um borð í Fagranesið og taka sinn póst. Helgi lætur sig ekki muna um að sveifla þungum brúsunum upp á þil- far þótt hann verði að lyfta þeim upp yfir höfuð sér. — Nei, ég er alltof ungur til þess að fara með ykkur, þessum gömlu mönnum, í svona ferð, svarar Helgi, þeg- ar hann er hvattur til að koma með. Svo ýtir hann bát s'ínum frá skipinu og leggst undir árar, en Fagranes er sett á fulla ferð. Það er búið að taka fyrsta farminn í Djúpinu; fjóra mjólkurbrúsa, en þeir eiga eftir að verða margir á ókomnum árum. Það er stutt í næsta við- komustað. Við erum komnir undir Snæfjallaströnd og brátt er lagt að bryggjunni í Bæjum. Upp af bryggjunni hefur íslenzki fáninn verið dreginn að húni, því að þetta er hátíðisdagur í Djúpinu. Mapgt manna og kvenna bíður á bryggjunni og án efa gjör- vallir hundar hreppsins. Bændur á Snæfjallaströnd eru komnir til skips, allir sem vettlingi geta valdið, því að nú er ætlunin að létta sér upp í skammdeginu, gleyma um stund öllu búsorgar- hnauki, fagna hinu nýja skipi og halda á mannamót Djúp- manna í Reykjanesi. Snæfjallamenn heilsa skip- inu með ferföldu húrrahrópi. — ,,Ég óska þér til hamingju með þetta fagra nes,“ segir Jens bóndi Guðmundsson í Bæjum um leið og hann heils- ar Matthíasi. Nokkrum pökkum er kast- að í land. Margt manna kem- ur um borð og fara með i Reykjanes. — Við gefum bara vel á garðann og vonum að rollurnar lifi þetta af til kvölds, segir einn bændanna. — Héðan koma allir, sem heimangengt eiga. Matthías kallar upp í há- talarakerfið eftir að lagt hefur verið af stað, og býður gestina velkomna og býður þeim að skoða skipið. Menn heilsast, spyrja al- mæltra tíðinda, taka í nefið og dást að nýja skipinu. Aldurforsetinn um borð er einn stjómarmanna í stjóm Djúpbátsins hf., Ólafur Ól- afsson bóndi og símstjóri í Skálavík. — Já, það er gaman að hafa lifað þetta, segir Ólafur, — iað koma á nýjum Djúp- bát hingað. Það er líka hýrt yfir hinum gamla héraðshöfðingja Djúp- manna, Páli Pálssyni hrepp- stjóra ií Þúfum. Hann er for- maður stjómar Djúpbátsins hf. og það var Páll, sem fyrstur manna hreyfði því í sýslunefnd Norður-Isafjarðar- sýslu, að nauðsyn bæri til að smíða nýjan Djúpbát. Og nú kemur gamli maðurinn fær- andi hendi, hugsjón hans hefur rætzt og draumurinn um nýja Djúpbátinn orðinn að veruleika. Næst komum við að Mel- graseyri og þar hefur einnig safnazt saman fjöldi manna, sem fagna komu nýja Fagra- ness. Á veginum rétt fyrir ofan bryggjuna stendur jeppi fastur, en menn láta það ekki á sig fá. Sterkar hendur þrífa mjólkurbrúsana og bera niður í skip, þvii að þótt nú sé haldið til mannfagnaðar, þarf að koma mjólkinni með. Síðan er komið á ákvörðun- arstað, Reykjanes. Nemendui skólans ganga fylktu liði niður bryggjuna undir ís- lenzkum fána og fánar blakta við hún í landi. Páll Aðal- steinsson skólastjóri stjórnar kröftugu húrrahrópi nemenda og staðarmanna þegar Fagra- nes leggst að bryggju. Matthías býður staðarmenn velkomna um borð. Nemend- ur héraðsskólans og bama- skólans þjóta um allt skip og virða fyrir sér dásemdir þessa nýja skips. Skömmu siíðar siglir önnur fleyta að landi, en það er vélbáturinn örn, sem annast hefur ferðir Djúpbátsins undanfarnar vikur eftir að Fjölnir frá Þingeyri hætti í haust. Þar heldur um stjóm- völinn Kristján Jónsson, stýrimaður á gamla Fagra- nesinu, sem brátt tekur við sama starfi á hinu nýja. Þetta er lítill bátur og stenzt ekki samanburð við nýja skipið, enda gefa fáir gaum þessum litla bát. Með honum koma til Reykjaness bændur og búalið frá ýmsum stöðum í Djúpinu. Eftir nokkra viðstöðu er Fagranes og Örn í Reykjanesi.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.