Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 7
Að friði jóla §6) m OI» Hefurðu ekki heyrt söguna um jólanóttina á vígstöðvunum? Tveir hermenn óvinveittra þjóða komu upp úr skotgröfunum hvor sínu megin við víglínuna, en voru svo fylltir friði jólanæturinnar að hvorugur hleypti af skoti heldur skiptust þeir á jólakveðjum. Mætti hinn djúpi friður hinnar heilögu nætur fylla hjörtu okkar allra, lyfta okkur upp yfir hversdagsleikann. Fylla okkur kær- leika og hátíðleika. Mætti sá friður varpa birtu yfir alla daga ársins. Mér finnst það alltaf svo stórkostlegt að lesa boðskap Gamla testamentisins um hvíldardagshald Israels- manna, hvernig Guð bauð þeim að undirbúa hvern hvíldardag og halda hann í hátíðleika og friði hver með öðrum og fyrst og fremst með Drottni. Mér dettur þetta tíðum í hug þegar menn eru að mæla á móti jólaundirbúningnum. Ég held að við eigum að undirbúa jólin og njóta bæði undirbúningsins og jólahaldsins í þakk- læti og fögnuði. Amerískur prestur, Norman Vincent Peele, gefur sárþreyttum og lífsleiðum mönnum það ráð að setjast daglega í góðan stól, láta fara vel um sig og hugsa um grænar grundir æskustöðvanna eða klukkuna, sem tifaði kyrr- látlega á veggnum, svo þeir mættu fyllast friði, friði, sem er svo mikilvægur í allri steitu nútímans. Eins held ég það sé okkur öllum til góðs að hugleiða í kyrrð og næði eftirvæntinguna og gleðina, sem við áttum sjálf á jólunum — og lifa enn aftur þann hátíðleika. Ég held að við ættum að nota aðventuna og jóladagana til Séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir liVí I 1 að syngja með sjálfum okkur og öðrum, góðu fallegu jólasálmana, til að njóta jóladaganna í friði, gleði og þakklæti til Guðs. En kannski gætirðu sagt sem svo að svona hugleiðingar séu reyndar skammgóður verm- ir og auk þess sefjun ef ekki yfirborðstrú, án allrar dýptar, án raunverulegs og varan- legs samfélags við Krist sjálfan. Það kann að vera. Sannast sagna. En ég er ekki að mæla með hughrifum nokkurra stunda heldur því, að nota þær stundir, sem eru undirbúnar, oft með mikilli vinnu, nota þær til friðar og hljóðlátrar gleði, til að hitta Krist, finna frið hans, fyllast friði hans. Ég held að það skapi hjá okkur löngun til sannara helgihalds, til fleiri friðarstunda allan ársins hring, til að umgangast Krist á hverjum degi. Ef við leitumst við að lifa hvern dag í návist Krists er það áreiðanlegt að við finn- um að friður jólanna, friðurinn, sem engl- arnir sungu um á Betlehemsvöllum stendur okkur til boða alla aðra ársins daga. Gleðileg jól. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. m i | m m W- 'IÍ

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.