Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 12
12 Sigurlaug Bjarnadóttir, alþingismaður: Hrafnseyri í mínum huga Jón SigurSsson Rafnseyri við Arnarfjörð. Ég var á leið sunnan frá Patreksfirði norður á ísafjörð. Dynjandisheiði lá að baki. Þægileg heiði og tilbreyting- arrík með þokkalegum vegi, fallega rauðleitum á köflum af ofaníburðinum, sjaldséðum á Vestfjörðum, en fer einkar vel við grátt grjót og kletta- belti með harðgerðum gróður- blettum, jafnvel kjarri og lyngi, þegar best lætur. Dá- lítið þreytandi heiði þó — Dynjandisheiðin, þegar maður er að flýta sér. Framundan lá svo Hrafnseyrarheiðin, — meistaraverk vestfirskra fjallvega, í sínum svargráa hrikaleik, talandi tá'kn um verksnilli okkar góðkunna vestfirska vegaverkstjóra, Lýðs Jónssonar, sem í dag gegnir dyravörslu við hinar traustu dyr Alþingis íslend- inga af reisn og Ijúfmennsku. Ég hafði nokkrum sinnum áður á liðnum vikum ekið hjá garði á Hrafnseyri. Nú hafði ég ásett mér að hafa viðkomu á staðnum, en eitt- hvað var ég vist annars hug- ar, því að mér varð það á að aka fram hjá myndarlegri heimreið staðarins en ieggja hins vegar til atlögu við gamait tréhlið nokkru norðar í túninu og síðan upp eftir hálfgrónum vegartroðningi, sem ég komst brátt að raun um, að var alls ekki ætlaður bílaumferð. Það leið heldur ekki á löngu þar til ég komst hvorki aftur á bak né áfram en spólaði upp vorgljúpum sverð- inum í hjólförunum með hroðalegum afleiðingum fyrir tiltölulega hreinar gailabuxur Björns sonar míns, 12 ára meðreiðarsveins í blíðu og stríðu, er hann af öllum sín- um kröftum tók að ýta aftan á til að hjálpa luralegri Cortinu með sínum lélega bíl- stjóra þennan síðasta spotta upp Hrafnseyrartúnið. Er ekki að orðlengja það, að ekkert okkar þriggja hafði þar erindi sem erfiði. En viti menn! Eitt af ör- nefnum Hrafnseyrarstaðar er Afglapastígur, götutroðningur í sunnanverðu túninu, en sag- an segir að nafnið sé upp- runnið úr atför Þorvaldar Vatnsfirðings að Hrafni Sveinbjarnarsyni aftur á Sturlungaöld. Þetta stóð sem sagt allt heima, nema hvað afglöpin gerðust nú norðan- vert í túninu og ég mun vænt- anlega hvorki hljóta af þeim frægð eða skömm til jafns við ódæðisverk þeirra Vatns- firðinga. En dvölin á Hrafnseyri þennan júnídag á þjóðhátíðar- ári 1974 verður mér þó hug- stæðari fyrir margt fremur en hina afglapalegu heimreið mína. Húsráðendur, Hallgrímur Sveinsson og kona hans reynd- ust vera fjarverandi og Bjössi var óðara horfinn mér og kominn í fótbolta með þrem- ur köskum strákum, sumar- gestum á staðnum, sem við hittum á hlaðinu. Mér verður reikað spölkorn niður túnið að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, sem ljómi stafar af langt út yfir Hrafns- eyri og Arnarfjörð — yfir ísland allt. Það er vor í lofti, veðrið milt og kyrrt. Handan fjarðarins blasa við hyrnur og núpar, svo sérkennandi fyrir Arnarfjörð öðrum fjörð- um fremur, og út á miðjum firði, beint fram af Hrafns- eyri liggur Gíslasker. Það eru fleiri örnefni hér um slóðir, sem vitna um forna sögu. I norðaustri gnæfir Ánarmúli yfir eyrinni, hár og tignarlegur, kenndur við Án, sem talinn er fyrsti ábúandi á Hrafnseyri eða Eyri, en því nafni hélt hún iþar til eftár daga Hrafns Sveinbjarnarsonar að hún var nefnd eftir honum, Hrafns- eyri eða Rafnseyri, eins og hún er almennt kölluð nú, þótt bæði nöfnin heyrist fram á þennan dag. Án átti að konu Grelöðu Bjartmarsdóttiur, jarlsdóttur frá írlandi. í Landnámu segir svo um komu þeirra til Is- lands: „Án rauðfeldur, sonur Gríms loðinkinna úr Hrafn- istu og sonur Helgu, dóttur Ánar bogsveigis, varð mis- sáttur við Harald konung hinn hárfagra og fór því úr landi í vesturvíking. Hann herjaði á írland og fékk þar Grelað- ar, dóttur Bjartmars jarls. Þau fóru til íslands og komu i Arnarfjörð. Án var hinn fyrsta vetur í Dufansdal. Þar þótti Grelöðu illa ilmað úr jörðu.“ Dufansdalur er kenndur við Dufan, leysingja Ánar sem varð þar eftir, er Án og Grelöð fóru þaðan og settust að á Eyri. Þar þótti Grelöðu hunangsilmur úr grasi. Sag- an segir að þau hjón hafi búið búi sínu á Eyri á fyrri hluta 10. aldar og andast þar bæði. Ekki er vitað hvar bær þeirra stóð, en menn hafa gert sér í hugarlund, að hann kunni að hafa staðið niðri á eyrinni, þar sem nú heita Grelutóttir, en þar eru tóttar- brot nokkur, sem hugsanlega gætu verið leifar af bæ þeirra. Lítið er vitað um ábúendur á Eyri eftir þau Án og Gre- löðu þar til Hrafn Sveinbjarn- arson kemur til sögunnar á ofcmverðri 12. öld og byrjun 13. aldar. Nafn Hrafns ber hátt í ísilandssögunni fyrir sakir lærdóms hans, mildi og mannúðar, mitt í þeirri ógurlegustu víga- og vargöld, sem yfir Island hefur gengið — Sturlungaöldinni. Læknis- kunnátta hans þótti frábær og hafa rök verið að þvi leidd, að hann hafi verið einn fær- asti læknir Norðurálfu á sinni tíð. Hafði hann víða leitað fanga um menntun sína, m.a. í Rómaborg. Faðir hans og afi voru einnig nafnkennd- ir læknar. . Níðingsverk Þorvaldar Vatnsfirðings á Hrafni frænda sínum og velgjörðarmanni, verður jafnan talið eitt af verstu óhæfuverkum íslands- sögunnar. Eru til sagnir um, að ýmsir fyrirburðir hafi gerst í Arnarfirði um þær mundir, er Þorvaldur undir- bjó hina þriðju og síðustu aðför sína að Hrafni. Sér og sínu heimafólki til öryggis hafði Hrafn látið reisa virki úr grjóti kringum bæinn á Eyri og maður hafður á verði hverja nótt. Þá nótt eina, sem Þorvald bar að var enginn vörður haldinn en talið er, að þessi atburður hafi orðið 4. mars 1213. Þá um veturinn hafði kona Hrafns, Hallkatla Einarsdótt- ir, séð heima undir virkinu Ijós eitt mikið, sem menn vissu enga skýringu á. Fleiri menn sáu iþetta ljós síðar um veturinn. Þorvaldur kom að virkinu mannlausu. Maður var settur á skjöld og honum síðan lyft upp á spjótsoddum, þannig að hann komst upp á virkis- vegginn og opnaði síðan dyrnar fyrir félögum sínum. Vissu Hrafn cg menn hans ekki fyrr til en vopnaðir menn voru komnir inn í virkið og varð fátt um varnir, þvi þeir Þorvaldur lögðu þeg- ar eld í bæinn. Hrafn bauð mörg boð, en Þorvaldur vildi engu taka. Gengu þeir Hrafn að lokum út á vald Þorvalds, en hann lét taka Hrafn og drepa. Gekk hann áður til skrifta við Sigurlaug Bjarnadóttir prest þann er Valdi hét og varð kristilega við dauða sín- um. Lét Hrafn líf sitt undir virkisveggnum, þar sem ljós- ið hafði sést áður um vetur- inn. Fram að árinu 1418 eiga og sitja Hrafnseyri ættmenni Hrafns Sveinbjarnarsonar. Fyrsti prestur staðarins, sem sögur fara af er Markús Sveinbjarnarson, bróð- ir Hrcifn, sem var þar heimil- isprestur. Frá byrjun 16. ald- ar er staðurinn gerður að fös-tu prestssetri o,g hélst sú skipan til ársins 1961, að síð- asti presturinn fór þaðan, séra Böðvar Bjarnason, eftir 40 ára þjónustu á Hrafnseyri. Höfðu þá alls 25 prestar setið staðinn. Síðan hefur Hrafns- eyrarprestakalli ýmist verið þjónað af prestum, sem setið hafa á staðnum eða í nær- liggjandi prestaköllum, og í dag er þar prestlaust, sem kunnugt er, og hlýtur það að teljast miður farið. Talið er að kirkja hcifi ver- ið byggð á Hrafnseyri þegar á 12. öld, helguð Maríu guðs- móður og Pétri postula. Nú- verandi kirkja á staðnum er frá árinu 1886 og stendur neðan við svokallaða Bælis- brekku. Skammt neðan við kirkjuna eru rústir af kirkju- garði og kirkju, talið vera allt frá Sturlungaöld. Merkilegt hefur þótt, að kirkjan og kirkjugarðurinn skuli hafa verið flutt úr stað, svo skammt, sem þarna er á milli, en munnmæli segja, að prest- ur nokkur á Sturlungaöld hafi verið myrtur í kirkjunni, er hann var að blessa yfir söfn- uðinum og þess vegna hafi flutningurinn átt sér stað. En hvað sem líður fornri frægð Hrafnseyrar, er hún þó okkur, núlifandi íslending- um kærust fyrir þá sök, að þar fæddist frelsishetjan góða, Jón Sigurðsson, á Bótólfs- messu, eða 17. júní 1811, sem þá bar upp á laugardag. Má nærri geta, að komu hans hefur verið tekið með fögn- uði, þar eð foreldrar hans, séra Sigurður Jónsson og kona hans, Þórdís Jónsdóttir höfðu þá búið saman í 8 ár og ekki fyrr orðið barna auð- ið, en móðir hans þá komin fast að fertugu. Tvö börn eignuðust þau síðar: Jens, árið 1813 og Margréti, árið 1816. Séra Sigurði, föður Jóns er

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.