Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 19

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 19
19 pn \Tf &ais> s6s3vmxxfat ss&aFsnEMXooai — Heillað mig hefur Framhald af 11. síðu. sig til á skarfakálsbríkunum eftir því sem unginn flutti sig úr stað. Hún stjakaði aldrei við honum, leitaðist ekki við að fá hann milli fóta sér og var þögul. Hún hafði sýnilega tekið sér þarna varnarstöðu. Við og við blak- aði unginn vængbleðlunum. Á stundum hljóp hann spöl með þessu blaki. Eitt sinn komst hann upp á bríkina milli bæl- anna, þá teygðust allir haus- ar í loft upp og rumdu. Einn trítlaði úr flatsænginni og reyndi að varna unganum lengri för og hinn virðulegi þöguli vörður færði sig til móts við bríkina. Við þá athygli, sem ung- arnir veittu unganum er hann blakandi hljóp upp á bríkina, skaust annar ungi undan bæl- inu og trítlaði með jaðri syll- unnar og tísti í sífellu. Hann var eltur af þrem fullorðnum. Fór einn þeirra niður í kál- stóðið, en ekki var hann fyrr kominn þar en unginn steypt- ist fram í kálið. Virtist hinn nýi vörður bjástra nokkuð við hann, en leikurinn barst neðar í kálið og allt í einu flaug sá eldri niður á við. Þar með var ungi á leið til sjávar úr 300 metra hæð. Með þöndum vængblöðkum hring- snerist hann eins og þeyti- spjald niður, en tilviljun réð hvort hann lenti á sjó, syllu eða í fjöru. Rétt í þessum svifum tók unginn á bríkinni til fótanna, en missti þeirra og kútveltist fram i skarfa- kálið. Vörðurinn fylgdi hon- um eftir. Horfði um sinn nið- ur á við og flaug. Fuglamir á syllunni rumdu ákaft og teygðu úr sér og hneigðu sig í sífellu. Neðan úr bjarginu barst mikið garg með sker- andi ungatísti sem undirtón- um. Undir miðnætti komum við Benjamín aftur að bænum Horni og roguðumst með svartfuglsegg, sem þeir fé- lagar á Hreggnasa höfðu fal- ið undir bjargfestinni uppi í Hcirðviðrisgjá. — Ef þið nennið að bera eggin, sem við geymum í gjánni niður að Horni, megið þið éta af þeim eins og þið getið. Okkur til undrunar voru eggin fersk eftir fimm vikna geymslu. Árla morguns sit ég undir vegg bæjarhúsanna og teikna Hælavíkurbjarg, sem rís gegnt mér handan Hornvíkur uppijómað af morgunsól. Heildarlitur þess nú rauð- brúnn. Væturásir, gil og þræðingar gefa því mynstur. Það er eldur við af fugli, sem glittir á í sólinni eins og ar í geisla. Víkin er lognvær og fátt um fugl í henni, því að hann virðist allur vera í sólarleik við bjargið. Himbrimar eru á veiðum og áðan kom einn hátt úr lofti og renndi sér niður á flötinn. Ég heyrði hann kalla þessu himbrimakailli, sem lík- ist helst sáru neyðarkalli, löngu áður en ég kom auga á hómn. Nokkrir lómar stund- uðu einnig veiðar og innanfrá fjarðarbotninum heyrði ég lóm væla. Rétt á eftir flugu upp svanir af sjávarlóni og stefndu lágt inn eftir daln- um. Sjón, sem ég elti með augunum og í eyrum mér hljómaði svanasöngur. Hvaða drunur eru þetta? — og athygli min beindist að Hælavíkurbjargi. Úr Sig- mundarfelli hrundi að virtist á stóru svæði. Heil bjargnef virtust hrynja. Rykmökkur huldi breitt svæði og náði frá sjó að brúnum. Fallandi hnull- ungar rótuðu upp urðarkeil- unni við bjargrætur og ultu svo með loftköstum niður í fjöru. Drunurnar dóu út, en gnýr af fallandi grjóti hélst lengi enn. Þetta var svo ógn- vekjandi og óvænt í morgun- kyrrðinni, að ég spratt á fæt- ur. Jafnvel kríuhjónin, sem áttu unga niðri á f jörukamp- inum og höfðu haldið sig nærri mér með andófsflugi, settust og skógarþrestir, sem áttu hreiður í einum hjall- anna, hættu klið sínum og söng. En nú var eins og ótal vind- kviður þyrluðu yfirborði vík- urinnar upp í löður eða smá- öldur, sem hver var hvítfext. En þetta voru ekki vindkvið- ur heldur felmtraður bjarg- fuglinn, sem leitaði athvarfs frá ósköpunum til hafsins. Þeir virtust meira berja yfir- Ríkisútvarpið óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ríkisútvarpið borðið með vængjunum eins og þegar fuglar baða sig, frekar en að þeir köfuðu. Án efa voru þeir að jafna sig eftir augaáfallið, sóttu slök- unina í baðið. Þessi skriðuföll munu án efa hafa kostað margan fugl- inn lífið og þá sérstaklega ungana, sem vilja hrekjast fram af þegar felmtur kemur á fullorðnu fuglana. Fugl, sem einhverra hluta vegna fellur úr bjargi í fjöru undir því, kölluðu hornstrend- ingar bergmara. Slíkir voru kærkominn fengur á vorin þegar lítið hafði verið um ný- meti. Þá var á fjöru skotist fyrir Horn og allt innundir Hólmstíni, en haft auga með á sjó við Örfiðurtanga undan Jörundi eða heima frá bæjunum var skimað úteftir hlíðinni hvort sá, er fór und- ir bjarg, yrði fengsæll á berg- mara. Tign og ógn, fegurð og ó- skapnaður, kyrrð og hamfarir lékust á þennan júlímorgun þama við víkina milli tveggja mestu fuglabjarga jarðar. HAPPDRÆTTI HÁSKÚLANS 1975 Nú er það B-miðinn — fimmfaldi trompmiðinn 1 viðbót við „tvennur“, „þrennur“ og „fernur“ verður nú hægt að fá fimmfaldan heilmiða. Þá er endurnýjunarverð fimmfalt og vinningar fimmfaldir og á slíkan miða er lægsti vinningur kr. 25.000,00 en sá hæsti 10 milljónir. Eins og áður eru greidd 70% af veltunni í vinninga, en það er hæsta vinningshlutfall sem þekkist í heiminum. Umboðsmenn Happdrættis Háskólans á Vestfjörðum: ísafjörður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar Súðavík: Áki Eggertsson Vatnsfjörður: Sr. Baldur Vilhelmsson Bolungarvík: Helga Aspelund Suðureyri: Sigrún Þorleifsdóttir Flateyri: Guðrún Arinbjarnardóttir Þingeyri: Páll Pálsson Bíldudalur: Pétur Bjarnason Patreksfjörður: Elín Thoroddsen Verð miðonna er óbreytt, hr. 300,00 á mánuði fyrir heilmiða. Happdrœtti Háskóla íslands Vinningar ársins (12 flokkar): 9 á 2.000.000 kr, 99 a 1.000.000 kr, 108 á 500.000 kr, 108 á 200.000 kr, 5.535 á 50.000 kr, 47.025 á 10.000 kr, 81.900 á 5.000 kr, 134.784 = 18.000.000 kr. = 99.000.000 kr. = 54.000.000 kr. = 21.600.000 kr. = 276.750.000 kr. = 470.250.000 kr. = 409.500.000 kr. 1.349.100.000 kr. Aukavinningar: 18 á 100.000 kr. = 1.800.000 kr. 198 á 50.000 kr. = 9.900.000 kr. 135.000 1.360.800.000 kr.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.