Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 10

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 10
10 L.oks haíði langþráð von orðið veruleiki. Ég var í gær á Hornbjargi. Veðrið var eins gott og bestu óskir. Komið fram í fyrstu viku sólmánað- ar og lífið í björgunum að ná hámarki. Allir blómar, sem sprotar lífs höfðu snortið, voru orðnir fiðraðir og iðk- uðu vængjablak, sítístandi matarkvabb barst um gogga þeirra, sem fyrir skömmu höíðu losað sig við naddinn, sem beitt hafði verið á skjailhimnu og skurn, svo að leið opnaðist út í víðáttuna, loftið og hafið. Nú þuríti að kvabba um íæðu, blaka væng- bleöiunum og teygja úr sér þegar íæri gafst unaan vernd- andi atiotum hreiðurlægjanna eöa bælisbúanna. Hvergi getur að líta annað eins liísmor og í fuglabjargi, sem er 300—500 metra hatt og lagskipt frá f jöru að tindi, svo íjóibýiið verður marg- hæða. tíatur á flæmum, berg- þrepum, syllum og þræðing- um, i hellum, kórum og gjögr- um, skorum og hoium, bring- um og hryggjum, nefjum og snösum, inni í urðum og sverði. Loftið kvikt af fuglum á leið úr og í bjarg í önn fæðuoflunar eða svilandi með- fram bjargveggjinn og brún- um af iilsnautn eða einskærri leti. Hreyfingar, hljóð, þefur og litir, hæð og lögun bjargs höíðu lagst á eitt að gera mig þegar á íyrsta degi mínum á Hornbjargi hugfanginn, berg- numinn. Jónatan Einarsson var í símanum og sagði mér, þar sem ég sat við skrifborð mitt í fræðslumálaskrifstofunni, að ef ég brygði fljótt við og næði flugvélinni til ísafjarðar og yrði kominn kl. 15 á bryggju í Bolungarvík, fengi ég flutn- ing með handfærabát norður á Hornstrandir. Bátsverjar væru þeir kunn- ugustu á þessum slóðum. Auk sjóróðra nytjuðu þeir reka og svo aðsæktu þeir björgin til eggja. Þá hefði hann útvegað gætinn og kunnugan mann, Benjamín Eiríksson, sem fylgdarmann. Væri hann fædd- ur og uppalinn þarna norður- frá. Nærri því á réttum tíma stökk ég um borð í bátinn Hreggnasa með troðinn bak- poka og sjónauka. Þarna hitti ég fylgdarmanninn og áhöfn- ina, sem þegar leysti land- festar og fljótlega bar stefn- ið laust við Ritinn. Úti í Djúpinu voru á dreif lundar og svartfugl og í kringum bátinn fóru fýlar á svifflugi. Múkki er hann kaUaður hér um slóðir. Heitið er dregið af heiti fuglsins meðal hollenskra sjó- manna, „mallemuck" — fúl- eða illþefjandi fluga. Kannski við athugum nánar nafn þessa fugls. Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld er talinn hafa verið farmaður 963—1000 og um hann er skráð saga, að talið er um 1200. Eitt af kvæðum skáldsins og sæfar- ans er ort í háði og gremju Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi: Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi er larnls- kunnur náttúruskoðandi og leggur sig mjög eftir að kynnast fuglalífi í björgum landsins. Hér lýsir hann heimsókn í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. til feitlagins eiginmanns Kol- finnu, ástmeyjar hans. í kvæðinu lætur hann sem að sér setji hlátur er akfeitur bóndinn gengur til sængur hjá Kolfinnu, og um þetta segir í kvæðinu — ... þrammar til hvílu, svá sem sílafullur fúlmár svimmi á báru tröð ... Allir, sem hafa séð hið rykkjótta sundlag fýlsins eða hve þunglamalegt flugtak hans er, sjá þegar, að Hall- freður hefur horft á slíkar aðfarir. Því miður hefur þetta ágæta fuglsheiti ekki náð að festast við þennan sögufræga fugl, heldur fýU, fýlungi og múkki. í enskri tungu hefur heitið haldist, fulmar, og teg- undarheiti fýlsins á fræðimáli er „fulmarus glacialis“. Sú kenning er um fýlinn, að hann hafi elt jaðar ís- hjúpsins er hann hopaði norður á bóginn í lok ísaldar. Aðeins hafi orðið eftir leif á St. Kilda, einni af vestustu eyjum Hebrideseyja, — en svo tekur hann að flakka suður aftur á 17. öld. Talinn komlnn í Grímsey um 1640, en útbreiðslan hér við land sé frá Vestmannaeyjum, þar sem hann tekur heima um 1750. Til Færeyja 1816 — og á Bretagneskaga í Frakklandi 1962. Auðveld fæðuöflun í nánd við hvalveiðiskip út af Græn- landi og Spitzbergen — og er þeim veiðum lýkur fiskveiðar togara, tæla fýlinn til flakks og aðseturs á nýjum varp- stöðvum. Talað er um fækkun fugla, en slíku er ekki til að dreifa um fýlinn. Nú er hann kominn sem varpfugl kring- um allt ísland og fyrir nokkru hefur fjölgunin leitt hann upp eftir ám inn í gljúfur íslenskra fjalla. Meðal þess- ara staða er Ásbyrgi, og séð hef ég þrjá fugla á renniflugi með brúnum Almannagjár. Riturinn er framundan á stjórnborða. Þar hóf fýllinn varp 1932 og hefur síðan nær útrýmt svartfugli úr sátrum þeirra sjávarhamra. Annar fugl hefur lengi lif- að þar sældarlífi. Örnefnið Riturinn eða Rytagnúpur bendir til þess. Þar heitir Ritaskörð. Þegar kemur norð- ur fyrir Ritinn blasir við Stapinn, 'hvítur af ritu. Er ég virti fyrir mér þessar byggðir hinnar léttfleygu ballettmeyj- ar meðal fuglanna, var ég sannfærður um að þar væru stærstu skegluvörp landsins. Yfir Aðalvík er haldið, fyr- ir Straumnes. Þar Súla með dreifða fýlabyggð frá sjó að brún. í Hvestu milli Fljóta- víkur og Rekavikur sat fýll- inn þétt. Vestanvert Kögrið og Kögumes voru dauð björg, en líflegt í Haugahlíð og Sygnukleif. Grösugir Kross- hamrar voru þéttsetnir fýl og í lofti fuglamor. Kjalarnúpur var eins lífgæddur. Björgin frá Kögurnesi og allt inn í Kjaransvík, sem hið neðra nefnast Almenningar, eru til- komumikil, myndauðug og litrík. Hið neðra móberg, en hið efra fleygast inn milli berglaganna rauð sandsteins- lög. Ógleymanleg tign er yfir Álfsfelli í Kjaransvík. Við það fjall er bundin sú sögn, að álfkonan, sem það byggir, geymi þau börn er týnast. Þorsteinn Einarsson Ófærubjarg við Hælavík var einnig setið fýl og sá ég þar neðst í björgum hvítan díl, sem gat vísað til þess að þar væri ritubyggð. Fjar- lægðin var of mikil til að unnt væri að fullvissa sig um þetta. Nú er komið fyrir Ófæru- bjarg við Hælavík og fram- undan var Hælavíkurbjarg, ferlegt og svipur þungbúinn. Bjargið hefst utarlega í vík- inni, þar sem heitir rönd. Vatnsrásir hafa skorið sig niður vangann, sem hóflega úðaður gróður prýðir, nærður af dritrennsli stórra fýla- byggða. Þegar kemur í bjargið und- ir ysta hluta þess, Núpnum, hækkar það og eru 12 berg- lög upp að breiðri syllu, sem nefnist Arfahilla. Þar fyrir ofan bergið er ávalara og heita þar Trippabrekkur. Und- an Núpnum var á þræðingum víða góð fuglasátur, en þó eigi samhangandi. Var farið grunnt með bjarginu og rétt við Hæl, sem er bergstandur úr sjó og minnir á orfhæl. Var þar enginn fugl verpandi. Sást nú fram með megin bjarginu, sem veit að Horn- víkinni. Dróst athyglin að urð einni mikilli, sem nær % upp í bjargið. Nefnist urð þessi Heljarurð og hefur hlaðist upp af hrapi úr gilj- um, þar sem Arfahillu slotar. Lýkur þar með hinu eiginlega Hælavíkurbjargi, en venja er að kalla Hælavíkurbjarg allt frá fyrrnefndum norðurmörk- um bjargsins og allt inn að Rönd í Hælavík. Berglöguninn hallar til suð- vesturs. Er Arfahillu sleppir hækkar bjargio um Sigmund- arfell upp í 489 metra, en fer hækkandi um miðhluta þess og ná þar tveir tindar 531 m hæð. Sá syðri þessara tinda heitir Festarskarðatindur. Öll er brún norðausturhluta bjargsins skörðótt og skaga því víða fram bergnef úr brúninni. Stærst þessara skarða eru Litluskörð og fest- arskörð. Djúpt dalverpi geng- ur niður í bjargið sunnan við Festarskörð. Heitir dalur þessi Hvannadalur og bjarg- hlutinn neðan brúnar Hvanna- dalsbjarg. Liggur sá bjarg- hluti undir jörðina Rekavík bak Höfn. Fram af Hvanna- dalsbjargi er leif af berg- gangi upp úr sjó og nefnist Súlnastapi. Var þar fyrr meir súlnavarp, sem lagðist af fyrir ágangi sjómanna, sem sóttu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.