Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 11
scrd a6ssrfíKDam asAoFsarEsn&aoon 11 súluunga í Stapann til beitu. Sama þekkist um örlög súlna í Brandinum í Vestmanna- eyjum. í Hælavíkurbjargi eru víða langcir og breiðar hillur, klettanef, þræðingar milli bjarglaga og skútar. Ein- kennandi fyrir bjargið eru hin mörgu gil og vik, sem ná úr skörðum brúnanna í fjöru og hafa þar hlaðist upp vörðu- keilur. Um miðhluta bjargs- ins undan Festarskörðum eru gil þessi einna mest. Venju- lega eru þau talin þrjú, en mér töldust þau fimm. Mest þeirra er syðsta gilið, Valia- gil. Milli giijanna skaga fram úr bjarginu bríkur eins marg hiilóttar og berglögin eru mörg. Eftir því sem neðar kemur í bjargið ganga bríkur þessar meir útundan bjarginu. Fram- an og utan í þessum bríkum eru ibreiðar hillur, sem veita hin hagkvæmustu sátur fyrir svartfugl. Heitir þarna á kafla Gránef. Er nafngiftin nærtæk, því að þar er grátt af fugli. Hiila af hillu, jafn- vel flæmi, allt grátt af fugli. Hygg ég að hvergi hérlendis séu eins stór og mörg svart- fuglsbæli. Steinpollurinn heit- ir stærsta bælið (flæmið). Nafn sitt dregur hann af stórum steini, sem er á hill- unni. Gránefin og bergið þar yfir voru hér áður fyrr meir „heiðið berg“ — heiðnaberg —óvígt — griðastaður óvætt- ar. Helgi Festarskarða var rofin 1860, er þeir Jósef Hjálmarsson og Jóhannes Jónsson sigu þar til fugls og höfðu meiri feng en þekkst hafði lengi. Sinn hvoru megin við Grá- nefin eða bríkurnar niður af Festar- og Litluskörðum er bjargið þverhníptara (streng- bjarg), og þar því færra um stórar hiilur, syllur eða palla. Tekur fuglinn þar heima á þræðingum, sem eru slitrótt- ir vegna hruns. Efri hlutar bjargsins eru mjög lausir og skriðuföll því tíð. Á bátnum fór ég mjög hægt meðfram bjarginu allt að Úr Rangala í Lónafirði — Einbúi. Rekavík. Hæstu tindar eru eigi setnir fugli. Þessir fuglar byggja bjargið: Langvía — stuttnefja — teista — lundi — hvítmáfur (stóri-hvítmáifur) — svart- bakur — rita — fýll. Undir bjarginu er mergð UTGERÐARMENN OG FISKVERKENDUR alhliða tryggingaþjónusta fyrir sjávarútveginn TRYGGIN G AMIÐSTOÐIN í* ADALSTRÆTI 6 - SÍMI 26466 fugls á sjó. Meðal þeirra sá ég 6 stuttnefjur. Þar sem ég sá til í bjargið var allt stutt- nefja, t.d. fór ég 1 kringum Súlnastapa og sá því allan fugl bæði ofan á og utan í. Var þessi 37 m hái stapi set- inn stuttnefju einni saman. Tvær langviur sá ég synda frá bjarginu með unga. Ein var um hvorn unga og var undarlegt að sjá hve unginn var fylgispákur. Á nokkrum stöðum á sjó undir bjarginu sá ég smá- flota af langvium, sem voru óróar, snerust sitt á hvað, teygðu goggana upp til bjargsins og rumdu. Þær virtust vera að seiða edtthvað til sín. Hvað? Ungviðið — og fylgja því út á hið mikla nægtaborð, hafið. Frá þvi snemma morguns, að við héldum kýrgöturnar frá Horni upp í Miðdal höfð- um við farið með brúnum Hornbjargs og undir kvöld komum við að Harðviðrisgjá um sjöleytið. Ég dvaldi þar lengi við að horfa á fugla- flæmi austan við gjána, skammt frá brún. Lauk þarna þræðingi. Mynduðust tveir skútar innundir berglagið. Milli skútanna var brík. í öðrum skútanum var smá urð. Mér varð starsýnt á þetta flæmi vegna þess að hér kom ég í fyrsta sinn á för minni með brúnum Hom- bjargs að syllu, þar sem voru nokkrar langvíur. Vildi ég því athuga fuglana vel og marg- taldi þá. Reyndust fjórar þeirra skreyttar hvitu um augu og niður augnarákir og nefnast slíkir hringviur, taumvíur eða geirvíur. Hringvía er litarafbrigði innan langvíustofnsins. Þann undarlega hátt hefur náttúran á þessu fyrirbæri, að í Vest- mannaeyjum er rúmlega helm- ingur langvíanna búin þessu skarti, en austur og vestur frá Eyjum fækkar tildurdrós- unum, t.d. í Skrúð 5,2%, í Látrabjargi 7,5% og hér í Hombjargi 4,2%. Um leið er rétt að geta þess, að stutt- nefjunni (nefskerinn, dmnd- hvít eða klumban) fjölgar vestur um og austur um til Drangeyjar (1% í Eyjum en 99% í Drangey). Þetta fjölbýli átti hér heima í nær 300 m hæð frá sjó. Jaðar syllunnar var lit- aður hvítu driti með einstaka rauðum rákum. Þessi drit- brydding hvarf innundir græna laufblaðabreiðu skarfa- kálsins. Léttur andvari hreyfði kálbrúskana. Það var einkennilegur órói á syillunni. Fuglinn bældi sig niður beggja megin bríkur- innar og var að sjá á bökin sem á hreistur á roði, svo þétt var legið, og langviu- bökin súkkulaðibrún, en stutt- nefjunnar svört. Aðeins haus- arnir, sem stóðu eins og stiklar upp úr blómabeði, voru á sífelldu tifi. Þeir voru ým- ist hristir eða teygðir fram á við með djúpu loti eða lyft upp til þess að skima í allar áttir. Tvívegis komu sílisfuglar og tróðu sér niður í bælið. Annar missti sílið áður en hann gæti troðið sér niður í sam- felluna, en þá var það gripið af öðrum, sem tróð því undir fuglakösina og hóf síðan upp hausinn hróðugur og mmdi við. Frá bælunum barst lát- laust korr, sem hækkaði á stundum, en undirtónn var angurvært tíst. Við og við bmgðu sér einn eða tveir fuglar úr bælinu og trítluðu uppréttir og framsettir með sífelldum höfuðbeygingum að bríkinni. Þar tvístigu þeir í kringum unga, sem stóð þar við bríkina. Þeir leituðust við að ýta við honum með nefj- unum eins og til þess að hrekja hann inn í bælið. Hreyfði hann sig, vöppuðu þeir að honum eins og þeir vildu fá hann milli fóta sér og þannig varna honum brún- arinnar, en beina honum inn undir bergið. En imginn virt- ist hafa löngun til annars. Hann skaust framhjá þeim tístandi og alltaf fram með jaðri syllunnar. Með þessu fylgdist, sem ég, svartfugl, sem ávallt flutti Framhald á 19. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.