Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 12
12 Blóma- og trjáræktarfélag ísfirðinga Cudmundur Sveinsson Blómagarðurinn við Bæj- arbrekkuna hefur verið mörgum augnayndi á liðn- um árum. Við garðinn er tengd löng og glæsileg saga hugsjóna- manna sem byrjuðu að erja jörðina. Fluttu burt grjótið og ræstu út mýrina þarna í brekkunni vorið 1922. Á 20 ára afmæli Blóma- og trjá- ræktarfélagsins skrifaði Guðmundur heitinn Sveins- son, skrifstofumaður eftir- farandi grein í Lesbók Morgunblaðsins. Nokkrir eldri borgarar hafa hvatt blaðið til að halda saman sögu þessa merka menning- arfélags. Til þess að sv.o megi verða, býður blaðið alla þá sem eiga í fórum sínum myndir eða blöð varðandi sögu félagsins eða þekkja til garðssins af eigin raun frekar en getið er í greininni, að láta vita þar um. EITT fegursta kvæði Einars Benediktssonar er kvæðið ,,í Slútnesi“. Skáldið kemur á þennan undurfagra stað þegar kom- ið er undir sólarlag og rjóð- ur og heiður svipur dagsins smádvínur fyrir skyggð kvöldsins: ,,en Slútnes ljómar sem ljós yfir sveit öll landsins blóm, sem ég fegurst veit um þennan lága laufgræna reit sem lifandi gimsteinar skína“. Hann horfir töfraður á alla himinsins liti í blómanna gliti1 heyrir blaðvarir hvísla hljótt máli ilmblómsins og sér „lífsstrauma iða hvern öðrum mót, frá efsta kvisti að dýpstu rót“. Hugur hans svífur um landið hrjóstugt og kalt. „Hve frítt væri að sjá frá heiðum til hafna stráð hólmans blómum um allt þetta land breiðast hans skraut um hvern blásin sand og brekkurnar klæða til efstu hæða“. í öðru kvæði yrkir hann um nokkrar bjarkir, sem hlífðu sér við hamra og skjól og horfðu á móti rísandi sól, þangað til hinn egghvassa exi rányrkjunnar lagði hinn stælta stofn til grunna „en bjarkanna ey er hneyksli um öll lönd með barnunga myrta meiðinn“ og skáldið biður af miklum innileik. „Ó bjargið þið einhverju, hamranna hlé Himnasól vermdu þau lífvænu tré fyrir allt, sem vor björk hefir borið og strítt, svo hún beri oss framtíðarskóga. Ein frelsandi mund komi og hlúi nú hlýtt hinum harðgerðu viðum með unglimið nýtt Vor guð, lát þá verndast og gróa“. Sú vakningaralda, sem hófst með stofnun ungm. félaganna, um að klæða landið aftur þeim gróðri, sem prýtt hafði það við komu landnámsmanna sótti þrótt sinn og hugsjónaeld í ljóð skáldanna, sem voru óþreytandi í að kveða inn í þjóðina tign og mikilleik ís- lenzkrar náttúru og hve fög- ur er vor fósturjörð — þegar laufin grænu litka börð, og hve háleitt það er og göfg- andi að skrýða grænum skógi, eyðifláka og heiða- lönd. Og svo djúptæk áhrif segir skáldið að ástin á tign og fegurð fósturjarðarinnar hafi, að litla rjóða rósin, sem blikar við bleikan akur hef- ur það tvöald að breyta lífs- ferli og ráða örlögum, enda vakir æ síðan hulin verndar kraftur yfir fögrum og græn- um hólmanum, aþr sem Gunnar snéri aftur. Vonir manna um að landið yrði á fjöru verður sennilega aldrei að veruleika, en fyrir það að takmarkið var sett svo hátt hefur í sumum héruðum landsins verið stígið merki- lega stórt spor í átt að koma upp groðrarstöðum og trjá- lundum', bæði af einstakl- ingum og félögum. Hér á Vestfjörðum ber hæst hinn yndisfagra garð „Skrúð“ sem menningar frömuðurinn séra Sigtr. Guðlaugsson á Núpi hefir komið upp. Hefir það til skamms tíma verið stolt okkar Vestfirðinga, þegar um hefir verið að ræða rækt- un lýðs og lands, að vísa til hins merkilega brautryðj- andastarfs og þeirrar menn- ingar sem vaxið hefur upp úr hverju spori þessa merka kennimanns. Hingað til okkar í þennan bæ berast áhrif gróðursins að vísu nokkuð snemma, en festa ekki rætur aðallega vegna þess hve bæjarstæðið sjálft er illa fallið til ræktunar. Það er ekki fyr en árið 1922, eðafyrir réttum 20 árum, hinn 23. dag marzmánaðar að fundur er haldinn að tilhlutan Jóns Jónssonar klæðskera í húsi Guðm. Geirdals við Fjarðarstr. til þess að ræða möguleika fyrir stofnun blóma og trjá- ræktarfélags hér í bæ. Á þessum fundi mættu 14 manns, þar af ein kona, og samþ. 13 þeirra að stofna með sér félag er hefði að tilgangi sínum „að stuðla að því af fremsta megni, að efla áhuga fyrir blóma og trjá- rækt, er gæti orðið landi og þjóð til gagns ogprýði" eins og segir í lögum félagsins. Hinn 26. marz var svo end- anlega gengið frá stofnun félagsins og kosin fyrsta stjórn þess, sem þannig var skipuð Form. Jón Jónsson klæðskeri og með stjórnend- ur Bergur Hallgrímsson, Elías Kærnested, Sigurjón Sigurbjörnsson og Gunnar Juul. Síðan hafa ýmsir setið í stjórn þess, svo sem eðlilegt er, en alla tíð hefir Jón Jónsson gegnt þar form.starfinu og um leið verið aðal drifkraftur félags- ins. Er ekki á neinn hátt reynt að draga fjöður yfir það, sem ýmsir aðrir hafa þar drengilega að unnið, þó að ég fullyrði óhikað, að það sem áunnist hefir, er fyrst og fremst að þakka takmarka- lausri ósérhlífni og viljaþreki Jóns samfara hinni sterku trú hans á sigur þessa málefnis, trú sem í sannleika hefir flutt til fjöll. Jafnframt skal virt og þakk- að að verðleikum ágætt starf Elíasar Ólafssonar, klæð- skera. Með stofnun þessa félags hefst nýr og merkur þáttur í menningarsögu bæjarins. Til þessa tíma þekkti fólk hér ekki til annarar jarð- ræktar en túna og örfárra kartöflugarða að undan- teknum nokkrum ribsberja- runnum, sem uxu í garði Þorvaldar læknis, og þóttu meðal margra nokkuð und- arlegt fyrirbæri. Þessi félags- stofnun mætti því í upphafi allmikilli þröngsýni og van- trú, sem fyrst og fremst átti rót sína að rekja til á hjara veraldar yrði aldrei unt þeirrar skoðunar að hér norður að rækta suðræna rósarunna og þessháttar og til voru þeir, sem vorkendu þessum veslings draumóra- mönnum, sem létu sér detta slíka fjarstæðu í hug. Þegar málaleitun félags- ins, um land til ræktunar, kom fyrir nefnd þá í stjórn bæjarins, sem um slík mál fjallaði, kom nokkuð hik á nefndarmenn. Einn þeirra vildi láta málið afskipta- laust, en hallaðist þó heldur á sveif, að vera á móti því, annar var ákveðið á móti því, af þeirri ástæðu að hann vildi ekki að bygging- arlóðir bæjarins yrðu leigðar undir annað en hús, „og að nóg myndi allsstaðar af arf- anum“, en sá þriðji sagði þau spöku orð, eftir nokkra umhugsun að réttara mundi að leigja drengjunum þetta land, þeir mundu áreiðan- lega ekki gera þar nein- spjöll, en von stæði til að þeir skiluðu meiri gróðri en nú prýddi það, þegar þeir gæfust upp á þessum ung- gæðingshætti. Landið, sem um var beð- ið og þar sem nú stendur hinn snotri og hlýlegi trjá- garður, var alls óaðlaðandi til ræktunar. Stórgrýtisurð og gamlar vatnsfullar mó- grafir. Það var því fyrir- sjáanlegt að það mundi út- heimta mikla vinnu og erf- iði að ryðja það og ræsa. Engir peningar voru til og engin loforð um fjárfram- lög; en hinsvegar nóg af kæruleysi og jafnvel andúð þeirra, sem helzt hefði mátt vænta af að hefðu getað orðið félaginu þær lyfti- stengur, sem það þarfnaðist. Sem sýnishorn af andúðinni og einnig hvernig þessi and- uð snérist í ríka samúð er þessi saga af einum, að ýmsu leyti mætum borgara ný þakið skógi milli fjalls og Blrkl og reynitré standa teinrétt og vagga stolt laufkrónunni móti sólu á þessari fallegu mynd, sem sennilega er tekin á fimmta tug aldarinnar. Milli runnanna hægra megin við miðju má sjá föður garðsins Jón Jónsson klæðskera. Hlýleikl lauftrjánna og fegurð blómanna, stinga í stúf við grýtta fjöruna og bera fjallshlfðina handan fjarðarins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.