Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 9
9 f IhalHcmonn olln hnrio comoinict" „IMdlllöNlGllll dllld idllUd odlllcllllol mmm df'Má Hugleiðingoi um ústund f jgv ! * s íhuldsstefnunnnr ú íslundi ðjft m Eftir Einar K. Guðfinnsson blaðamann Rætur í * Ihaldsflokknum Mér hefur stundum fund- ist sem flokksbræður mínir í Sjálfstæðisflokknum væru óþarflega hörundssárir yfir því að vera kallaðir íhalds- menn af andstæðingum. Þetta er kannski skiljanlegt, því vissulega er það and- styggilegt að láta núa því sér um nasir að vera andvíg- ir framförum og öðru því sem til heilla horfi fyrir iand og þjóð. En þá merkingu hefur orðið íhald fengið fyr- ir tilstuðlan vinstri manna. Mér finnst fátt ánægju- legra sagt um mig en það að ég sé íhald og tel íhalds- nafnbotina ekki vera neitt til að skammast sín fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur brugðist íhaldshugsjón sinni að mínum dómi þrátt fyrir að upphafsmenn flokksins hafi staðið föstum fótum í íhaldsflokknum gamla. Við skulum ekki gleyma því að fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins, Jón Þorláks- son var formaður íhalds- flokksins. Ennfremur er þarft að minnast þess að stærsti hluti fyrsta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins voru menn sem komu úr íhaldsflokknum. Enda varð flokkurinn til við samruna íhalds- og Frjálslynda flokksins. All er betra en íhaldið, kvakaði Hriflu Jónas á sín- um tíma og hinir vinstri fuglarnir nteð honum. Og eins heimskulegt og það er nú hefur vinstri mönnunt verið það ótrúlega tamt að klína saman íhaldi og fas- isma allt frarn á þennan dag. Það sjá allir sem á annað borð skilja einföld- ustu hluti að svona hugtaka fölsun á ekkert skylt við raunveruleikann. Raunar er svona fölsun til þess fallin að gera fasismann góðan í augum fólks, eins og marg oft hefur verið bent á. En hvað er þetta íhald annars? Er það kannski ekki þetta hræðilega sem alll drepur í dróma? Nei aldeilis ekki. * Ihald og umrót Jón Þorláksson, sem fyrr er minnst á skilgreindi þetta hugtak af skynsemi eins og vænta mátti og greindi um leið mismuninn á milli þess sem hann kallaði íhalds- stefnu og umrótsstefnu. í frægri ritgerð sent hann reit í Eintreiðinni árið 1927 um íhaldsstefnuna kemst hann þannig að orði. „íhaldsstefnan spyr: Hvað hefur reynst vel á þessu sviði hingað til? Það sent vel hefur reynst viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varðveita það. Vér viljum ekki breyta til nema oss þyki sýnt að nýjungin sé betri. Og Jón Þorláksson segir umrótsmenn einungis festa augun á göllum í fari þess sem er og segi síðan: Burt með það gallaða vér viljum reyna eitthvað nýtt. Með hliðsjón af þessari prýðilegu skilgreiningu Jóns Þorlákssonar sjá nú allir að það er ekki til neins vansa að iylgja íhaldsstefn- unni. Það er ekki neitt til að skammast sín fyrir að flana ekki að neinu. Það er blátt áfram þjóðar- nauðsyn að íhaldsöfl sem byggja ákv'arðanir sínar á yfirvegun, fremur en öðru, séu öflug hér á landi. Enda er ég sannfærður urn að margt væri betur komiðá íslandi ef svo hefði verið. Hannibal hælir Íhaldinu Sém betur fer er það að verða aðeins algengara að rnaður heyri hér á landi íhaldsstefnunni sungið lof. Eitthvað ánægjulegasta dæmið er að finna í nýjasta Helgarblaði Vísis, þar sem Hannibal Valdimarsson fer hlýlegunt orðum um íhalds- stefnuna. Hann segir orð- rétt. ,,Nú finnst mér jafnvel að íhaldsstefnan mætti eiga sér traustari ntálssvara en hún á í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekkert eðlilegra og sjálf- sagðara en að íhaldssöm sjónarmið eigi sér málsvara í pólitískum flokki sem yrði mótaðili sosíal- demókratatísks flokks“. Fyrir okkur sem köllum okkur íhaldsmenn, er yfir- lýsing af þessu tagi frá margreyndum vinstri manni, bæði ávinningur og uppörvun. Það er von mln að okkur reynist það unnt í framtíðinni að hefja íhalds- stefnuna til þeirrar virðing- ar sem hún á skilið. Jón Þorláksson fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var áður formaður fhaldsflokksins, sem sameinaðist Frjálslynda flokknum og myndaði Sjálstæðisflokkinn. MIÐFELL HF. HNÍFSDAL sendir skipshöfninni á Páli Pálssyni, öðrum starfsmönnum, og viðskiptaaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.