Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 17

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 17
17 tíðir. Og svo finnast hér hinir algengustu sjúkdómar, sem við þekkjum að heiman. Kristniboðið: Norskir hvítasunnuvinir hafa haft hér kristniboð í 60 ár. Mörg önnur trúarfélög hafa einnig starf hér. Það var í gegnum draum, sem Sobhuza konungur 1. dreymdi fyrir u.þb. 100 árum að kristniboðar voru beðnir um að koma til landsins. Dreymdi konung að hann sá hvítan mann, stóra bók og pening. Rödd sagði við hann, að hann skildi velja bókina en ekki peninginn, því bókin myndi gefa blessun yfir land og þjóð. Seinna skildi hannað bókin var Biblían og heyrði að hvítir kristniboðar væru komnir til S-Afríku. Gerði hann boð eftir einum þeirra til að segja sér frá innihaldi bókarinnar, og var það metodisti sem fyrstur kom sem krstniboði til Swazilands. Síðan eru allir kristniboðar undir verndarvæng konungs. Fyrsti norski kristniboðinn var kona, sem hét Malla Mo. Hún kom þangað um 1890 frá Skandinavisk Alliansemisjon. Árið 1909 kom svo Laura Strand þangað frá sömu hreyfingu, en eftir að hún upplifði skírn Heilags anda gekk hún inn í hvítasunnuhreyfmguna norsku. Starfaði hún í Swazilandi í 60 ár. Við höfum þar nú 5 aðalstöðvar og margar útstöðvar. Eru Nokkur Swazi börn f „kraalen" hjá sér Eru þau ekki sæt? Þau hafa þarna fengið hvfta dúkku. r r „Ég og lítill Swazi strákur'*. Hann fær munnleg Ivfiatökuna. hér nú 15 kristniboðar og 4 eru ,,heima“ í leyfi. Stöðvarnar eru New Haven, með barna- og gagnfræðaskóla og sjúkraskýli. Ebenezer, sem líka hefir barna- og gagnfræðaskóla. Bethany, með barnaskóla og hluta gagnfræðaskóla (er verið að bæta við) og sjúkraskýli. Á Mankaiana og Ekupumuleni er mest drifið andlegt starf. Alls eru 13 skólar með 3000 nemendur og 100 kennurum. Yfir árið eru um 35.00 manns, sem fá meðhöndlun á sjúkraskýlunum. Á öllum stöðvunum að útstöðvunum meðtöldum er andleg starfsemi rekin með guðsþjónustum í kirkjunum, sunnudagaskólum og samkomum í skólanum. Þá er farið í heimsóknir út í kofana (kraalana) og barina (öl kraalana). Flestar útstöðvarnar hafa skóla að einhverju leiti fyrir yngstu bekkina. Hve margir hinir trúuðu eru veit ég ekki, en þeir skifta þúsundum. Það er alltaf nóg að gera og reynum við eftir bestu getu að útbreiða fagnaðarerindið meðal fólksins. Sjálf höfum við fengið að reyna að upplifa hvað það er, og vitum að það er einasta vonin, sem heimurinn hefur í dag. Enginn og ekkert getur komið í staðinn fyrir Jesúm og það verk, sem hann vann á krossinum þegar hann tók á sig syndir allra þeirra, sem við honum vilja taka. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf‘ Jóh. 3:16 og „Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: Þeim sem trúa á nafn hans“ Jóh. 1:12. Oft höfum við fengið að sjá fólk frelsast og gerbreytast, koma frá myrkrinu yfir til Ijóssins. Kirkjur og sjúkraskýli hafa því verið byggð í gegnum árin. Ný stór kirkja var nýlega vígð í New Haven og erum við einnig að leggja síðustu hönd að nýrri kirkju á einum útstöðvunum frá Bethany. Mun hún einnig þjóna sem sjúkraskýli og mun ég starfa þar. Vegalengdir eru hér mjög miklar, og vegirnir verri en heima. Ef rignir verður allt ein leðja svo varla er vogandi út á vegina. Þetta var þá það helsta, sem ég hefi að segja um land og fólk hér í Swazilandi að þessu sinni. Ef ykkur langar til að heyra meira frá starfinu (og mér) mun ég með gleði skrifa ykkur síðar. Ég er mjög þakklát öllum, sem standa á bak við mig, með fyrirbænum og stuðningi allskonar. Guð blessi það og launi. Vil ég svo óska ykkur öllum gleðilegra jóla í Jesú nafni, og blessunarríks komandi árs. Með bestu kveðju. Anna Höskuldsdóttir. Fyrir utan heilsugæslustöðina hér. Sjúklingarnir bfða. Spnrisjóður Súgfirðingo SUÐUREYRI Gleðileg jól! Gott og íarsælt komandi ár! Þökkum samstarfið á líðandi ári. niu straumur hf öskar öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þakkar viðskiptin á líðandi ári.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.