Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1976, Page 20

Vesturland - 24.12.1976, Page 20
Bandaríska stórblaðið ST.LOUIS POST-DISPATCH Upphaf þess og starfsemi í dag llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillll ÚLFAR ÁGÚSTSSON ritstjóri í OKTÖBER 1865 koin til st. Louis Missouri 18 ára gamall innflytjandi frá Ungverjalandi. Nafn hans var Joseph Pulitzer. Pen- ingalaus og vinalaus vann hann sér fyrir farinu vestur yfir Missippi fljót með því að vera kyndari fljótabáts- ins, sem tengdi þá bakka þessarar óbrúuðu móðu. Köld októbernóttin tók ekki blíðlega á móti þess- um unga aðkomumanni, heldur- blés snjókornum í andlit honum þegar hann steig á land. Hann fann þó varla fyrir kuldanum, þótt frakkalaus væri. Hann var kominn á áfangastað í nýja heiminum og hann átti framtíðina og draum- inn um velgengni að vin- um.Fyrstu árin vann hann við þau störf sem hann komst í og þóttist góður þegar hann átti fyrir mat. Arið 1868 byrjaði hann sem fréttaritari hjá blaðinu Westliche Post sem gefið var út á þýsku. 10 árum seinna í des 1878 kaupir hann á uppboði blaðið Ev- emng Uispatch, sem hafði orðið gjaldþrota og byrjaði útgáfu þess 10. desember 18/8. Tveim dögum síðar kaupir hann svo hlutdeild í blaðinu The Evening Post og hefur útgáfu á blaðinu st. Louis Post and Dispatch. Þannig hófst ferill eins af stærstu og virtustu dagblöð- um Bandaríkjanna í dag. Blaðið var í upphafi frum- kvöðull frjálsrar blaða- mennsku í Bandaríkjunum. í fyrsta biaðinu 12. desem- ber 1878 var birt eftirfar- andi stefnuskrá. The Post and Dispatch þjónar engum stjórnmála- Hokki, aðeins fólkinu. Fylgir engum málstað nema eigin sannfæringu. Þjónar ekki stjórninni heldur gagnrýnir hana. Mun mótmæla svik- um og svívirðu hvar og hvenær sem er. Mun vera málsvari reglu og hug- mynda, frekar en hleypi- dóma og ílokkadrátta. Með þessar hugmyndir að leiðarljósi, varð Joseph Pulitzer einn af þekktustu og virtustu blaðaútgefend- um Bandaríkjanna. Seinna var svo stofnaður verðlauna- sjóður í nafni hans „The Puiitzer Price“, sem árlega veitir verðlaun fyrir framúr- skarandi störf í blaðaheim- inum Bandariska. í dag situr þriðji Josep Pulitzer í stóli útgefandans og stýrir blaðinu og útgáfu þess. Mér gafst kostur á því fyrir skömmu að skoða aðal- stöðvar blaðsins í st. Louis og langar mig að segja í stuttu máli frá því helsta sem fyriraugun bar. Aðalstöðvar blaðsins eru til húsa í miðborg st. Louis. Þar í 6 hæða byggingu eru skrifstofur þess og tvær af sex offset prentvélasamstæð- Aðalstöðvar blaðsins f st. Louis. Joseph Pulitzer stofnandi blaðsins. um blaðsins. En st. Louis Post-Dispatch var fyrst bandarískra stórblaða til að prenta í offset. Fjórar aðrar prentvélasam- stæður eru staðsettar í nýrri prentsmiðju utanvert við borgina. Hver samstæða vinnur fullkomið blað. Dag- lega eru prentuð 326 þús- und eintök, nema á sunnu- dögum, þá er eintakafjöld- inri 542 þúsund. Við blaðið vinna um 1800 manns. Það sem hvað mesta at- hygli vekur hjá manni úr TH:E:;P1S:T *0I3PA W THAT. M.Y RET EKT WILL MA K E cNÁl' P.RINCIPLES. POR PR0GRE8S E IHJU8TICE 0R UGOGUII OP-ALL IV PARTV, ALWAYI B PUIUG PÁUHOER* WITH THS ROOR, « PUILIG WEIFARE, 1LL' ALtAYI 11 M. HEVtR TOL ALWAYI riSHT ter mm T íillGIO 5Í AIN OEVOTEO T Stefnuskrá blaðsins sem J. Pulitzer 1. setti fram þegar hann dró sig f hlé frá ritstjórastörfum við blaðið þann 10. apríl 1907. Ég veit að brottför mfn úr starfi breytirengu aðalreglum blaðsins. Að það muni alltaf berjast fyrír framförum og endurnýjun. Þoli aldrei óréttlæti eða spillingu. Berjist alltaf gegn lýðsskrumi allra flokka, tilheyrið aldrei stjórmálaflokki. Að þaö verði alltaf á móti forréttindastéttum og fjárdrætti opinberra aðila. Skorti aldrei samúð með fátækum. Verði alltaf tengt velfarnaði almennlngs. Verði aldrei sátt við að birta aðeins fréttir. Verði alltaf frjálst en áhrifamikið. Hræðist aldrei að ráðast á ranglætið, hvort heldur er rangirni auðvalds eða rángirni fátæktar.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.