Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 11
 11 Þáttur Lions-klúbba á Vestfjörðum. Nokkur undanfarin ár hefur Lionsklúbbur Bolung- arvíkur rætt nauðsyn þess, að gefa gaum málefnum vangefinna í landsfjórð- ungnum. Það hefur verið hugmynd klúbbsins, að Lionsklúbbarnir sjö á Vest- fjörðum styddu myndarlega að hverju því starfi, sem unnið væri í þágu vangef- inna. Eru góð fordæmi um það hérlendis, að Lions- klúbbar hafi haft forgöngu um stofnun og rekstur heim- ila fyrir vangefna. Þá er og kunnugt, að Lionsklúbbarn- ir á íslandi söfnuðu fé til hagsbóta fyrir vangefna, með sölu „Rauðu fjaðrar- innar“, og nam sú söfnun um 16 milljónum króna. Er ekki vafamál, að stuðningur við vangefna er myndarlegt og verðugt verkefni fyrir Li- onsklúbba landsins. Má t.d. hugsa sér, að klúbbarnir gerist styrktarmeðlimir fél- agsins á Vestfjörðum, og greiði þá sem svarar á hvern klúbbfélaga. En einnig mætti íhuga, hvort þjón- ustudegi Lions- dreyfmgarinnar, 8. október ár hvert, gæti ekki verið vel varið í þágu vangefinna. Loks má hugsa sér, að Li- onsklúbbur geri það að aðalverkefni sínu, annað hvort um eins árs skeið eða lengur, að vinna að fram- gangi hagsmunamála van- gefmna. Svo sem fyrr segir, dreifðu Lionsklúbbar kynn- ingarbréfi inn á hvert heim- ili á Vestfjörðum, og er það hér með þakkað. Þáttur kvenfélaga á Vestfjörðum. Styrktarfélag vangefmna á Vestfjörðum skrifaði for- mönnum kvenfélaga í byggðarlaginu bréf, dagsett 29. júlí 1976, þar sem skýrt var frá fyrirhugaðri stofnun félagsins, þ.e. undirbúnings- nefndin skrifaði bréfið, þar sem þá hafði enn ekki verið gengið frá stofnun félagsins. f bréfinu var rætt um hina feykilegu þörf, sem væri á slíku félagi. Formenn kven- félaganna voru í bréfinu beðnir að skipuleggja söfn- un styrktarfélaga, hver á sínu félagssvæði, og var þeim sendur í þvi skyni áskriftarlisti fyrir nöfn vænt- anlegra félaga. Er ekki að orðlengja það, að konurnar brugðust mjög vel við þessari málaleitan. Mun óhætt að segja, að söfnun styrktarfélaga hafi gengið prýðilega, og rík ástæða til að þakka öllum þeim, sem þar lögðu hönd á plóginn. Þótt enn hafi ekki öll kurl komið grafar, er ekki óvarlegt að ætla, að styrktarfélagar á Vestfjörð- um séu nú um 1300 talsins. í sveitahreppum unnu odd- vitar söfnunarstarfið, og er þeim einnig þakkað af ein- lægum huga. Innheimta félagsgjalda. Þetta er skrifað, stendur yfir innheimta félagsgjalda. Stundum er sagt, að ekki megi gefa færi á litla fingri sínum, því að þá verði öll höndin hrifsuð. Kannski sannaðist þetta hér. Sú leið var valin, að fara þess enn á leit við kvenfélagakonurnar, að þær legðu fram sína dýr- mætu hjálp. Voru þær beðnar að skipuleggja inn- heimtuna og annast hana. í dreifbýli fá menn senda gíró-seðla, og eru þeir beðn- ir að víkjast vel við því. í sambandi við félagsgjöldin er rétt að geta þess, að miklu varðar, að innheimta þeirra takist vel fyrir ára- mót, vegna þess að á árslok eigum við í Styrktarfélagi vangefinna á Vestfjörðum að standa skil á fjárframlagi til nýstofnaðra landssam- taka styrktarfélaga vangef- inna. Fjárframlag þetta nemur kr. 100.00 á hvern félaga, eða kr. 130.000.00. En víkjum nú að landssamtökunum. Landssamtökin „Þroskahjálp". Laugardaginn 16. októ- ber 1976 var haldinn fundur í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykjavík. Var tilefni fund- arins sú fyrirætlun að stofna landssamtök þeirra félaga sem vinna að málefnum greindarskertra í landinu. Fund þennan sóttu full- trúar frá 14 félögum, sem öll eiga það sameiginlegt að vinna að málefnum greind- arskertra. Þessi félög eru eftirfarandi: Styrktarfélag vangefinna í Reykjavík, Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi, Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi, Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum, Foreldrafélag þroskaheftra á Suðurlandi, Foreldrafélag þroskaheftra í Hafnarfirði og nágrenni, Fordeldrasamtök barna með sérþarfir, I'oreldrafélag barna með sérþarfir á Akur- eyri, Foreldra- og kennara- félag öskjuhlíðarskóla, For- eldra- og vinafélag Skála- túns, Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis, Félag þroskaþjálfara, Félag þroskaþjálfanema og félag sérkennara. Úr lögum „Þroskahlálpar". Á fundinum 16. október 1976 voru stofnuð Lands- samtökin Þroskahjálp. Helstu atriða úr lögum sam- takanna skal hér getið: Nafn samtakanna er Lands- samtökin Þroskahjálp og er lögheimili þeirra í Reykja- vík. Tilgangur samtakanna er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra í landinu og tryggja þeim fulla jafnréttis- stöðu á við aðra þjóðfélags- þegna. Því ber samtökunum að koma fram sem leiðandi aðili gagnvart stjórnvöldum a) sem samstarfsaðili við eðlilegu yfirstjórn ríkisvalds- ins, sem með þessi mál ætti þá að fara í heild og b) sem baráttuaðili fyrir rétti hins þroskahefta. Samtökin leit- ast við að hafa mótandi áhrif á allar aðgerðir, sem ríkisvaldið hefur forystu um með það mark að leiðarljósi, að hinn þroskahefti njóti í hvívetna sama réttar, sömu aðstöðu og fólk almennt. Aðilar að samtökunum geta þau félög orðið, sem vinna að tilgangi samtak- anna. Landsþing, sem jafnframt eru aðalfundir samtakanna, skulu háð annað hvort ár að hausti til. Atkvæðisrétt þar hafa kjörnir fulltrúar aðild- arfélaganna. Fer fulltrúa- fjöldi hvers aðildarfélags eft- ir félagatölu, þannig að fyrir allt að 200 félagsmenn komi 2 fulltrúar og síðan 1 full- trúi fyrir hverja 200 félags- menn eða brot úr 200. Landsþing samtakanna kýs í stjórn þeirra 7 menn og 3 til vara. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann og þriðja mann og skulu þeir ásamt formanni skipa fram- kvæmdaráð. Framkvæmdaráðið ann- ast allan rekstur samtak- anna í samræmi við lög þess og ákvarðanir stjórnarinnar. Þing samtakanna ákveður árleg tillög aðildarfélaganna og skulu þau miðast við fjölda félaga. Aðildarfélögin skulu fyrir 1. ágúst ár hvert senda framkvæmdaráði skýrslu um störf og fjárhag, ásamt breytingum á félagatölu. Bráðabirgðaákvæði: a) Lög þessi skulu gilda til fyrsta þings samtakanna, er halda skal árið 1977, en þá skulu þau lögð fram og skal þá einfaldur meirihluti at- kvæða nægja við afgreiðslu þeirra. b) Kjörtímabil þeirra, er kjörnir voru í trúnaðarstörf á stofnþingi 1976, skal renna út allra í senn á þingi 1977. Meira um stofnfund „Þroskahjálpar". Þess skal getið hér, að árlegt tillag aðildarfélag- anna var ákveðið kr. 100.00 fyrir hvern félaga. Gildir þessi upphæð fyrir árið 1976, og skal staðið skil á henni fyrir árslok 1976. Stjórn „Þroskahjálpar“, sem situr til landsþings 1977, var kosin á stofnfund- inum. Hana skipa: Gunnar Þormar, Reykjavík, formað- ur, Helga Finnsdóttir, Reykjavík, Jón Sævar Alf- onsson, Hafnarfirði, ritari, Kristján Ingólfsson, Reyðar- firði, Eggert Jóhannesson, Selfossi, Einar Sigbjörnsson, Akureyri og síra Gunnar Björnsson, Bolungarvík. Á fundinum ríkti bar- áttuvilji og samstarfsandi. Hann sótti fjöldi fulltrúa hinna ýmsu aðildarfélaga. Fyrstu spor „Þroskahjálpar. Strax daginn eftir stofn- fundinn, eða sunnudaginn 17. október 1976, kom ný- kjörin stjórn „Þroskahjálp- ar“ saman í Bjarkarási við Stjörnugróf í Reykjavík. Eggert Jóhannesson, Sel- fossi, var kjörinn varafor- maður, og til setu í fram- kvæmdaráði ásamt for- Framhald á 22. síðu. i Noragl hafa vartð relstlr þjáHunarakólar fyrlr þroakahafta. Er myndln frá elnum slfkum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.